Framhásing í Musso
Sælir bíllinn hjá mér er þannig í snjó að ef ég keyri hann rólega þar til hann stoppar í djúpum snjó þá bara get ég yfirleitt ekki bakkað út úr því og sit fastur. Síðan þarf annað hvort að moka undan öllu framstellinu eða rétt kippa í hann til þess að losa hann. Þetta er sjálfsagt algengt vandamál en mér finnst hann bara setjast á kviðinn þ.e hlífarnar og klafana að framan og nær því engu gripi. Hann er ekki læstur að aftan (á til no-spin) en mér finnst bara svo óþægilegt að vita til þess að ef ég stoppa þá mun ég þurfa að láta kippa í hann eða moka allan bílinn upp.
Ég spurðist fyrir og mér skilst að fáist mikið út úr því að annað hvort klafasíkka hann eða hásingavæða að framan. hvortveggja er töluverð vinna og spurning hvort sé ekki sterkara að fara bara í hásingu?
Þá er önnur spurning hvaða hásingu á að taka er það bara D44 með vinstri kúlu undan wagoneer eða er nóg að nota D35 undan jeep og er eitthvað til af þessu á lausu fyrir skynsamlegt verð
Kv Aron
Framhásing í Musso
Re: Framhásing í Musso
alveg sammála þér þetta er mikill galli í þessum bílum er með 2 mussoa á 33'' á góðum dekkjum kemst helling þangað til ég stoppa þá er bara gamanið búið og þá koma verr dekkjaðir bílar á 31-33 og hjakkinu og jugginu sama hvað þeir eru búnir að stoppa oft til að komast að mér enn þeir ná alltaf upp aftur ekkert gaman væri alveg til í að fá (einföldustu) leiðinna fyrir þessu vandamáli
Kv Rúnar H
Kv Rúnar H
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Framhásing í Musso
Algengt Klafa vandamál, þeir pakka bara undir sig að framan og lyfta framhjólunum á loft, fann þetta svo vel í Hilux sem ég átti, lyfti sér að framan og framhjólin hættu að ná gripi, stundum var nóg að stinga bara með skóflunni 2-3 sinnum undan klöfunum að framan, og gat maður þá bakkað út úr þessu, vandamálið er bara að sjálfstæða fjöðrunin er ekki að fjaðra nógu vel niður eins og hásingin gerir og að drifkúlan færist niður þegar bíllinn fjaðrar



Bara fara í góða framhásingu :)



Bara fara í góða framhásingu :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 54
- Skráður: 26.sep 2012, 23:12
- Fullt nafn: Aron Guðnason
- Bíltegund: Ýmsar
Re: Framhásing í Musso
Takk fyrir góð svör
Já það er líklega eina vitið ef á að halda áfram að drífa eitthvað en hvað er hentugast að setja undir? er það bara D44 eins og er að aftan eða er nóg að skera undan Cherokee D35 eða er eitthvað annað sem hentar í þetta? kúlan er náttúrulega vinstra megin svo sem hægt að snúa einhverjum hásingum við en er eitthvað sem gæti hentað án mikilla breytinga
Kv Aron
Já það er líklega eina vitið ef á að halda áfram að drífa eitthvað en hvað er hentugast að setja undir? er það bara D44 eins og er að aftan eða er nóg að skera undan Cherokee D35 eða er eitthvað annað sem hentar í þetta? kúlan er náttúrulega vinstra megin svo sem hægt að snúa einhverjum hásingum við en er eitthvað sem gæti hentað án mikilla breytinga
Kv Aron
Re: Framhásing í Musso
Framhásing í cherokee er D30 en ekki 35. Þú ert í dag með dana 30 svo það drif er ekki vandamál. Einnig er vert að nefna að musso og grand cherokee eru afar svipaðir að þyngd svo ég segi bara D30 nema þú sért þeim mun meiri þjösnari. Athugaðu að reverse drifin úr XJ eru sterkari en standard cut úr ZJ en reverse eru ekki til lægri en 4,88 meðan standard ná mun neðar. Að lokum þá þori ég ekki að fullyrða neitt með það en ég tel að hlutfallið þitt og lás (ef hann er til staðar) passi úr musso framhásingunni í D30 úr cherokee.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 54
- Skráður: 26.sep 2012, 23:12
- Fullt nafn: Aron Guðnason
- Bíltegund: Ýmsar
Re: Framhásing í Musso
Já D30, ég svo sem er ekki að stökkva neitt eða prjóna og ég held ég sé ekkert að fara að brjóta það. En er nú bara að hugsa um það að ef það á að fara í þetta á annað borð sem er dálítil vinna þá af hverju ekki að hafa þetta sterkt. Það er samt voða freistandi að kaupa bara partabíl eins og þá XJ sem þú nefnir og skeri bara komplett mekanóið undan og færi yfir.
Stýrisgangurinn í Mussó er líka bara tannstangasýri sem mun ekki virka á hásingu og því þarf að redda sér maskínu og meira dóti eins og fjöðrunarkerfi og slíku
kv Aron
Stýrisgangurinn í Mussó er líka bara tannstangasýri sem mun ekki virka á hásingu og því þarf að redda sér maskínu og meira dóti eins og fjöðrunarkerfi og slíku
kv Aron
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur