reynsla af vw passat


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 26.jún 2013, 16:31

veit að þetta telst seint vera jeppi en það eru bara svo margir spekingar hér sem væri gaman að heyra í, er að spá í að fá mér vw passat árgerð 2003 til 2006 en er einhvern veginn svo hræddur við vw merkið enda mikill toyota skjúklingur. Hins vegar finnst mér þetta miklu flottari og þæginlegri og ódýrari bílar en sambærilegar Toyotur.

ég rökstyð það að þetta eigi heima hér á jeppaspjallinu þannig að því fyrr sem ég finn fólksbíl handa konunni, því fyrr fæ ég að eiga jeppann í friði, hehe

kv Tolli



User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tyrirun » 26.jún 2013, 16:55

þetta er ónýtt fáðu þér frekar avensis
Toyota lc 90 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: reynsla af vw passat

Postfrá hobo » 26.jún 2013, 16:59

Japanskt, all the way!


snowflake
Innlegg: 67
Skráður: 13.feb 2010, 17:33
Fullt nafn: Haraldur Arnarson
Bíltegund: LR Defender 38”

Re: reynsla af vw passat

Postfrá snowflake » 26.jún 2013, 17:08

sæll ég er búinn að eiga tvo passat báða 1998 reyndar. Það var oft eitthvað pillerí í þeim báðum samb. við læsingar ofl svo fór stýrisdælan (undir 100000 km) ofl,ofl . En ég er sammála því að þetta eru miklu massivari og skemmtilegri bílar í akstri heldur en t.d avensis búinn að eiga tvo þannig líka 2005 og 2007. Þekki til fólks sem á passat, held að hann sé 2004 hann er ekinn eitthvað yfir 100000 og síðastliðið ár er búið að vera harmleikur verkstæðiskostnaður um 500-600 þus.Mér finnst passatinn mun skemmtilegri bíll en ég fór yfir í toyota útaf þessu og mun betri endursala. Er núna á rav 2002 fékk hann þegar hann var ekinn 85.000 og hann er núna í 170000 og það er ekkert vesen bara búinn að skipta um bremsuklossa, en hann eyðir svoldið miðað við stærð á bíl.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 26.jún 2013, 17:21

Já, þetta er nú það sem maður er búinn að vera að heyra, kannski það sé bara best að hætta að pæla í þessu og halda sig bara við Toyotuna

átti sjálfur RAV 4 sem bara keyrði og keyrði og aldrei þurfti ég að gera nokkurn skapaðan hlut nema að skipta um bremsuklossa.

kv Tolli

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá HaffiTopp » 26.jún 2013, 18:02

Tyrirun wrote:þetta er ónýtt fáðu þér frekar avensis


Hvað er svona ónýtt í þeim? Var ekki Toyota að skipta út hinum og þessum hlutum í Toyotabílum hægri vinstri í skjóli þjónustuskoðunar án þess að láta nokkurn mann vita? Þar á meðal mikið í Avensis.

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tyrirun » 26.jún 2013, 19:40

HaffiTopp wrote:
Tyrirun wrote:þetta er ónýtt fáðu þér frekar avensis


Hvað er svona ónýtt í þeim? Var ekki Toyota að skipta út hinum og þessum hlutum í Toyotabílum hægri vinstri í skjóli þjónustuskoðunar án þess að láta nokkurn mann vita? Þar á meðal mikið í Avensis.


toyota skipti þó út hlutum en það hefur þurft að röfla stórt í Heklu
var með 2 avensis í leiguakstri annar var ekinn 300.000 þegar ég seldi bara skipt um bremsur og olíu og einn pústskynjara
það er allt búið í stýrisgangi í 100þús í passat og endalaust pillerí
þekki einn sem keypti nýjan passat í fyrra og átti í 1/2 ár hann var í c.a. 3 mán á verkstæði af þeim tíma
Toyota lc 90 38"

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá dabbi » 26.jún 2013, 19:44

HaffiTopp wrote:
Tyrirun wrote:þetta er ónýtt fáðu þér frekar avensis


Hvað er svona ónýtt í þeim? Var ekki Toyota að skipta út hinum og þessum hlutum í Toyotabílum hægri vinstri í skjóli þjónustuskoðunar án þess að láta nokkurn mann vita? Þar á meðal mikið í Avensis.


það er allt í lagi þegar maður þarf ekki að borga það í topp eins og hjá Passat.

átti sjálfur Passat 2001 tdi, einn af skemtilegari bílum sem ég hef átt, fyrir utan viðgerðarkostnað, eyddi yfir 500þ á síðustu 6-9 mánuðunum sem við áttum hann (það var 2007) fór með hann í Toyota og bíttaði fyrir 2005 corollu, sem ekkert hefur verið gert fyrir síðan þá (c.a. 120-150þ km síðar)

Ég heirðu þá alltaf að þetta væri síðasta árgerðin sem væri svona rosalega slæm 2001, en maður er enn að heyra svona sögur. hann var reyndar lengst af mjög góður, svo virtist bara vera eins og einn daginn, þá fór bara allt í steik, þeir hjá Bílson voru farnir að þekkja konuna þegar hún hringdi í þá að panta tíma.

Það má hinsvegar ekki taka af þessum bílum að þeir voru og eru æðislegir keyrslubílar, plássið i þeim endalaust. lítil eyðsla, þessi sem ég var á 2001 árgerð var c.a. 7-8 lítrar innabæjar með mjög aggressive akstri, og alveig niður í 4,5 utanbæjar.

Manni langar alltaf aftur í passat en svo man maður eftir viðhaldinu... :(
kv.
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: reynsla af vw passat

Postfrá snöfli » 26.jún 2013, 21:15

Passatinn er miklu þéttari og skemmtilegri bíll en þessar hráu Toyotur. Menn hafa góða reynslu og Toyotum af 3 ástæðum.
1. Þæru VORU klárlega betri. Statistik á nýjum bílum í dag sýnir minni mun eða engan (http://www.anusedcar.com/index.php/tuv- ... 13-6-7/304).
2. Umboðið rukkar þig um handlegg og fót fyrir þjónustuskoðun, en lagar líka fullt án þess að láta Þig vita
3. Voru mjog hráir og því færra sem gat bilað. Bilun er nefnilega bilun hvort sem það er rúðuupphalari eða altenator.

2ltr dísilvélin er mjög skemmtileg, rosalega mikið tog á lágum snúningi sem geri bílinn mjög röskann innabæjar og eyðir nánast engu,

En það er rétt, það er rafmagnspillerí á Passatinum sem kemur oft undarlega fram. Sennilega þarf maður að kaupa aflestrartæki (t.d. http://www.ebay.de/itm/Vgate-V1-5-Mini- ... 3cce925ab3). Bilanirar voru að skipta um skynjara, rúðupphalara, hitakerti og fl. ekkert stórt en vesen.

l.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Navigatoramadeus » 26.jún 2013, 21:33

vann á bílasölu Brimborgar í fjögur ár og VW almennt með eitthvað vezen all the time, rafmagnsbilanir hægri vinstri, spíssar, skynjarar, háspennukefli og virðast almennt ekki vera að endast sem skyldi nema þá að viðhaldið væri talið í hundruðum þúsunda jafnvel á ári, sjálfskiptingar, upphalarar, dýrt að skipta um tímareimar ofl.
svo er einn og einn af þessum bílum sem virðist endast mörg hundruð þúsund km !!!

amk ef ert að spá í Passat þá er fínt ef það er sem minnstur aukabúnaður (minna til að bila) ;)

en á móti, miklu skemmtilegri akstursbílar en toyota, innréttingarnar miklu íburðarmeiri og amk að mínu mati, miklu fallegri bílar meðan Avensis af svipuðum árgerðum (1998-2007) voru með sína galla, ónýtt lakk og ónýtar vélar (olíubrennsla) en munurinn var sá að toyota umboðið lagfærði þetta án vezens (í skjóli nætur jafnvel) og er það vel enda er umboðið (merkið) það besta við toyota, góð verð á varahlutum og frábær þjónusta, Hekla mætti taka sér toyota umboðið til fyrirmyndar, þá yrði VW sterkara merki.....

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Hfsd037 » 26.jún 2013, 23:33

Afhverju ekki að fá sér Subaru? Eðal bílar frá Japan og mun ódýrari heldur en sambærilegir Japanskir bílar..
Persónulega hef ég aldrei verið fyrir Toyota fólksbílana, heldur ekki Passat þó þeir séu fínir í akstri og mikið fyrir peninginn, verst með rafkerfið í þeim.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 27.jún 2013, 07:45

Já Subaru bílarnir eru flottir og traustir en þeir eru svo fáránlega frekir á sopann. Toyotan hefur reynst mér og mínum mjög vel ef frá er talinn eitt stykki liðónýtt 200 krúser hræ.
Ég er algjörlega sammála því að vw er miklu skemmtilegri og íburðarmeiri, (að mínu mati) og ég var einmitt að segja við konuna þegar við keyrðum framhjá einum hrikalega fallegum passat, hvað ég var svekktur yfir óáreiðanleikanum í þessum bílum.

En takk fyrir svörin

kv Tolli

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: reynsla af vw passat

Postfrá StefánDal » 27.jún 2013, 08:20

Navigatoramadeus wrote:vann á bílasölu Brimborgar í fjögur ár og VW almennt með eitthvað vezen all the time, rafmagnsbilanir hægri vinstri, spíssar, skynjarar, háspennukefli og virðast almennt ekki vera að endast sem skyldi nema þá að viðhaldið væri talið í hundruðum þúsunda jafnvel á ári, sjálfskiptingar, upphalarar, dýrt að skipta um tímareimar ofl.
svo er einn og einn af þessum bílum sem virðist endast mörg hundruð þúsund km !!!

amk ef ert að spá í Passat þá er fínt ef það er sem minnstur aukabúnaður (minna til að bila) ;)

en á móti, miklu skemmtilegri akstursbílar en toyota, innréttingarnar miklu íburðarmeiri og amk að mínu mati, miklu fallegri bílar meðan Avensis af svipuðum árgerðum (1998-2007) voru með sína galla, ónýtt lakk og ónýtar vélar (olíubrennsla) en munurinn var sá að toyota umboðið lagfærði þetta án vezens (í skjóli nætur jafnvel) og er það vel enda er umboðið (merkið) það besta við toyota, góð verð á varahlutum og frábær þjónusta, Hekla mætti taka sér toyota umboðið til fyrirmyndar, þá yrði VW sterkara merki.....


Þetta er hárrétt.
Systir mín og mágur eiga 2001 módel af Avensis og þetta er algjör haugur. Einmitt ónýtt lakk og brennir olíu eins og Trabant.

En þar sem það er verið að tala um dísel Passat hér að ofan þá er vert að taka það fram að dísel fólksbílar eru og verða alltaf dýrari í viðhaldskostnaði en bensín bílarnir.
Ég átti Mözdu 6 2003 dísel sem gerði ekki annað en að bila. Ætla ekki einu sinni að reyna að rifja þá sorgarsögu upp. Þeir hjá Brimborg notuðum voru reyndar alveg hrikalega almennilegir og gerðu allt sem þeir gátu til þess að bæta mér það upp.
Sérstaklega þú Jón Ingi ;)

ps. vonandi ertu búinn að fyrirgefa mér að hafa næstum drepið þig með neftóbaki.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: reynsla af vw passat

Postfrá JHG » 27.jún 2013, 11:08

Konan mín á 2000 módel af Passat 1600 og ég get ekki kvartað. Viðhald hefur verið eðlilegt og engar stórar viðgerðir. Hann er reyndar ekki ekinn nema um 160-170 þús. km. Það er hinsvegar hundleiðinlegt að gera við hann og maður þarf yfirleitt að rífa hálfan bílinn til að skipta um hvaða smáræði sem er (þessvegna er viðhald örugglega dýrt þegar maður gerir það ekki sjálfur).

Það sem ég hef skipt um í bílnum frá 2008 eru bremsudiskar og klossar, öndunarör á vél (kostaði um 15.000), skipt um tímareim, liður að framan, 2 stýrisendar og ein spindilkúla (já og ég held ein pera). Vélin eyðir engu (nánast framleiðir bensín) og það fer vel um okkur í bílnum.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá peturin » 27.jún 2013, 11:41

Mikið er ég sammála mönnum hér Passat er mjög flottur og þéttur bíll og betri en Toyotan að því leiti en passatinn er leiðinlegri að öllu leiti þegar að kemur að því að viðhalda bílunum.


lilli
Innlegg: 45
Skráður: 18.nóv 2012, 01:11
Fullt nafn: Sigurthor Thorsson
Bíltegund: LC 120

Re: reynsla af vw passat

Postfrá lilli » 27.jún 2013, 20:24

Búinn að eiga 2 Passata. einn ´96 og einn ´97, báðir 1,6 beinskiptir sem eru að mínu mati áreiðanlegustu týpurnar af þessum bílum. Viðhald hefur ekki verið neitt óskaplegt á þeim, stöku spyrna að framan sem er þekkt í þeim, rúðuupphalari og eitthvað smotterí.

En það er himinn og haf á milli hvað er skemmtilegra að keyra Passatinn heldur en Toyoturnar, þetta eru hörkufínir keyrslubílar.
Eyðslan finnst mér heldur ekki vera mikil fyrir svona stóran fólksbíl með bensínvél, en hann er tæp 1400 kg. og frekar lágt gíraður (3000sn. á 100km/klst) og hann er að fara með 7-8l. í blönduðum akstri.

Ég er nú sjálfur mikill Toyota maður og á líka LC 120 2007 sem er "by the way" næstum því jafn gott að keyra eins og Passatinn ;-) svo það er alveg þess virði að skoða þessa bíla ef þú ert að spá í heillegu eintaki.

Kv. Sigurþór


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 27.jún 2013, 23:12

Kærar þakkir fyrir þessi svör

Kv Tolli

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá aae » 27.jún 2013, 23:22

Hér ræðir Dr Gunni um reynslu sína af WV Passat 2003
http://drgunni.wordpress.com/2013/05/02 ... rkstaedum/
Skemmtileg lesning


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: reynsla af vw passat

Postfrá rottinn » 27.jún 2013, 23:37

Ég er á Passat 1800 station syncro 2000 módelið.
Ég er búinn að eiga hann í ca 3 ár og keyrt hann
80 þkm. Hef hvergi hlíft þessu greyi og hefur
hann ekki bilað neitt umfram eðlilegt viðhald
sem telur tímareim, bremsur, öxulhosur, eina
hjólalegu og eina spyrnu. Að ógleymdum
Rúðuupphalaranum sem ég skipti um í dag en
hann er reyndar búinn að vera bilaður síðan ég
fékk bílinn. Olían á mótor er enn einsog ný
við olíuskipti þó bíllinn sé ekinn yfir 250 þúsund.
Hann eyðir þó um 9.5 lítrum í langkeyrslu hjá mér
sem mér finnst að mætti vera aðeins minna.
Ég vel hann yfirleytt framyfir hinn bílinn á heimilinu
(Sem er japanskur) ef ég þarf að fara eitthvað því
þetta er snilld á vegi. Veit samt að ég mun seint fá mér
2006 eða nýrri eftir hörmungarnar sem vinir mínir lentu
í með bílana sína..


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: reynsla af vw passat

Postfrá lecter » 28.jún 2013, 03:42

hæ hvernig er þetta er ekki hægt að miða vw við neitt annað en Toyota eða er allt hér viðað við toyota það er lika helling frá toyota sem er ekkert i lagi heldur það koma oft bilar frá góðum merkjum sem eru gallaðir að eitthverju leiti

hvað með Audi spurningin er mæla men með passat eða ekki það hlitur að vera simens rafkerfi i vw ef það er rafmagns vandamál i vw ,, ef velja þarf þyskan bil virðist skipta máli hvort það sé bosch eða simens td bens fekk simens rafkerfi 98 til 2004 frekar en 2006 maður kaupir bara ekki þá bensa
bmv er með flotta diesel bila lika

eg er með transporter hann er sæmilegur og eiðir ekki miklu fer ca 700km á tankinum 2,4 d


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 28.jún 2013, 08:22

Ég er nú ekki að leita mér að diesel bíl, finnst þeir óþarflega dýrir miðað við eldsneytissparnaðinn og svo er yfirleitt miklu dýrara að gera við þá. En já, góður punktur, svona Toyota menn eins og ég virðast bara sjálfkrafa bera allt saman við Toyota, hehe.

Það að kaupa vw virðist hljóma eins og lottó, annað hvort lendir maður á frábærum bíl eða sem meiri líkur virðast vera á, einhverjum vandræðagrip sem maður er með í höndunum reglulega.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: reynsla af vw passat

Postfrá snöfli » 28.jún 2013, 19:27

Ef viðhaldi skiptir máli skoðaðu í alvöru linkinn minn að ofan (http://www.anusedcar.com/index.php/tuv- ... 13-6-7/304). Hann er mjög marktækur. Þar sérðu m.a. að Passat stendur sig mun ver en Golf t.d. og Audi er mun betri. Ford/Mazda kemur svipað út og Toyota en þetta er mjög misjanft eftir árgerðum og týpum frá sama framleianda. l.


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Ingójp » 29.jún 2013, 02:43

Núna er verið að skoða skipta út bílnum hjá konunni á mínu heimili, Hún sér ekkert annað en Skoda Octavia 4x4 diesel, Þetta eyðir rosalega litlu og allt það en verðið á þessu er eftir því. Ég hringdi í bílasalann minn nýlega hann sagði mér ef hann fengi svona bíl á skrá til sín lítið keyrðann gæti hann bara tekið upp símann og hringt í fólk og selt bílinn nánast samdægurs.

Svo ég fór að skoða markaðinn og búinn að ákveða hvað kemur í staðinn þegar hinn selst, Subaru Legacy 2006 árgerð eða yngri. Góð eyðsla góðir bílar gott verð bara allt það sem við þurfum, Get allaveganna keyrt HELLING fyrir verðmuninn á Subaru vs Skoda

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Stebbi » 29.jún 2013, 08:36

Buin að eiga 2005 Avensis síðan 2007 og það eina sem hefur verið gert umfram olíuskipti á 80þús km er að skipta um bremsuklossa einu sinni allan hringinn og diska að aftan vegna þess ég trassaði það að skipta um klossana. Sjálfskiptur bíll sem þarf ekki að skipta um bremsudiska að framan fyrr en í 140þús er jafn sjaldgæfur og risaeðlurnar í dag. Á sama tíma er ég búin að láta skipta um klossa 2svar og diska að framan einu sinni og skipta um hluti í pústinu 3svar í VW vinnubíl sem ég er á og hann er ekki komin í 100 þús. Eftir að hafa þurft að vera á VW í vinnuni síðastliðin 8 ár þá er ég ekki á leiðini að kaupa mér svoleiðis apparat, fer frekar í KIA eða Hyundai fyrst.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


eddipalli
Innlegg: 26
Skráður: 19.nóv 2012, 11:16
Fullt nafn: Eggert páll Einarsson
Bíltegund: Trooper

Re: reynsla af vw passat

Postfrá eddipalli » 29.jún 2013, 18:38

Atti golf 2000 sem var martröð fra fyrsta degi og atti svo passat 2001 ... Fyrir löngu siðan og eg fæ enþa martraðir og hroll .. Hreinn og beinn viðbjoður (afsakiðorðbragðiðegæli)


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 29.jún 2013, 21:37

Frábært hvað VW virðist vera mikið jójó í áliti landans. Hef sennilega aldrei heyrt eins mikið af slæmum sögum um nokkra aðra bíltegund. Klárt mál að ég læt þessa bíltegund eiga sig.

kv Tolli


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: reynsla af vw passat

Postfrá lecter » 30.jún 2013, 00:09

ja ég ætlaði ekki að blanda mér inn i þessa umræðu en ok ég rak vertæði 2008-2010 og ef ég fekk vw in sem var 97og yngri tapaði ég alltaf maður hafí bara ekki hjarta til að rukka mörghundruðþúsund það var alltaf endalaust að þessum bilum og oftast var viðgerðin dýrari en billinn en svona helst var rafmagn velin og læsingar upphalar fyrir rúðuna hurðahúnar sem opnast ekki svona mest pirrandi hlutir svo tala nú ekki um hjólabúnað að framan ,,


systir min kaupir nýan passat 98 sem hún á enn og er mjög vel farinn bill i dag ,,, en hvað er ekki bilað i honum og hefur bilað,,, i dag er hann svona allar rúður fastar flestar læsingar virka ekki og ekki hægt að opna hurðir opnast bara ekki heddið lekur vatni þó að það sé búið að taka það einu sinni af til að laga það svo lekur oliu pannan en hun er brotin eins og i flestum (það fyrsta sem rekst niður ),,, skipt var um spyrnur i 30,000 og oft eftir það ég held að hann sé ekinn um 200,000 i dag ég man ekki eftir neinum afmælis, ferminga veislum eða jólaboðum sem ekki er minst á nýar bilanir i þessum bil en það er gott að aka honum og sitja i honum og hann eiðir um 7-8l

ég held ég feingi mér honda crv hann kemur best út i bilana testum erlendis og er 4x4 en er um 9l eiðsla


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Valdi B » 24.des 2013, 02:22

systir mín er búin að eiga tvo dísel passat annar var 2006 hinn 2007, þetta er bara basic, þetta er drasl sem er nánast alltaf bilað og kostar mökk að gera við, 2007 bíllinn var voða flott týpa með dsg skiptingunni, og öllu helsta, hún þurfti að borga með honum til að losna við hann bilaðann hehe :D

2006 bíllinn var harlem týpa,bilaði ekki alveg jafn mikið, en var viðbjóður í staðinn...

ég keypti einu sinni 99 árgerð af passat benzín bíl, var búinn að eiga hann í 2 daga þegar ég skilaði honum, hef átt margar druslur en enga jafn ógeðslega og þennan passat...
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Cruser » 24.des 2013, 11:22

Allt bilar þetta nú.
Búinn að eiga tvo Avensis og bara sáttur, aldrei átt Passat. En af hverju ekki Skoda? Nánast sami bíllinn en bilunar minni og þar munar helling, þekki mjög marga sem eiga skoda eða hafa átt og allir sáttir.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá sean » 24.des 2013, 12:28

Tolli fáðu þér bara fjórhjóladrifinn Skoda Dísel þá ertu vel settur ég held að Erla geti vel unað honum


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Fordinn » 24.des 2013, 12:59

ÉG hef aldrei átt... og mun aldrei eignast svona tík..... hinsvegar þekki ég fólk sem hefur átt svona tíkur og þetta hefur bara verið til vandræða.... allt frá endalausu smá pillerí og í heilu mótorana...

það versta i þessu er umboðið.... skíta umboð sem hefur ekki staðið á bakvið ruslið sem þeir eru að selja.

Einn sem ég þekki var með passat og mótorinn var farinn... ég sagði honum það strax.. þyrfti ekkert að gá að þvi meir,,, hann fer med bilinn niðri heklu sem hefur hann i 2 daga rífur allt i spað og setti ekkert saman aftur, og þeir rukka hann um 90 þus fyrir að segja honum að mótorinn er ónytur, þeir gefa honum svo verð í viðgerð á bilnum sem hljomaði uppa 1500 þús... eg sendi hann svo i kistufell sem kláraði þetta fyrir um 700 þús.


þýskt=gott að keyra= rusl......... sorry

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: reynsla af vw passat

Postfrá jeepson » 24.des 2013, 13:46

Fordinn wrote:ÉG hef aldrei átt... og mun aldrei eignast svona tík..... hinsvegar þekki ég fólk sem hefur átt svona tíkur og þetta hefur bara verið til vandræða.... allt frá endalausu smá pillerí og í heilu mótorana...

það versta i þessu er umboðið.... skíta umboð sem hefur ekki staðið á bakvið ruslið sem þeir eru að selja.

Einn sem ég þekki var með passat og mótorinn var farinn... ég sagði honum það strax.. þyrfti ekkert að gá að þvi meir,,, hann fer med bilinn niðri heklu sem hefur hann i 2 daga rífur allt i spað og setti ekkert saman aftur, og þeir rukka hann um 90 þus fyrir að segja honum að mótorinn er ónytur, þeir gefa honum svo verð í viðgerð á bilnum sem hljomaði uppa 1500 þús... eg sendi hann svo i kistufell sem kláraði þetta fyrir um 700 þús.


þýskt=gott að keyra= rusl......... sorry


Ertu að tala um hann Gumma vin okkar Mikki? Hann var allavega orðinn blár í framan að því að eiga bílinn. Einn félagi minn sagði mér sögu af frænda sínum sem á eða átti nýlegan passat og handbresu kerfið hrundi í honum. Skilst að þetta sé orðið rafstýrt og það meigi als ekki setja handbremsuna á nema að bíllinn sé alveg stopp. Svo hrundi þetta þegar að bíllinn var í skoðun á hemlaprófinu. Þetta kostaði víst rúman 200kall að láta gera við þetta. Ég neita því ekki að vw eru æðislegir keyrslu bílar og oft með spræka en eyðslugranna mótora. En eftir að vera búinn að eiga 5 eða 6stk ætla ég ekki að fá mér vw aftur..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Heiðar Brodda » 24.des 2013, 13:52

sæll keytu þér eitthvað annað en passat það er eins og þeir segja hér fyrir ofan það er alltaf eitthvað pillerý en golfinn hefur verið að koma betur út hvernig sem stendur á því audi nei bara sama og passat en það eru nú til fleiri tegundir heldur en passat audi og toyota en ef þú átt nógan pening eða svona þokkalegan þá mundi ég bara í subaru disel kv HB

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: reynsla af vw passat

Postfrá sigurdurk » 24.des 2013, 15:22

Ég á núna Skoda Octavia 1.9 TDI 4x4 og er með klárlega með betri bílum sem ég hef átt, eyðir engu og mjög gott að sitja í þessu og hefur allt sem maður þarf í bíl til að komast á milli A og B.
Þess má geta að bíllinn minn er ekinn að verða 470.000km og keyrir eins og nýr og klárlega betur en nýr avensis hehe.
Að mínu mati eru avensis algjörar dósir og virðast ekkert vera skyldar öðrum Toyotum hvað varðar gæði að mínu mati.

Stærsti gallinn við VW/Skoda/Audi er klárlega umboðið með sína skíta þjónustu og brjálaðar álagningar.
Klárlega versta atvikið að það tók 7vikur að fá eina skitna pústpakningu hjá þeim í 2001 Golf Sem þeir sögðust alltaf eiga á lager þegar ég hringdi að reka á eftir þessu meðan að ég fékk olíudælu í krúserinn frá Belgíu á 3 dögum í gegnum Toyota
Toyota hefur að mínu mati besta umboðið amk hef ég ekki lent í veseni með þá.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Hfsd037 » 25.des 2013, 11:19

Fordinn wrote:ÉG hef aldrei átt... og mun aldrei eignast svona tík..... hinsvegar þekki ég fólk sem hefur átt svona tíkur og þetta hefur bara verið til vandræða.... allt frá endalausu smá pillerí og í heilu mótorana...

það versta i þessu er umboðið.... skíta umboð sem hefur ekki staðið á bakvið ruslið sem þeir eru að selja.

Einn sem ég þekki var með passat og mótorinn var farinn... ég sagði honum það strax.. þyrfti ekkert að gá að þvi meir,,, hann fer med bilinn niðri heklu sem hefur hann i 2 daga rífur allt i spað og setti ekkert saman aftur, og þeir rukka hann um 90 þus fyrir að segja honum að mótorinn er ónytur, þeir gefa honum svo verð í viðgerð á bilnum sem hljomaði uppa 1500 þús... eg sendi hann svo i kistufell sem kláraði þetta fyrir um 700 þús.


[WV/Audi=gott að keyra rusl.]........ sorry


Ég lagaði þetta aðeins
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


villihf
Innlegg: 52
Skráður: 13.okt 2011, 23:57
Fullt nafn: Vilhjálmur Vilhjálmsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá villihf » 25.des 2013, 11:36

Tollinn wrote:Já Subaru bílarnir eru flottir og traustir en þeir eru svo fáránlega frekir á sopann. Toyotan hefur reynst mér og mínum mjög vel ef frá er talinn eitt stykki liðónýtt 200 krúser hræ.
Ég er algjörlega sammála því að vw er miklu skemmtilegri og íburðarmeiri, (að mínu mati) og ég var einmitt að segja við konuna þegar við keyrðum framhjá einum hrikalega fallegum passat, hvað ég var svekktur yfir óáreiðanleikanum í þessum bílum.

En takk fyrir svörin

kv Tolli


Sæll
200 cruiserinn er þetta alveg vonlaust
er að pæla að fá mér einn
seigðu mér4 meira
kv villi


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Valdi B » 30.des 2013, 02:47

jeepson wrote:
Fordinn wrote:ÉG hef aldrei átt... og mun aldrei eignast svona tík..... hinsvegar þekki ég fólk sem hefur átt svona tíkur og þetta hefur bara verið til vandræða.... allt frá endalausu smá pillerí og í heilu mótorana...

það versta i þessu er umboðið.... skíta umboð sem hefur ekki staðið á bakvið ruslið sem þeir eru að selja.

Einn sem ég þekki var með passat og mótorinn var farinn... ég sagði honum það strax.. þyrfti ekkert að gá að þvi meir,,, hann fer med bilinn niðri heklu sem hefur hann i 2 daga rífur allt i spað og setti ekkert saman aftur, og þeir rukka hann um 90 þus fyrir að segja honum að mótorinn er ónytur, þeir gefa honum svo verð í viðgerð á bilnum sem hljomaði uppa 1500 þús... eg sendi hann svo i kistufell sem kláraði þetta fyrir um 700 þús.


þýskt=gott að keyra= rusl......... sorry


Ertu að tala um hann Gumma vin okkar Mikki? Hann var allavega orðinn blár í framan að því að eiga bílinn. Einn félagi minn sagði mér sögu af frænda sínum sem á eða átti nýlegan passat og handbresu kerfið hrundi í honum. Skilst að þetta sé orðið rafstýrt og það meigi als ekki setja handbremsuna á nema að bíllinn sé alveg stopp. Svo hrundi þetta þegar að bíllinn var í skoðun á hemlaprófinu. Þetta kostaði víst rúman 200kall að láta gera við þetta. Ég neita því ekki að vw eru æðislegir keyrslu bílar og oft með spræka en eyðslugranna mótora. En eftir að vera búinn að eiga 5 eða 6stk ætla ég ekki að fá mér vw aftur..


ég veit nú ekki hvort að þetta eru eitthvað samtvinnaðar sögur.... en það eyðilögðust báðir mótorarnir í handbremsudraslinu í passat hjá systur minni, þegar hann var í hemlaprófinu í skoðun.... þá kostaði stykkið um 70 þúsund fyrir 3-4 árum sirka
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Tollinn » 30.des 2013, 10:20

Ég held það sé nú bara deginum ljósara að VW verður ekki keyptur inn á mitt heimili. Þetta eru svakalegar sögur sem hér hafa komið fram. Stundum held ég að það sé bara best að fá sér Subaru, þó þeir eyði aðeins meira þá vega þeir það upp með áreiðanleika.

kv Tolli


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: reynsla af vw passat

Postfrá Lada » 30.des 2013, 12:56

Sælir/ar.

Fyrir mörgum árum þegar Passat var tiltölulega ný tegund á Íslandi (um 2000) þá keypti frændi minn sér glænýjann Passat beint úr kassanum. Meiri sorgarsögu af bíl hef ég bara ekki heyrt. Bílinn átti hann í 16 mánuði og á þeim tíma fór hann 12 sinnum á verkstæði og var samanlagt í einhverja mánuði inni á verkstæðisgólfi hjá Heklu. Eftir mikið japl, jaml og fuður og tuð við Heklu féllust þeir á að skipta við hann á sléttu á nýjum Mitsubishi Galant ef ég man rétt.

Talandi um þjónustu umboðanna þá hélt ég alltaf að Toyota bæri höfuð og herðar yfir önnur umboð. En í sumar var systir mín á ferðalagi um austurland og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að brjóta öxul undir 2006 Avensis. Bílnum var komið á verkstæði á Vopnafirði þar sem hann var rifinn í sundur og nýr öxull pantaður. Toyota sagðist ekki vera með þessa öxla á lager svo það þyrfti að sérpanta hann. Þeim var sagt að það gæti tekið einhverja daga (veit ekki hversu marga). Eftir fjölmörg símtöl þar sem þeim var tjáð að öxullinn væri ýmist í flugi, í tollinum eða hreinlega á leiðinni austur, fóru þau að leita annað. Til að gera mjög langa sögu aðeins styttri þá liðu 2 mánuðir frá því að þau pöntuðu þar til öxullinn var kominn í þeirra hendur.

Ég er hrifinn af Subaru hugmyndinni. Ég er á gömlum Subaru Legacy Outback og er hæst ánægður með hann. Það eina sem ég hef útá hann að setja er að það virðist vera erfitt að fá varahluti í hann annarstaðar en hjá BL. En eins og alþjóð veit eru hlutir frá þeim mjög dýrir. Ég kem klárlega til með að kaupa annan Subaru ef ég tími einhverntímann að selja þennan sem ég á í dag.

Kv.
Ásgeir

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: reynsla af vw passat

Postfrá gislisveri » 30.des 2013, 21:59

Sammála með Subaru, búinn að eiga margar gamlar druslur og enginn þeirra hefur verið jafn góð og Legacy sem ég á. Var keyrður 150þ. þegar ég keypti hann, alls enginn gullmoli þá, búinn að keyra 70þ. og viðhald er varla til að tala um. Eitt sett af klossum, einn gormur, og ein öxulhosa, allt saman slithlutir. Þess utan bara smurolía og síur.


Til baka á “Tegundaspjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir