Rússa grind með veltibúri, tveimur sætum, volvo b230 mótor, sjálfskiptur, millikassi úr súkku og hilux hásingar, soðinn að aftan, opið að framan.
Fjöðrun úr toyota tercel, mjög mjúk fjöðrun og skemmtilegt leiktæki. Er á 33" lélegum dekkjum.
Þarfnast minniháttar viðhalds, rifið demparagúmmí þannig að dempari getur dottið úr sætinu sínu að ofan í sundurfjöðrun, sleppur samt vel við venjulegan akstur, "nýtt" er til, mjög auðvelt að skipta um og ég get jafnvel gert það fyrir sölu ef ég hef tíma. Rafkerfi er mjög "skyndilegt", þarf að gera það varanlegra. Þarf málningu, hefði þurft að mála yfir grunninn á sínum tíma.. :) Man ekki eftir öðru.
Verðhugmynd er 200 þúsund, skoða skipti á ýmsum hlutum, sérstaklega húsbíladóti (má vera stórt, er með 23fm bíl)




