titringur í stýri


Höfundur þráðar
siggihaddi
Innlegg: 9
Skráður: 06.jan 2011, 13:51
Fullt nafn: Sigurður Hallmann Egilsson

titringur í stýri

Postfrá siggihaddi » 06.jan 2011, 14:01

Góðan dag.

Mig vantar aðstoð við að greina patrolinn minn, það er mál í vexti að þegar ég keyri bílinn á 80 km hraða er nánast ógerlegt að stýra bílnum en yfir 100 er lítill titringur og enginn titringur á 50 km hraða, ég er búinn að láta ath allar fóðringar, þær eru í lagi og skipta um allar hjólalegur og spindillegur, það lagaðist ekkert, búinn að setja alskonar dekk undir bílinn, alltaf eins, ég er að spá hvort að það gæti verið farnar legur í framdrifinu???
hefur einthver lent í þessu og fundið sökudóginn.



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: titringur í stýri

Postfrá Polarbear » 06.jan 2011, 14:59

skoðaðu hjöruliðskrossa og dragliðinn í drifskaftinu. hann er augljóslega að titra einhversstaðar og ná eigintíðni á þessum hraða.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: titringur í stýri

Postfrá Hagalín » 06.jan 2011, 15:06

Búinn að láta athuga millibilið á milli dekkja á framhásinguni???
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: titringur í stýri

Postfrá Óskar Dan » 06.jan 2011, 17:20

Var að láta laga svona hjá mér hjá SS Gíslason. Setti stýritjakk og síkka stífurnar að framan. Bíllinn er eins og fólksbíllí stýri núna.


Höfundur þráðar
siggihaddi
Innlegg: 9
Skráður: 06.jan 2011, 13:51
Fullt nafn: Sigurður Hallmann Egilsson

Re: titringur í stýri

Postfrá siggihaddi » 06.jan 2011, 17:31

Ég mundi eftir einu atriði í viðbót, þegar keyrt er í langri aflíðandi beyju eikst titringurinn mjög mikið. bíllinn er á 33" dekkjum.
það þarf ekki að síkka stífurnar á þessum dekkjum, eða hvað??

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: titringur í stýri

Postfrá Hagalín » 06.jan 2011, 18:34

Þettar hljómar voðalega eins og skástífu fóðring að framan.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: titringur í stýri

Postfrá Izan » 06.jan 2011, 21:26

Sæll

Það sem ég hef gert til að losna við skjálfta er akkúrat það sem á undan er nefnt. Þverstýfufóðringarnar og spindillegur gerðu mest.

Ég setti plastfóðringarnar frá Fjallabílum (ekki hart plast en mun stýfara en orginal) og svo þarf að sjá til þess að spindillegurnar séu rétt hertar niður.

Ég er líka alveg sammála því að þú látir athuga hjólastillingar. 33" jeppi á ekki að vera þungt haldinn af jeppaveiki en hugsanlega eru dekkin að láta svona í þér, hefðurðu prófan nýleg dekk. Pattanum mínum er djöfullega við gömul dekk.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
siggihaddi
Innlegg: 9
Skráður: 06.jan 2011, 13:51
Fullt nafn: Sigurður Hallmann Egilsson

Re: titringur í stýri

Postfrá siggihaddi » 07.jan 2011, 15:45

takk fyrir þetta, er hægt að panta fóðringuna hjá fjallabílum og setja það sjálfur í eða verður að gera það á verkstæði.
eru fjallabílar með heimasíðu sem hægt er að skoða???
kv Siggi

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: titringur í stýri

Postfrá JonHrafn » 07.jan 2011, 16:25

Þeir eru ekki með heimasíðu. Þetta heitir líka Stál og Stansar / Fjallabílar. verður bara að hringja.

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: titringur í stýri

Postfrá Alpinus » 07.jan 2011, 20:53

Ég var með sviðað vandamál í mínum Patrol, þó ekki eins slæmt, og var það dekkjunum að kenna. Minnsta slit í einhverri fóðringu fær líka allt til að titra og skjálfa í þessum bílum.

Ég lét setja "plast" fóðringarnar, framan, frá Stál og Stönsum fyrir ca 30,000km siðan og eru þær orðnar ansi lélegar og engin hætta á því að ég endurtaki þann leik.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir