Föstudagur: Kjölur - Eyfirðingaleið - nokkra km framhjá Ingólfsskála áður en var snúið við og gist í honum. Þungt færi og klukkan orðin margt.
Laugardagur: Langt af stað frá Ingólfsskála nokkra km áður en Cruiser fór á tjakkinn með ónýta legu. Farið aftur í Ingólfsskála á móts við menn sem komu með legusett, deginum eytt þar að hluta að gera við og smyrja áður en haldið var aftur að cruiser að klára viðgerð. Haldið áfram uppí Laugafell, ferðin sóttist hægt vegna færðar(algjör sykur). Þurftum að moka okkur inní skálann.
Sunnudagur: Farið norður frá Laugafell slóða sem fer inná Sprengisand. Vorum 12 tíma að komast að Nýjadal.Aðfaranótt sunnudags var jeppunum lagt og farið að sofa vegna olíuleysis, traustur félagi á Patrol lagði af stað úr bænum með olíu.
Mánudagsmorgun: Olíu safnað af 4runner og Hilux og sett á cruiser til þess að keyra á móti patrol með olíuna okkar þar sem hann var fastur, brotnuðu boltar í framskafti á leiðinni. Fundum nokkra bolta í skottinu til þess að redda okkur. Komumst að Patrolnum honum á síðustu dropunum og legan farin að kvarta ískyggilega. Keyrt niður í Hrauneyjar, komnir þangað í hádegi á mánudag. Sveitin frá Hvolfsvellir (Dagrenning) skutlaði mönnum uppeftir með olíu að ná í Hilux og 4Runner og svo var pantaður bíll úr bænum til þess að ná í Cruiser. Flott helgi Ein með öllu.
Föstudagskvöld á Kili


Ein af tveimur ám sem við fundum alla helgina. Allar ár voru snjóaðar í kaf. Höfum ekki séð svona mikinn snjó í Kringum Laugafell á þessum tíma í 5-6ár.


Hilux spenntur að draga.

Þungt færi, 42" 4Runner


Eintóm gleði




Nætursnarl í Ingólfsskála, gott að vera með kokk í hópnum.

Laugardasmorgun lofaði góðu....

Kamarinn var mokaður út.


Glaðir að komast í viðgerðir á cruiser

Brúin yfir Hnjúkskvísl minnir mig.

Fengum að moka okkur inn.

Hilux bakkaði ofan í holu rétt við skálann.

Morgunverður meistara í Laugafelli.

Sunnudagur á leiðinni inná Sprengisand, færið var þungt fyrir Hilux. Vorum 2 að draga hann á köflum.

Framdekk aðeins farið að halla.



Á leiðinni að olíubílnum..

Olíubíllinn okkar.

Hringurinn
