Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 22.feb 2014, 20:48

Ég biðst velvirðingar á því að vera ekki að spurja útí jeppa hér á jeppaspjallinu, en margir sem eiga jeppa hafa fólksbíl til að nota með ekki satt?

En ef einhver gæti sagt mér hvað er í gangi með fólksbílin minn yrði ég svaka kátur.
Er með Subaru impreza '97, 2ltr beinskiptan
og bilunin lýsir sér þannig að hann er frekar lengi í gang kaldur, en þegar hann er komin í gang gengur hann fínan hægagang og allt í góðu, svo leggur maður af stað og ef maður er rólegur á gjöfinni fynst ekkert að. En ef maður hefur bensínfótin þyngri og ætlar að kreja bílin eitthvað koma bara spurningamerki, hann fer að koka og higsa og láta öllum illum látum. En einsog áður sagði ef gjöfin er hófleg er allt í góðu, tapar ekkert niður ferð þó hallist uppí móti og þess háttar.

Búið er að skipta um loftflæðiskinjaran, efri hlutin á loftsíuboxinu og lögnina frá loftflæðiskinjaranum og að spjaldhúsinu (hefði hann verið að draga falskt loft) búið að skifa um spjaldhúsið og spjaldstöðuskinjaran, knastásskinjaran og sveifarásskinjaran, háspennukeflið, og bensíndælu og bensín síu. Og alltaf er bíllin eins. Einnig minnir mig að það sé alls ekki langt síðan það var skipt um kerti amk kipti ég einu úr og það var sem nýtt.

kemur ekki upp með check engine ljós þó hann sé að hiksta. Og ég prófaði að taka pústskinjaran úr sambandi, Og hann kveikti check engine ljósið ekki þá sem mér þótti undarlegt.

Einnig prófaði ég að spreyja á lagnir og fleira ofani húddinu með bremsuhreinsi til að sjá hvort hann væri að draga falskt loft sem virtist ekki vera.

Er ekki bara vélartölvan líklegust eða hvað?

Enn og aftur biðst ég afsökunar á að vera ekki að spurja um jeppa en ef einhver hefur lent í svipuðu eða hefur einhvern grun um hvað gæti verið að, væri fínt að fá svör því þessi blessaði bíll er að gera mig vitlausan, þarf að drífa mig að koma honum í lag svo ég geti losað mig við hann :P

KV
Guðmundur Ásgeirsson



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Járni » 22.feb 2014, 22:00

Sæll, við tökum vel á móti þeim sem eiga ekki jéppa en vonandi bætirðu úr því þegar þú losnar við þennan.

Hefur þú einhver tök á því að koma honum í aflestur, þó svo að vélarljósið logi ekki?
Þó að það kosti nokkra þúsundkalla getur það reynst töluvert ódýrara en að skipta út hlutum vilt og galið.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Geiri » 22.feb 2014, 22:13

Ert þú búinn að kanna hvort hann komi lofti frá sér, ég myndi skoða hvort það sé tregða í pústi þá aðallega hvarfakút ef hann er til staðar.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Navigatoramadeus » 22.feb 2014, 23:04

Einhver munur a heitri vel og kaldri ?

Hitaskynjari velartolvunnar onytur ?


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Oskar K » 23.feb 2014, 07:23

Nú spyr ég til að byrja með,
er "check engine" ljósið virkt ? logar það þegar þú svissar á bílinn ?

annars er tvennt sem mér dettur í hug,
Stíflaður hvarfakútur <--- finnst þetta líklegast
svo gæti "knock sensor" verið að stríða þér en hann ætti samt að kveikja check engine ljósið þá, þó gera þeir það ekki alltaf

svo er spurning hvort að bensíndælan sjálf sé að gefa upp öndina, þær hegða sér stundum svona, "virka" alveg en afkasta ekki þeim þrýstingi sem þær eiga að gera
1992 MMC Pajero SWB


Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 23.feb 2014, 11:27

ég þakka svörin.
Ég er búin að reyna að lesa hann sjálfur, fór og netið og fann mér upplýsingar hvernig ætti að gera það, grænt plögg undir mælaborðinu sem maður plöggar i samband og svissar á, ekki flóknara en það. En það er engin kóði inni, prófaði að taka skinjara úr sambandi fram í húddi og reyna aftur þá kom hann með kóða á þann skinjara, svo check engine ljósið virkar og ég gerði þetta rétt. Enda kviknar það alltaf þegar svissað er á.

Hann er voða svipaður hvort sem hann er kaldur eða heitur, þó líklega öllu skárri þegar hann er heitur. en það er engin svaka munur.

Ég held það sé alveg öruglega engin hvarfakútur í bílnum en þarf að tjekka hvort það sé nokkuð stífla einhverstaðar.

og með nock sensorin, þá fyndist mér nú ólíklegt að hann næði að búa til svona, því amk hjá þeim sem ég hef heyrt af að hann bili þá fynnst engin munur nema bíllin eyðir meira, auk þess prófaði ég að taka hann úr sambandi og keyra, breyttist ekkert nema hann kveikti check engine ljósið.

Og ég var búin að prófa að skipta um bensíndælu.

Þakka svörin, ætla að ath með pústið.
Guðmundur


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Valdi 27 » 23.feb 2014, 13:31

Ætla að skjóta á að hvarfakútur sé stíflaður hjá þér. Hef verið viðriðinn svipaða bilanagreyningu á 3 öðrum súbbum. Bæði legacy og impressu og þar var hvarfakúturinn í öllum tilvikum. Svona fyrst þú virðist vera búinn að útiloka flest allt annað.

Kv Valdi


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Gunnar00 » 23.feb 2014, 14:47

ertu búinn að athuga hvort hann sé réttur á tíma?


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Oskar K » 23.feb 2014, 15:34

Guðmundur Ingvar wrote:Ég held það sé alveg öruglega engin hvarfakútur í bílnum en þarf að tjekka hvort það sé nokkuð stífla einhverstaðar.



Ef þetta er 97 módelið þá á hann nú ekki að fá skoðun án þess að það sé hvarfakútur undir honum ;)
1992 MMC Pajero SWB


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá biturk » 23.feb 2014, 15:47

Eg myndi lesa hann með obd2 og sja uvað er að gerast
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá karig » 23.feb 2014, 17:30

Sæll félagi, þetta lýsir sér nákvæmlega eins og í 2 l. súbbanum sem ég var að brasa með um daginn, með nýja kertaþræði varð bíllinn eins og nýr..... kv, kári.


Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 23.feb 2014, 19:31

Ég er ekki búin að skoða það formlega hvort hann sé réttur á tíma en ég trúi ekki öðru þar sem hægagangurinn er flottur og hann gengur fínt og nær sér uppá snúning auðveldlega ef maður gefur bensíngjöfina bara lítið niður.

Ég veit núna að þetta er ekki pústið, Og jú ég verð að viðurkenna það að það er hvarfakútur í bílnum.

Ég fer í að skoða þetta Kári, ég átti alveg eftir að skipta um þræðina, bara búin að útiloka keflið og kertin. vonandi eru það þræðirnir annars verð ég líklega að henda bílnum.


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Gunnar00 » 23.feb 2014, 22:18

athugaðu samt hvort hann sé réttur á tíma, það er ekki flókið dæmi. reimin er frekar löng í subaru, og ef henni skeikar um 1 tönn gæti það ekki komið framm neðarlega í power-bandinu heldur þegar gefið er í.


Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 01.mar 2014, 19:44

búin að komast að því að hann er réttur á tíma.
búin að útiloka kertaþræðina
og prófaði að taka áfyllingartappan úr bensíntanknum ef öndunin væri hálf stífluð.
Ég veit þó núna að þetta þrent er í lagi.

Þessvegna óska ég eftir rok-eldspýtum og þokkalegri, helst hitaþolinni video upptökuvél, og þið getið látið ykkur hlakka til að sjá myndband frá mér á næstu dögum.....


Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 02.mar 2014, 10:35

En ef einhver á mótor tölvu í svona bíl og er tilbúin að selja fyrir lítið eða lána mér. má sá hin sami endilega hafa samband við mig.
Tölvan heitir 9R, eða R9 man ekki hvor stafurinn kemur á undan.

kv
Guðmundur


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Oskar K » 02.mar 2014, 16:49

þessar tölvur klikka aaaaaldrei ! þykir það mjöög hæpið

datt alltíeinu í hug fyrst að þú segir þarna að hann sé leiðinlegur í gang kaldur, var búið að prufa að skipta út hitaskynjaranum ?
hef sjaldað séð hann koma með neinn kóða þegar hann klikkar og þá akkúrat hagar hann sér svona, ómögulegur í gang og gangtruflanir

þeir eru tvær, annar er fyrir mælinn og hinn er fyrir tölvuna
eru undir soggreininni farþegamegin uppvið hvalbak

Image
1992 MMC Pajero SWB


Höfundur þráðar
Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Subaru Impreza 2,0 '97 kraftlaus

Postfrá Guðmundur Ingvar » 02.mar 2014, 19:44

Ég er reyndar alls ekki bjartsýnn á að þetta sé tölvan, en hvað veit maður? er að verða búin að útiloka svo markt annað,
En aþð var einnig búið að benda mér á kveikjuheilan, sem er staðsettur á hvalbaknum, ætla að reyna að redda svoleiðis og prófa, auðveldara að komast að honum en hitaskinjaranum svo ég prófa það kanski fyrst


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir