Sælir, ef það væri nú sett læsing í hásinguna hjá mér þá þarf ég að losa öxlana. Hvernig fara pakkdósir og legur ef það er farið að hreifa við þessu? Það er pakkdós fyrir innan leguna og pakkdós milli flangs og legu skilst mér, þó það sé nú ekki á öllum teikningum en spjallþræðirnir kvitta fyrir því, það er líka krumpuhólkur sem þarf að skera af.
Þar sem þetta er vesen og bras og ekki bilað væri fínt að geta sett þetta bara saman aftur án þess að endurnýja neitt.
Gæti það gengið?
Kv. Elmar
Hreyfa við öxlum í hásingu
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Hreyfa við öxlum í hásingu
Ég hreyfi aldrei við svona nema skipta um pakkdósir og legur, legur geta sloppið til ef þú veist hvað þær eru gamlar og pakkdósir hafa haldist þéttar. Ef komin eru stór dekk t.d. 38" þá er endingin yfirleitt stittri og þarf að fylgjast vel með, en borgar sig ekki að taka neina áhættu sem getur verið dýrt spaug.
Re: Hreyfa við öxlum í hásingu
Uuuuuuu ef þetta er Hilux/4Runner/LC90 hásing þá er engin ástæða til að vera eitthvað að slátra pakkdósum og legum.
4 boltar, losa bremsunippilinn og handbremsu unitið og þetta rennur af.
Ef afturhjólalega er ekki farin að slappast í Hilux, þá er ekkert víst að þú sért betur settur með nýja. Amk ef það er standard aftermarket lega.
Svo hafa reyndar verið settar spherical legur í þetta, talsvert dýrara en þýðir líka að það þarf ekkert að líta á það meir í ansi langan tíma.
kv
G
4 boltar, losa bremsunippilinn og handbremsu unitið og þetta rennur af.
Ef afturhjólalega er ekki farin að slappast í Hilux, þá er ekkert víst að þú sért betur settur með nýja. Amk ef það er standard aftermarket lega.
Svo hafa reyndar verið settar spherical legur í þetta, talsvert dýrara en þýðir líka að það þarf ekkert að líta á það meir í ansi langan tíma.
kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Hreyfa við öxlum í hásingu
Skipti allavegana um innri pakkdósina vona bara að ég finni rétta varahluti í þetta, Sidekick Canada edition hefur vafist svolítið fyrir sölumönnum bílabúða :-) þessi fáu skipti og þá jafnvel með olíusíu.
Villi58, auðvitað ætti maður að endurnýja allt þegar þetta er opnað, gæti verið orginal þarna ínní ennþá. Eiginlega óþarfa póstur hjá mér til að byrja með ;-)
Kv. Elmar
Villi58, auðvitað ætti maður að endurnýja allt þegar þetta er opnað, gæti verið orginal þarna ínní ennþá. Eiginlega óþarfa póstur hjá mér til að byrja með ;-)
Kv. Elmar
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur