Pajero drap á sér á 90 km/h
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Pajero drap á sér á 90 km/h
Ég eignaðist minn fyrsta Pajero í haust, 98 módel 2.8 TDI sjálfskiptur, og hefur líkað vel við hann hingað til. Var á ferð á Suðurlandi að kvöldi nýársdags þegar bíllinn drepur á sér í beinni keyrslu á sléttum vegi, og fór ekki í gang aftur. Olíumælirinn sýndi rétt fyrir ofan rauða strikið, þannig að það var ekki mikil olía á tanknum. Hitastigið var rétt fyrir ofan frostmarkið, en ég hef lent í vandræðum með hann í miklu frosti að hann drepi á sér, en þá fer hann alltaf í gang aftur þegar búið er að starta svolítið.
Þetta er kannski ekkert alvarlegt, en langar að vita hvort einhver kannist við svona?
Þetta er kannski ekkert alvarlegt, en langar að vita hvort einhver kannist við svona?
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Skiptu um hráoliusíuna
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Kom í ljós að knastásinn er brotinn og tímakeðjan ónýt ... !!
Veit ekki hvort þetta er algeng bilun, en það er allt í lagi með smurolíu, allavega eftir að ég keypti bílinn.
Ég er í smá sjokki, þar sem bíllinn var sagður í "Mjög góðu standi" þegar ég keypti hann, búið að endurnýja margt í honum, sjóða í grind, nýlegt opið pústkerfi og skipt um glóðarkerti fyrir stuttu síðan, svo nokkur dæmi séu nefnd. Skoðaði bílinn nokkuð vel ásamt mönnum sem þekkja hverju maður á að leita að í svona kaupum.
Veit ekki hvort þetta er algeng bilun, en það er allt í lagi með smurolíu, allavega eftir að ég keypti bílinn.
Ég er í smá sjokki, þar sem bíllinn var sagður í "Mjög góðu standi" þegar ég keypti hann, búið að endurnýja margt í honum, sjóða í grind, nýlegt opið pústkerfi og skipt um glóðarkerti fyrir stuttu síðan, svo nokkur dæmi séu nefnd. Skoðaði bílinn nokkuð vel ásamt mönnum sem þekkja hverju maður á að leita að í svona kaupum.
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Þú átt alla mína samúð, ömurlegt að lenda í svona.
Þetta eru frábærir bílar að keyra og umgangast en þeir eru náttúrulega komnir á aldur.
Var einmitt að lenda í því áðan að öll ljós kviknuðu í mælaborðinu á mínum. Kom honum upp á umferðareyju og þá var sveifarásreimahjólið laflaust. Skilst að það sé einhver gúmmípúði í því sem eyðileggist. Þetta er því líklega ekki alvarlegt en Hekla vill fá nærri 80 þús kall fyrir svona hjól. Þannig að ég er að tala um líklega einhvern 100 þús kall í að láta laga þetta ef ekkert annað er bilað.
Lán í óláni fyrir þig er að það er til mikið af gömlum 2.8 sem verið er að rífa sem þú gætir keypt mótor úr en það verður alltaf dýrt fyrir þig, allavega m.v. verðgildi bílsins.
Gangi þér vel,
Muggur (þjáningarbróðir)
Þetta eru frábærir bílar að keyra og umgangast en þeir eru náttúrulega komnir á aldur.
Var einmitt að lenda í því áðan að öll ljós kviknuðu í mælaborðinu á mínum. Kom honum upp á umferðareyju og þá var sveifarásreimahjólið laflaust. Skilst að það sé einhver gúmmípúði í því sem eyðileggist. Þetta er því líklega ekki alvarlegt en Hekla vill fá nærri 80 þús kall fyrir svona hjól. Þannig að ég er að tala um líklega einhvern 100 þús kall í að láta laga þetta ef ekkert annað er bilað.
Lán í óláni fyrir þig er að það er til mikið af gömlum 2.8 sem verið er að rífa sem þú gætir keypt mótor úr en það verður alltaf dýrt fyrir þig, allavega m.v. verðgildi bílsins.
Gangi þér vel,
Muggur (þjáningarbróðir)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Flokkast þetta ekki undir leyndan galla sem seljandi á að taka þátt í kostnaði á?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Stebbi wrote:Flokkast þetta ekki undir leyndan galla sem seljandi á að taka þátt í kostnaði á?
Ég ætla að ræða það við bílasöluna, það er óskandi ef það væri.
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Muggur prófaðu að tala við þá hjá Dæluhúðun í Reykjanesbæ, þeir eru að gera við ótrúlegustu hluti og það getur vel verið að það sé hægt að gera við þetta. Heimasíðan hjá þeim er hudun.is og endilega leifa okkur að fylgjast með.
Kv. Ásgeir
Kv. Ásgeir
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
asgeirh wrote:Muggur prófaðu að tala við þá hjá Dæluhúðun í Reykjanesbæ, þeir eru að gera við ótrúlegustu hluti og það getur vel verið að það sé hægt að gera við þetta. Heimasíðan hjá þeim er hudun.is og endilega leifa okkur að fylgjast með.
Kv. Ásgeir
Takk fyrir þetta Ásgeir. Mun láta bifvélavirkjan minn kíkja á þetta í næstu viku, þ.e. ef hann er ekki einhverstaðar að prufukeyra jeppakrílið sitt upp á fjöllum. Það er einnig smá séns að boltinn hafi farið í sundur. Mun pósta framganginum á jeppaspjallið en þá líklega í harmsögu ævi minnar: Undir milljón - reynslusaga: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753
Ætlaði ekki að stela þessum þræði, en fyrst ég er kominn inn á hann mega menn sem hugsanlega eiga svona hjól endilega setja sig í samband við mig í skilaboðum.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
muggur wrote:asgeirh wrote:Muggur prófaðu að tala við þá hjá Dæluhúðun í Reykjanesbæ, þeir eru að gera við ótrúlegustu hluti og það getur vel verið að það sé hægt að gera við þetta. Heimasíðan hjá þeim er hudun.is og endilega leifa okkur að fylgjast með.
Kv. Ásgeir
Takk fyrir þetta Ásgeir. Mun láta bifvélavirkjan minn kíkja á þetta í næstu viku, þ.e. ef hann er ekki einhverstaðar að prufukeyra jeppakrílið sitt upp á fjöllum. Það er einnig smá séns að boltinn hafi farið í sundur. Mun pósta framganginum á jeppaspjallið en þá líklega í harmsögu ævi minnar: Undir milljón - reynslusaga: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753
Ætlaði ekki að stela þessum þræði, en fyrst ég er kominn inn á hann mega menn sem hugsanlega eiga svona hjól endilega setja sig í samband við mig í skilaboðum.
kv. Muggur
Sæll, lenti í því sama með svona hjól í Mitsubishi galant sem ég átti fyrir nokkrum árum, Þetta gúmmi fór, og hjólið færðist til og henti reimum af.
í minn bíl kostaði þetta hjól 40 þúsund (2008 eða 2009) og átti ég ekki efni á því þá svo brugðið var á það ráð að sjóða hjólin saman (suða yfir púðann) og hélt það í 10 þúsund km, eða allveg þangað til að skiptingin í bílnúm kvaddi.
Þar sem hjólið er hvort eð er ónýtt þegar þetta gúmmí er farið, þá er um að gera að reyna sjóða þetta bara saman og spara sér 80 þúsund, Bara passasig að byrja á litlum punktum á svo að suðan dragi ekki hjólið til þegar þú setur stærri suður í þetta.
Edit: Þetta er víst ekki sniðugt, og þó þetta hafi virkað fyrir mig sem reddingarviðgerð þá mæli ég ekki með þessu. Takk fyrir að leiðrétta mig Jón.
Og afsakið þetta offtopic í þínum þræði Páll.
Kv. Hlynur
Síðast breytt af Hlynurn þann 03.jan 2014, 20:00, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
muggur wrote:asgeirh wrote:Muggur prófaðu að tala við þá hjá Dæluhúðun í Reykjanesbæ, þeir eru að gera við ótrúlegustu hluti og það getur vel verið að það sé hægt að gera við þetta. Heimasíðan hjá þeim er hudun.is og endilega leifa okkur að fylgjast með.
Kv. Ásgeir
Takk fyrir þetta Ásgeir. Mun láta bifvélavirkjan minn kíkja á þetta í næstu viku, þ.e. ef hann er ekki einhverstaðar að prufukeyra jeppakrílið sitt upp á fjöllum. Það er einnig smá séns að boltinn hafi farið í sundur. Mun pósta framganginum á jeppaspjallið en þá líklega í harmsögu ævi minnar: Undir milljón - reynslusaga: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753
Ætlaði ekki að stela þessum þræði, en fyrst ég er kominn inn á hann mega menn sem hugsanlega eiga svona hjól endilega setja sig í samband við mig í skilaboðum.
kv. Muggur
Já, þið mættuð kannski koma með uppástungur varðandi knastásinn og það, ef þið vitið um einhvern sem er að selja notað eða uppgert head. Þetta er heilmikil aðgerð skilst mér, þarf að rífa vélina ansi langt niður ...
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Hlynurn wrote:...
Sæll, lenti í því sama með svona hjól í Mitsubishi galant sem ég átti fyrir nokkrum árum, Þetta gúmmi fór, og hjólið færðist til og henti reimum af.
í minn bíl kostaði þetta hjól 40 þúsund (2008 eða 2009) og átti ég ekki efni á því þá svo brugðið var á það ráð að sjóða hjólin saman (suða yfir púðann) og hélt það í 10 þúsund km, eða allveg þangað til að skiptingin í bílnúm kvaddi.
Þar sem hjólið er hvort eð er ónýtt þegar þetta gúmmí er farið, þá er um að gera að reyna sjóða þetta bara saman og spara sér 80 þúsund, Bara passasig að byrja á litlum punktum á svo að suðan dragi ekki hjólið til þegar þú setur stærri suður í þetta.
Þessi gúmmípúði framan á vélunum er ekki upp á punt.
Þetta heitir á ensku "harmonic balancer" og hefur stundum verið kallur "tirtingsdeyfir" hér á klakanum.
Það hafa margar díselvélar farið endanlega í rusl af því að menn tíma ekki að skipta um hann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Ég er ekki að spyrjast fyrir um gúmmípúðann framan á vélina, þessi umræða er farin að snúast um annað en ég fór af stað með í upphafi, en það getur alltaf gerst :)
Ef einhver hefur lent í því sama og ég, þ.e. brotinn knastás og tímakeðja, þá væru allar uppástungur varðandi knastásinn vel þegnar, ef þið vitið um einhvern sem er að selja notað eða uppgert head.
Ef einhver hefur lent í því sama og ég, þ.e. brotinn knastás og tímakeðja, þá væru allar uppástungur varðandi knastásinn vel þegnar, ef þið vitið um einhvern sem er að selja notað eða uppgert head.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Það er alveg séns að þú getir lagað heddið þó ásinn hafi brotnað það ætti að vera til nóg af heddum sem hægt er að fá knastása og ventla úr sem eru sprungin.Það er smá moj að stilla í þessu ventlana þar sem þetta er stillt með skinnum en td. Vélaland og Kistufell gera þetta fáðu bara tilboð í verkið.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
jeepcj7 wrote:Það er alveg séns að þú getir lagað heddið þó ásinn hafi brotnað það ætti að vera til nóg af heddum sem hægt er að fá knastása og ventla úr sem eru sprungin.Það er smá moj að stilla í þessu ventlana þar sem þetta er stillt með skinnum en td. Vélaland og Kistufell gera þetta fáðu bara tilboð í verkið.
Takk fyrir ábendinguna, það kemur vonandi betur í ljós eftir helgina hvað ég þarf að skipta um mikið. Gott að hafa þetta í huga þegar ég fer að leita að varahlutum.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 19.jan 2012, 13:17
- Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
- Bíltegund: Mitsubishi Montero
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Ég á gamalt hedd með ventlum og knastás úr 99 bíl sem þú mátt eiga ef þú getur notað eitthvað úr því. Knastásinn er heill og ventlarnir en heddið blæs úti vatnsganginn. Er vestur á fjörðum..
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
ihþ wrote:Ég á gamalt hedd með ventlum og knastás úr 99 bíl sem þú mátt eiga ef þú getur notað eitthvað úr því. Knastásinn er heill og ventlarnir en heddið blæs úti vatnsganginn. Er vestur á fjörðum..
Takk fyrir gott boð, Ingólfur :) Gætir þú sent mér upplýsingar í ep með símanúmeri og svoleiðis, verð í sambandi.
Kv.
Páll Jökull
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Smelli inn nokkrum myndum af þessu tjóni til upplýsinga fyrir ykkur Pajero eigendur.


Hér er búið að taka framan af vélinni og þá kom í ljós brotinn tímagír og sleðar.



Knastásinn kom svo brotinn í fimm hluta upp úr heddinu.


Restin af sleðanum með tímakeðjunni.

Allavega tveir ventlar bognir og fastir.

Það eru djúp för ofan í tvo ventla eftir knastásinn, sem hafa komið þegar tímagírinn brotnaði og tíminn á vélinni fór í rugl. Væntanlega það sem hefur brotið knastásinn.

Lengra niður förum við vonandi ekki ...
Varahlutirnir eru væntanlegir um miðja næstu viku, þá verður hægt að byrja að púsla saman aftur.


Hér er búið að taka framan af vélinni og þá kom í ljós brotinn tímagír og sleðar.



Knastásinn kom svo brotinn í fimm hluta upp úr heddinu.


Restin af sleðanum með tímakeðjunni.

Allavega tveir ventlar bognir og fastir.

Það eru djúp för ofan í tvo ventla eftir knastásinn, sem hafa komið þegar tímagírinn brotnaði og tíminn á vélinni fór í rugl. Væntanlega það sem hefur brotið knastásinn.

Lengra niður förum við vonandi ekki ...
Varahlutirnir eru væntanlegir um miðja næstu viku, þá verður hægt að byrja að púsla saman aftur.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Ef það er nýlega búið að eiga við knastásinn þá er alveg til í dæminu að menn herði þá rangt niður og þá getur þetta farið svona.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Er ekki oftast sagan að keðju sleði gefur sig tíminn ruglast (stimpill og ventill kyssast og knastásinn brotnar) bara dýrt og leiðinlegt dæmi.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Kiddi wrote:Ef það er nýlega búið að eiga við knastásinn þá er alveg til í dæminu að menn herði þá rangt niður og þá getur þetta farið svona.
Veit ekki til þess að það hafi verið gert. Keypti bílinn í september s.l.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Jæja, þá er dómur fallinn, heddið sem var í bílnum er ónýtt, sprungið út í vatnsgang, og líka heddið sem ég fékk gefið frá velviljuðum þátttakanda hér á spjallinu. (Takk samt, það mátti reyna :) Starfsmenn hjá Vélaverkstæðinu Kistufelli tjáðu mér að heddin í þessum bílum væru oft að bila í kring um 200 þús km, og sennilega hafi þetta hedd bara verið komið á tíma hvað það varðar. Nú stend ég frami fyrir því að halda áfram að leita að notuðu/uppgerðu heddi eða kaupa nýtt fyrir tæp 200 þús kr. Spurning hvort borgi sig að eltast við notuð hedd ef ég get átt von á að það bili líka ... og svo er töluverð vinna og einnig kostnaður sem felst í því að taka notað.
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
ertu búinn að tala við bjössa í kistufelli í brautarholti,hann gæti verið mun ódýrari en kistufell á höfðanum.ekki sama fyrirtækið
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Mun betri vara þar líka, ef þú tekur með þér kaffibolla handa sölumanninum þá færðu örugglega einhvern díl á þessu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 25
- Skráður: 03.jan 2014, 12:47
- Fullt nafn: Páll Jökull Pétursson
- Bíltegund: MMC Pajero 2.8 TDI
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
solemio wrote:ertu búinn að tala við bjössa í kistufelli í brautarholti,hann gæti verið mun ódýrari en kistufell á höfðanum.ekki sama fyrirtækið
Vissi það ekki, best að tékka á því, og hafa kaffibolla með :)
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
MMC Pajero 2,8, hedd og fleira
Staður 201 Kópavogi
Til sölu
1x Hedd
2x túrbínur
1x vatnsdæla
1x Stýrisdæla
1x olíuverk
Selst bara allt saman í pakka ódýrt. þetta kom allt úr bíl sem var í gangi en blokkin fór í honum. Ein aukatúrbína var til sem ég eignaðist fyrir nokkru.
Uppl. í síma 861 2262 eða bjarkijonsson@simnet.is ( sá þetta á bland)
Staður 201 Kópavogi
Til sölu
1x Hedd
2x túrbínur
1x vatnsdæla
1x Stýrisdæla
1x olíuverk
Selst bara allt saman í pakka ódýrt. þetta kom allt úr bíl sem var í gangi en blokkin fór í honum. Ein aukatúrbína var til sem ég eignaðist fyrir nokkru.
Uppl. í síma 861 2262 eða bjarkijonsson@simnet.is ( sá þetta á bland)
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Var með pajero 3,2 dísel í smurningu fyrir viku síðan skipt um allar síur ,,bíllinn klikkaði í dag viku síðar getur verið að hráolísían sé að svekkja mig keypt í Stillingu ?
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Klikkaði að hvaða leyti?
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Minni kraftur og mikill reykur úr pústi ,þetta getur ekki verið EGR ventill hann er ársgamall
Re: Pajero drap á sér á 90 km/h
Vatn í hráolíunni eða eitthvað álíka glundur í tanknum sem er komið fram að síunni. Olíuverkið með smá kvef. Túrbínan að klikka. Eða slök tímakeðja og þar af leiðandi vitlaus á tíma.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir