Fyrsti jeppinn minn 5 dögum eftir að ég eignaðist hann. Keypti hann á þriðjudegi og ætlaði strax að byrja að breyta honum. Það var hinsvegar svo gott veður helgina eftir að ég ákvað að fara eina auðvelda ferð á honum óbreyttum. Þú ferð endaði í þessum læk þar sem ég tók vatn inn á vélina. Hún gjöreyðilagðist, sveifarás, stimplar, stimpilstangir o.fl mölbrotið.......

Þetta er #2. '87 Cherokee á gormum fr. + aft., loftlæsingar o.fl. Hann var mjög lítið hækkaður og því voru aksturseiginleikarnir mjög góðir. Þessi startaði Cherokee bakteríunni hjá mér.

#3 '91 cherokee. Setti hann á 38" með nær engum tilkostnaði og óvönduðum vinnubrögðum, þessi lifði stutt.

#4 '88 cherokee.

#5 Það eina sem er upprunalegt í þessum er grindin og boddýið. Undir honum eru D44 undan Scout með loftlæsingum, 350 í húddinu, skriðgír o.fl. Mjög öflugur bíll en var orðinn svolítið lúinn og tók of mikinn tíma að halda honum í góðu standi.

#6 '95 Patrol á 38". Tók hann í gegn þegar ég keypti hann, skipti um vél, vatnskassa, breytti fjöðruninni o.fl. og eftir það þurfti hann nær ekkert viðhald. Mjög traustur jeppi og áreiðanlegur en full þungur og kraftlaus til að vera skemmtilegur snjójeppi.

#7 Núverandi leiktæki

#8 Ágætis daily driver og ferðaðist slatta á honum á sumrin.

#9 Núverandi daily driver.
