Sælir. Ég var að skipta um tímareim og heddpakkningu í 96 sidekick, og þegar allt var komið saman og í bílinn var enginn bensínþrýstingur. Ég prufaði að losa á síunni aftur við tank, og sama, ekkert trukk. Er einhverstaðar relay fyrir dæluna sem hægt er að fífla til að fá bensíndælu til að dæla? Hvaða forsemdur þarf fyrir dæluna til að ræsast? Er þetta þekkt í þessum bílum?
Kv Sævar P
enginn bensínþrýstingur í sidekick
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Sæll nafni, fyrst þú varst að skipta um heddpakkningu, virkaði dælan örugglega áður, það kemur ekki fram
Það eru mikilvægar jarðtengingar(2) sem festast undir 6mm bolta með 10mm haustaki farþegamegin, festast ofarlega í soggreinina
Svo getur verið annað tilviljanakennt eins og t.d. léleg jarðtenging bakvið vinstra afturljós (algengt)
eða uppgefin bensíndæla ( líka algengt)
Segulliðinn fyrir bensíndæluna stjórnast af kveikjusignali gegnum ECU, segulliðinn er innan við hanskahólfið ef horft er upp til vinstri, þar er bretti með 4 segulliðum og ég man nú ekki hvar hann er í röðinni en það á ekki að fara framhjá þér ef þú svissar á þá á það að smella inn í 3 sek
Það eru mikilvægar jarðtengingar(2) sem festast undir 6mm bolta með 10mm haustaki farþegamegin, festast ofarlega í soggreinina
Svo getur verið annað tilviljanakennt eins og t.d. léleg jarðtenging bakvið vinstra afturljós (algengt)
eða uppgefin bensíndæla ( líka algengt)
Segulliðinn fyrir bensíndæluna stjórnast af kveikjusignali gegnum ECU, segulliðinn er innan við hanskahólfið ef horft er upp til vinstri, þar er bretti með 4 segulliðum og ég man nú ekki hvar hann er í röðinni en það á ekki að fara framhjá þér ef þú svissar á þá á það að smella inn í 3 sek
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Það sem Sævar sagði, byrja á að tékka á þessum jarðtengingum undir húddinu.
Annars er mjög algengt að það komist raki í plögginn fyrir bensíndæluna, hann er þarna fyrir miðju bakvið afturstuðarann, og þegar spansgrænan er búin að éta upp contactana verður bensínþrýstingur lítill eða enginn.
Annars er mjög algengt að það komist raki í plögginn fyrir bensíndæluna, hann er þarna fyrir miðju bakvið afturstuðarann, og þegar spansgrænan er búin að éta upp contactana verður bensínþrýstingur lítill eða enginn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Já dælan var í lagi, mótorinn át tímareimina. Það var reyndar eitthvað búið að hafa orð á því að það hafi verið einhver tussugangur í honum nokkrum sinnum áður en reimin fór, spurning hvort dælan hafi verið að svíkja þá. Annars er þetta góður punktur með jarðsambönd, væri gott að renna yfir það.
Hvernig lítur annars plögguð fyrir dæluna út þarna við afturstuðarann? er ekki hægt að beintengja dæluna þar til að athuga ástandið á henni?
Kv Sævar P
Hvernig lítur annars plögguð fyrir dæluna út þarna við afturstuðarann? er ekki hægt að beintengja dæluna þar til að athuga ástandið á henni?
Kv Sævar P
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Settu bara plús og mínus á dæluna og hlustaðu eftir hvort hún snúist
Tjekkaðu líka öryggið fyrir hana
Og svo fara eftir sævari, annars er yfirleitt lítið mál að finna útúr svona bensín dælu draug og ég huxa að þú farir létt með það
Tjekkaðu líka öryggið fyrir hana
Og svo fara eftir sævari, annars er yfirleitt lítið mál að finna útúr svona bensín dælu draug og ég huxa að þú farir létt með það
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
vitiði nokkuð hvar öryggið fyrir dæluna er? ég er nefnilega ekki með eigandahandbók eða neitt með í förum, eina sem ég finn líklegt er merkt FI ( fuel injection) og það er heilt.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Skoðaðu bara öll öryggi sem eru í bílnum og gáðu hvort eitthvað er ónýtt
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Það er Fuel injection öryggið og ECU öryggið, minnir að annað þeirra sé 30 eða 40A og hitt 15A
Tengið bakvið stuðarann er ýmist hvítt eða blátt eða grænt, það fer ekki framhjá þér það er hengt utan á þverbita innan við stuðarann
þú kemst líka í c.a. 20 pinna tengi innan við vinstra afturljós og ættir að geta fundið bensíndælukaplana þar
Tengið bakvið stuðarann er ýmist hvítt eða blátt eða grænt, það fer ekki framhjá þér það er hengt utan á þverbita innan við stuðarann
þú kemst líka í c.a. 20 pinna tengi innan við vinstra afturljós og ættir að geta fundið bensíndælukaplana þar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: enginn bensínþrýstingur í sidekick
Með bensíndæluna er ágætt að byrja á því að svissa á bílinn og heyra hvort það smellur í relayi eftir sirka 2-3 sek, það er bensíndælurelayið sem að smellur á þegar þú svissar á en dælan gengur svo í 2-3 sek á eftir. Ef það smellur í relayinu er ágætt að athuga dæluna og hvort það kemur straumur að dælunni. Ef það er enginn smellur þá þarftu að athuga relayið og hvort tölvan sem stjórnar því fær straum.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur