Ég er búinn að vera í pípulögnum. Ákvað að geyma að henda mótornum í, plássið við hliðina á mótor er yfirdrifið nóg og hvergi þrengir að túrbínunni þannig að ég stillti þessu bara upp útá gólfi, þe afstöðunni á vél og túrbínu.
Í þetta fjárans flatjárn fóru milli 8 og 10 tímar, mæla út, merkja, brenna, slípa og hjakkast á helvítis götunum með þjöl. Þarf að fara að eignast fræs! Ég hætti ekki fyrr en ég var ánægður, þurfti meira að segja að sjóða í þar sem ég brenndi aðeins of mikið og fínixera aftur með þjölinni, mikið þolinmæðisverk :)

Afstaða milli vélar og túrbínu ákveðin, þá er bara eftir að leggja smá pípulagnir.

Þarna eru pípulagnir klárar, 1 1/2 tomma, 4.5mm efnisþykkt, furðu létt grein samt. Fánsarnir eru úr 10mm stáli.


Eins og augljóst er þá þarf ég að snúa compressor húsinu til að þetta passi nú aðeins betur :)

Sver rör og pínulítið gat inn í túrbínuna :)
