feroza sem langar í betri mótor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

feroza sem langar í betri mótor

Postfrá biturk » 14.nóv 2012, 00:10

hvaða mótor ætti ég að sleppa úr lausu lofti ofaní ferozuna mína?

ég hfe verið að spá í 4.3 vortex en þeir mótorar eru leiðinlega dýrir

mig langar meira í bensínmótor en dísel og innspýtingarbíll væri betra

rafkerfi og smíði er ekki eitthvað sem ég verð í veseni með en ég er í stórkostlegum vandræðum með að ákveða og finna hvað ég á að setja

menn hafa verið að setja 22re en það einhvern veginn heilar mig ekki nægilega vel

hafa menn hér einhverjar hugmyndir um hvað ég ætti að setja ofaní með því tilliti að bíllinn fer á 36 eða 38" dekk og upphækkun með hásingar að framan og aftan.........svo ég þarf afl til að snúa því....mikið afl reindar er mikill kostur


head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá Sævar Örn » 14.nóv 2012, 12:11

V6 3.0l Toyota 4runner þessir mótorar fást gefins hér og þar en flestir segja að þeir séu kraftmiklir og eyði litlu ;)


en öllu gríni sleppt þá er vinsælast að setja 4.3 chevrolet í hvað sem er og það þarf heldur ekkert að vera dýrt

Svo geturðu skoðað vélar t.d. eins og úr musso bensín og eins og þú nefndir 2.4. hilux





ég myndi í þínum sporum leita að mótor sem er algengur og auðvelt að útvega varahluti í, heldur en að finna eitthvern sem er endilega eitthvað rosa kraftmikill, ef þú ert að leita að heljarinnar afli þá auðvitað tekur því ekki að setja neitt annað í heldur en 8 cylindra sleggju, það er alveg jafn mikil vinna.


En hvað með að setja bara túrbínu á 1.6 Ferosu vélina? Súkkuvélin þolir það með ágætum og vinnur vel þannig...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá joisnaer » 14.nóv 2012, 12:35

v6 toyota motor er besti kosturinn held ég, nóg af fólki sem vill næstum borga með þessum motorum. þokkalega kraftmikill og örugglega mjög mjög skemmtilegur í svona litlum og léttum bíl.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá Þorri » 14.nóv 2012, 14:26

Sennilega er þessi v-6 Toyota rella fín í þessa bíla þótt hún sé alveg vonlaus í 4runner. Sennilega sniðugt hjá þér að nota hana og svo hi-lux hásingar þá ertu með kram sem er auðvelt að fá varahluti í og er nógu sterkt fyrir létt leiktæki.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá StefánDal » 14.nóv 2012, 17:33

Nú er ég ötull talsmaður 22RE þannig ég verð að segja að það væri mótor sem ég myndi setja í svona léttan bíl. Léttur, lítill og einfaldur mótor. Og umfram allt ódýrt að gera hann þokkalega sprækan.
Það getur líka vel verið að 3.0V6 mótorinn sé sniðugur í svona lítinn bíl.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá biturk » 14.nóv 2012, 23:47

þakka fyrir strákar, en yrði ekki eiðslan voða svipuð á v6 toyota, nú er ég ekkert sérlegur aðdáandi þeirra mótora en hef ekkert rosa á móti þeim heldur, vitiði hvað hún er löng sirka frá kúplingshúsi og fram fyrir viftuspaða? er einhver hér sem hefur aðgang að þannig mótor með kassa og millikassa og getur mælt fyrir mig heildarlengd á öllu og eins hvað er langt frá kúplingshúsi í gírstöng svo hún komi upp á svona umþabil svipuðum stað?

hvað er verð á svona stykki með kassa og millikassa.....með þá öllu til að fara í gang?

ég hef svosem ekkert skoðað að setja túrbínu neitt sérstaklega, en ég væri alveg til í að skoða það, hvernig túrbínu ætti maður að leita að á svona mótor sem er af hæfilegri stærð?


bensín mússó? er það eitthvað sem er sniðugt?

ég bara fæ mig ekki til að setja 22re ofaní, það er svo alltof dýrt stykki miðað við afköst og framboð
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá Svenni30 » 15.nóv 2012, 00:04

Ég get bara ekki með nokkru móti mælt með 3.0V6 toyota motor af eigin reynslu, mér er sama þó bílinn sé léttari en minn hilux.
Þetta eru steingeldar vélar með öllu.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá biturk » 18.nóv 2012, 23:46

eru menn ekki með fleiri hugmyndir? ef það er einhver hér á ak með 4runner 3.0 í húddinu mætti hann hafa samband, mig langar að taka nokkrar mælingar og skoða smá
head over to IKEA and assemble a sense of humor


nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá nervert » 02.apr 2014, 20:19

hvað með 4 l. h.o. úr cherokee. þokkalegt afl ekki of þungir og hægt að fá heila bíla á lítin pening


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá rockybaby » 02.apr 2014, 20:22

Rover v8 3.9 efi + sjálfskiptingu+ defender millikassa


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá grimur » 03.apr 2014, 00:39

Fordómar varðandi 3VZE (3.0 V6 toyota vélina) eru jafnan byggðir á reynslu af mis biluðum mótorum.
Ég hef svosem ekkert á móti því að þetta sé talið algerlega vonlaust drasl...þar sem ég er til í að hirða svona mótora og kassa fyrir ekki neitt.

Mín reynsla er allavega sú að með réttu föndri(sem kostar lítið sem ekki neitt í peningum en smá tíma og natni) er hægt að halda eyðslunni alveg í skefjum(var að fara með 13.2/100km að meðallagi á 31" 4Runner) og aflið allt í lagi. Ég sleppti oftast 2 og 4 gír þar sem hann togaði nógu vel til að sleppa úr gírum.
NB: Hann fór með 26/100km fyrsta kastið eftir að ég eignaðist hann, þetta getur hámað bensín án þess að hiksta ef allt er í rugli!

Nú fara einhverjir alveg á límingunum og halda því fram að ég sé að rugla eitthvað, en ég hef bara núll ástæðu til þess.

Eitt sem ég held að hafi mikið að segja með þessa mótora er spíssar. Ég hef sennilega verið heppinn með þetta eintak, svo man ég að hann datt niður um ca 2/100 við að rífa spíssana úr, sprauta óblönduðum spíssahreinsi í gegn um þá og hreinsa þéttingarnar með þeim, en þeir hafa lílega verið mjög jafnir í flæði. Spíssar geta líka verið krónískt ójafnir, en það er mjög slæmt fyrir þessar rellur, þar sem vélin stillir sig eftir spíssinum sem gefur minnst og bætir á alla jafnt til að ná O2 gildinu niður(Lambda voltage yfir 0,5V). Hægt er að fá spíssasett(upgrade í 4ra bunu spíssa) á ebay fyrir slikk, sem er örugglega sniðugt.
Gírkassinn aftan á þessum mótorum er mjög skemmtilegur og hraustur. Sami kassi í grunninn og er notaður í LC90 og marga fleiri bíla með sæmilega stórar eða togmiklar vélar. Sjálfbíttari er ekkert spes í þessu samhengi.

ToDo listi ef ég tek svona rellu í gegn aftur:
Fjarlægja hvarfakút og opna púst í 3" alla leið. Flowmaster kútur.
Flækjur, langar, grannar.
Bora úr EGR ventilinn fyrir aukið flæði, yfirfara það system og halda í lagi.
Nýr O2 sensor.
Nýjir/Yfirfarnir spíssar og þéttingar.
Allar millihedds-þéttingar yfirfarnar.
Kerti, þræðir, tékka á kveikju.
Fjarlægja plast dollur af soggrein milli siu og inngjafarspjalds
Strekkja á gorminum í loftflæðiskynjaranum um nokkur pöll til að þynna út blönduna, tölvan vinnur á móti því en ekki alveg 100% virðist vera. Kúrfan breytist líklega þannig að vinnslan og eyðsla verður heppilegri yfir allt sviðið.
Flýta kveikju aðeins, kannski 2-3 gráður frá factory setting.
Og svo tékka á öllum skynjurum: Hitanema í vatni og lofti(soggrein), TPS o.s.frv. Þetta er flest hægt að mæla með venjulegum fjölmæli.

Ég á svona mótor og þarf að mæla hann upp hvort sem er til að gera gróft módel af honum þar sem ég er að hanna grindarbút og fjöðrun í kring um hann og er að vinna það í 3D. Ég skal pósta inn málum um leið og ég kemst í þetta. Gírkassann þarf ég að draga upp líka, en það er aðeins dýpra á hann...
Annars er hann ekki svo umfangsmikill þannig séð...hellingur af vakúm dóti og drasli utaná og sést varla í hann fyrir slöngum, en mig grunar að hann sé jafnvel ívið styttri en 4ra cylindra mótor.
Aðal vesenið er pústið, en það er eiginlega möst að setja flækjur í staðinn fyrir þetta hallærislega crossover rör sem er á þeim original.

Rover V8 er voða skemmtilegur rokkur(átti 3.5 gamla góða, dýrkaði sándið í honum), en mig grunar að þessi henti töluvert betur og taki minna pláss á lengdina.

kv
Grímur


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá tommi3520 » 03.apr 2014, 02:02

4 lítra úr cherokee

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá Járni » 03.apr 2014, 09:49

Grímur: Flott útlistun þetta.

Svipaðir hlutir eiga eflaust við um fleiri háka.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá sigurdurk » 03.apr 2014, 11:40

Ég myndi skoða 3.8 buick eins og til dæmis úr camaro hann er 205 hp.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá jongud » 03.apr 2014, 12:39

biturk wrote:hvaða mótor ætti ég að sleppa úr lausu lofti ofaní ferozuna mína?


Ætlarðu að gera eitthvað svona?
https://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=KgLXiS3D7KY#t=332


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza sem langar í betri mótor

Postfrá biturk » 03.apr 2014, 19:29

þetta er nú dáldið gamalt

annars hætt ég við og ákvað að taka bílinn í algera upptekkt og er að smíða og menn geta séð þráðinn minn undir jeppinn minn

held bara original í þeirri sem ég er á eða setbmw mótor úr minnir mig 318 eða einhverju andskotanum, á að vera bolt on fit nema færa rafkerfi og eitthvað smátterí á milli

en ég nenni því ekki núna

takk samt allir fyrir hugmyndirnar, þetta fer allt í skoðanir því einn daginn mun ég gera eitthvað annað sniðugt með eitthvað annað :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Daihatsu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir