Ég var með það á vélsleða sem ég átti og það er eitthvað íslandskort í því en mjög frumlegt skilst mér en einhver sagði mér að það væri flott að nota svona tæki tengt við tölvu og nota mapsource.
Þar sem ég kann ekkert á gps þá fanst mér bara kúl að hafa kveikt á því og ljós á skjánum en ég veit ekkert hvað það getur eða getur ekki, menn verða bara að kynna sér það sjálfir því ég get ekki svarað fyrir neitt um tækið.
Það vantar festinguna og snúruna en mér skilst að það sé ekkert mál að fá það, einhverra hluta vegna fékk sá búnaður að fara með sleðanum á haugana þegar hann kvaddi mig.
Datt í hug að biðja um 10 þús fyrir tækið.
Kv. Guðni
