Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá Grásleppa » 22.jan 2014, 21:49

Fann þráð um þetta á ástralska Patrol spjallinu… þar vilja margir meina að þetta sé að minnka eyðsluna um allt að 10% og vélarnar séu betri þegar þær eru kaldar og minni hávaði frá þeim. Hvað hafa menn hérna um þetta að segja?

http://www.nissanpatrol.com.au/forums/s ... t=pressure



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá jeepcj7 » 22.jan 2014, 21:58

Þetta hefur verið gert hér í marga áratugi að smella smá 2T í tankinn 1/2-1 líter og það snarminnkar glamur hef ekkert spáð í eyðsluna en get alveg trúað að hún jafnvel minnki eitthvað allavega sem nemur tvígengisolíunni. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá Grásleppa » 27.jan 2014, 13:01

Já, ég held að maður verði að prófa þetta fyrst maður er með gamlan og glamrandi dísel rokk. Hvar ætli sé ódýrast að versla svona 2-stroke olíu sem er ekki Synthetic? Las að maður þarf að nota "mineral based" olíu, er það þá óunnin olía? Synthetic olían blandast víst illa við hráolíuna.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá Polarbear » 27.jan 2014, 19:02

mineral er bara ekta jarðefnaolía.... synthetic er gerfiefnaolía.

Annars er ég nýlega farinn að nota Mergi frá Marás, http://maras.is/index.php?option=conten ... &Itemid=37 og er ekki frá því að það sé bara slatta munur á hljóðum og sóti að minnsta kosti. blanda reyndar heldur meira en þeir mæla með.... :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2014, 21:49

Ef við færum kostnaðinn yfir í prósentur líka, er þessi 10% eyðsla ekki komin til baka á hverjum tank þegar brúsinn af tvígengisolíu kostar yfir 2000 kr á bensínstöðvum?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá firebird400 » 28.jan 2014, 19:02

Ég tók eftir minni reyk eftir að ég fór að nota Mergi, enda sagt brennsluhvati.
Mundi ætla að vélar á tvígengisolíu blönduðu diesel muni reykja meira. Spurning um að nota hvor tveggja.

Já og ég blanda Mergi 4000:1 eins og leiðbeiningarnar segji til um.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að blanda tvígengisolíu í Hráolíuna.

Postfrá Stebbi » 29.jan 2014, 12:50

Ég prufaði að nota 2 stroke olíu á gamlan hilux fyrir mörgum árum og útkoman var sú að þetta borgaði sig ekki peningalega séð, bíllinn reykti meira og eyddi sáralítið minna ef eitthvað var og til að losna við þetta glamur var lausnin sú að taka upp spíssa og olíuverk eða fá sér eitthvað annað sem glamraði minna.

Ein spurning með þetta Mergi, er eitthvað talað um að það geti virkað með BioDiesel?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur