Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?

Postfrá AgnarBen » 17.des 2013, 00:01

Er með XJ á blaðfjöðrum og vantar dempara í hann að aftan, er með orginal dempara í orginal lengd í dag og þeir eru alveg búnir.

Hvað á ég að kaupa og hvar ? Allar uppástungur og umræður vel þegnar :)

Vil helst græja þetta fyrir jól þannig að ebay kemur ekki til greina .....


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?

Postfrá stebbiþ » 17.des 2013, 01:13

Sæll Aggi
Prufaðu þá í Fjallabílum, þeir eru með gott úrval af orginal gasdempurum frá Gabriel. Kosta skít á priki og hafa reynst mér ágætlega.

Kveðja,
Stebbi Grand Cherokee eigandi ( XJ var of lítill fyrir þrjá barnastóla :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1933
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?

Postfrá Sævar Örn » 17.des 2013, 02:14

Fékk framdempara par í XJ á 15000 í bílabúð benna, Monroe minnir mig
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?

Postfrá AgnarBen » 17.des 2013, 09:31

Gerði smá verðkönnun fyrir áhugasama á afturdempurum í Cherokee XJ ´95.
Hér eru þeir gasdemparar sem voru til á lager og verð eru án afsláttar:

Stál og Stansar 11.200 kr/stk Gabríel
Bílanaust 11.900 kr/stk Koni
Stilling 15.600 kr/stk Gabríel
Benni 24.900 kr/stk OME

Ég veit að OME eru mjög góðir demparar en verðið á KONI er ansi gott !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur