Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Hrannifox » 30.jan 2014, 20:06

Sælir spjallverjar einsog titilinn segir er óhætt að setja stíflueyðir inná miðstöðvar element?

Held að elementið sé stíflað þannig að vatnið fari bara stiðstu leið í gegnum það

Eða eruði með eitthverjar betri hugmyndir? fyrst maður þarf að stoppa bílinn í sambandi við viðhald svo einsgott að bæta þessu á listan!

Allar hugmyndir vél þegnar

Kv, Hrannar


Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá villi58 » 30.jan 2014, 20:29

Þú skalt kynna þér hvort að það sé óhætt, tærandi sull.


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Hrannifox » 30.jan 2014, 20:46

jabb þessvegna datt mér í hug að spyrja hérna svona fyrst áðuren maður færi að googla internetið, menn vita víst ýmislegt hérna :)

Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá ellisnorra » 30.jan 2014, 20:56

Það skilaði alveg útrúlega góðum árangri hjá mér að taka báðar slöngur af elimentinu og skola það út með heitu vatni - hitaveituvatni - undir öllum þeim þrýstingi og magni sem var í boði (3/4" slanga og sennilega 2" inntak á garðyrkjustöð) :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Hrannifox » 30.jan 2014, 21:07

lét sjóðandi vatn renna í gegn þegar ég skifti um vatnsdælu, kom slatti af drullu út, en þar sem ég var inni hjá félaga mínum og þurfti að gera allt í snatri þá beið ég með að setja bara inná elementið.

kannski spurning um að blanda matarsóta og edik blöndu til að hella í og leyfa því síðan að bíða í smá tíma áðuren maður trukkar í gegn og þá taka báðar leiðir

öll hjálp væri vél þegin.

Er með efni sem er ætandi á kalk en ekki málma ætli það sé hentugt í svona aðgerðir?
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá naffok » 30.jan 2014, 22:06

fékk einusinni gamlan Subaru með stíflaðri miðstöð sem margt var búið að reyna til að laga, aftengdi slöngurnar setti loftpressuna í samband og blés með henni öfuga leið í gegnum elementið, virkaði fínt á eftir.
Kv Beggi


asgeirh
Innlegg: 22
Skráður: 09.sep 2012, 17:47
Fullt nafn: Ásgeir Húnbogason
Bíltegund: Ford F150

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá asgeirh » 30.jan 2014, 22:21

Það er til Raditor flush frá Kent sem þú getur prófað.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá bragig » 30.jan 2014, 22:36

Það má líka nota 2-4 lítra af kók á kælikerfið í nokkrar vikur, skola síðan út með vatni.. (og endurnýja frostlög) Bara ekki gleyma þessu á.

Prufaði þetta einu sinni á toyota touring ´90 módel sem ég átti. Kælikerfið var svo hreint á eftir að það var eins og eftir glerblástur (að innan), það kom líka verulegt magn af drullu með þessu út.


crusi100
Innlegg: 18
Skráður: 12.feb 2013, 01:52
Fullt nafn: Oddur Örvar Magnússon

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá crusi100 » 30.jan 2014, 23:17

Sæll.
Besta ráðið og það sem ég er oft búinn að gera með besta árangri sem ég hef fundið út fyrir utan kókið. Hef aldrei prófað það.
Taktu slöngurnar af miðstöðvar elementinu og settu uppá það slöngu og láttu renna heitt vatn í gegnum elementið dágóða stund eða þar til vatnið fer að verða glært. Taktu þá slönguna og settu hana á hitt rörið úr elementinu og láttu renna þangað til vatnið verður glært eða þar um bil. Skipta svo bara nógu oft og láta renna á víxl, þannig losnar drullan úr elementinu. Þú ættir að láta slönguna svona 10 sinnum uppá hvorn stútinn fyrir sig (20 sinnum í heildina) bara stutt í einu og þú klárar þetta á hálftíma og miðstöðin verður eins og ný. Það losnar nefnilega um þetta smám saman en ekki allt í einu með því að fá vatnskraftinn á víxl.
Góðar stundir.
Kv oö hús.


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Hrannifox » 30.jan 2014, 23:54

Þakka góð ráð vissi að eitthvað fengi maður að vita :)

En jæja ætla að prófa að skella kóki á kerfið of skola út sitt á hvað, má taka 8 tíma mín vegna vill bara fá þetta í lag svo miðstöðin hitni.

Kv, hrannar læt vita hvernig gengur
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá jongud » 31.jan 2014, 08:33

Ég þorði ekki að setja neitt sterkara efni en uppþvottalög á kerfið hjá mér en hann gerði sitt gagn.
Skolaði síðan út með heitu vatni.


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá JLS » 31.jan 2014, 09:14

Þetta með Kókið virðist vera sniðugt, enda virðist kókið vera undraefni á margan hátt, svipað og WD-40.

Mig langar að prufa þessa kókhugmynd, hvernig er best að standa að þessu. Á að setja kókið á allt kælikerfið eða bara á miðstöðvarelementið. Og sé það sett á kælikerfið er þá ekki best að tappa öllum frostlegi fyrst af og setja svo mix af kóki og vatni. Og á svo að keyra bílinn eða látann bara ganga ?

Ég setti eitt sinn tangir í kók og gleymdi þeim þannig að vökvinn gufaði upp en sírópið eða drullan varð eftir og það var ekkert grín að hreinsa það og ég get ekki ýmindað mér að það sé gott að hreinsa það úr elementum.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Startarinn » 31.jan 2014, 12:34

Ég myndi fara varlega í stíflueyðirinn, Trausti hrausti, One Shot og Grettir sterki innihalda allir 95%+ brennisteinssýru ef ég man rétt. Ég er nokkuð viss um að það étur upp koparinn.

Þú getur líka prófað edik, ég hef heyrt ótrúlega hluti um það, t.d. er tómatsósa (edik í henni) alveg ótrúleg þegar kemur að því að hreinsa kopar.

Það virkar líka vel eins og kom fram að ofan að skola sitt á hvað

Hér að neðan má sjá hvað er hægt með smá þolinmæði, tómatsósu og uppþvottabursta:

P3111383.JPG
P3111383.JPG (195.94 KiB) Viewed 6420 times

P3121384.JPG
P3121384.JPG (187.9 KiB) Viewed 6420 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá bragig » 31.jan 2014, 12:49

Svo ég lýsi aðferðinni betur sem ég notaði, (það er svosem hægt að gera þetta á marga vegu)

Þetta var árið 2006 en ég skal reyna að rifja þetta upp eftir bestu getu. Þetta var að vetri til svo ég þorði ekki að keyra bílinn án frostlögs, svo ég tappaði c.a. helmingnum af frostleginum af kælikerfinu og bætti á kóki. Magnið fer auðvitað eftir rúmmáli kælikerfisins, man ekki hvort það voru 6 lítrar heildarmagn á touring svo ég tappaði c.a. 3 lítrum af og fyllti síðan á með kóki. Þá var ég kominn með blöndu sem þoldi líklega -10-12°c frost, 25% frostögur, 25% vatn og 50% kók (gróflega áætlað). Síðan keyrði ég bílinn bara dagsdaglega í 3-4 vikur, man ekki nákvæmlega hversu lengi. Síðan tappaði ég jukkinu á nokkrar gosflöskur til að sjá hvað kæmi út, skolaði kerfið með hreinu vatni og lét hann ganga þannig dágóða stund, tappaði undan og lét renna í áfyllinguna meðan vélin var i gangi.
Svo þegar flöskurnar sem ég tappaði á fengu að standa í nokkra daga kom í ljós mikið botnfall, nokkrir cm af hvítri leðju í hvorri flösku sem kókið hafði tekið með sér út .

Þetta er ein aðferðin, það er auðvitað tæringarhætta ef maður blandar of sterkt eða hefur þetta of lengi, en þetta virkar ef maður gerir þetta rétt og kostar ekki mikið.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá jongud » 01.feb 2014, 11:51

En þar sem sykurinn í kókinu getur myndað hálfgerða sýrópsdrullu (ef menn gleyma sér), gæti þá ekki verið betra að nota sykurlaust kók?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá HaffiTopp » 01.feb 2014, 16:07

Hvað með vatnskassahreinsinn sem olíufélögin og varahlutabúðirnar eru að selja?

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Fetzer » 01.feb 2014, 20:07

ef þetta er álkassi,. kaupa múrhreinsir í kemi, og sulla vel inná draslið, skola svo eftir klukkutíma vel út.,
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Tyrirun » 03.feb 2014, 22:56

getur keypt hreinsir á þetta í stillingu
Toyota lc 90 38"

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá snöfli » 04.feb 2014, 01:43

Stíflueyðir er frekar afgerandi þátt fyrir að kopar vatnskassi ætti að lifa það af skv. þessu: http://www.keskipakovalu.fi/tmp_keskipa ... ang=3&s=32

Um ál gildir enn frekar: pH values Low (under 4) and high (over 9) values should, in principle,be avoided. E.m.ö.o. ekki sterka sýru né sterkan basa.

Mundi velja milda sýru (ediksýra td.) og/eða mildan basa s.s. matarsódi frekar en brennisteinssýru (stýflueyði) eða uppþvottaduft (sterkur basi). Ekki nota sýru og basa saman eða á sama tíma. Annað núllar hitt út og það falla bara úr einhver sölt í kerfinu.

Nokkuð viss um að það sem maður kaupir í búðum er OK.

Spurning hvort hreinsigeta kóks sé ekki mest úr sýruáhrifunum af kolsýrunni. þannig ættli Egils kristall að gera það sama án sykurdrullunar.
l.


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá Arsaell » 07.feb 2014, 10:00

Hér er svo ein uppástunga í viðbót til að gera þetta með video leiðbeiningum og öllu:
[youtube]http://youtu.be/dcL_0TWeZJY[/youtube]

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Setja stíflueyðir inná miðstöðvar element

Postfrá HaffiTopp » 07.feb 2014, 17:55

snöfli wrote:Spurning hvort hreinsigeta kóks sé ekki mest úr sýruáhrifunum af kolsýrunni. þannig ættli Egils kristall að gera það sama án sykurdrullunar.
l.


Gerir þér vonandi grein fyrir að kolsýran í gosi, sykruðu og ósykruðu er bara loft og myndi yfirgefa partíið ansi snemma og minnka þar með magn vökvans á kælikerfinu. Gætir allt eins reynt að sandblása vatnskassann með eiginn andadrætti í gegnum kókomjólkurrör. Sykrað kók yrði ekkert að sýropsdrullu ef þú berð það saman við kók í flösku sem stendur kannski óhreifð í dágóðann tíma.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir