Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

User avatar

Höfundur þráðar
pallibj
Innlegg: 5
Skráður: 06.sep 2013, 16:51
Fullt nafn: Páll Sigurður Björnsson
Bíltegund: Chevrolet Suburban
Staðsetning: Reyðarfjörður

Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá pallibj » 07.sep 2013, 00:19

Sælir allir.

Vitið þið hvað gersit ef ég læt breyta Chevy Suburban 1979 árgerð í alvöru fjallabíl?
Það er best að útskýra þetta dálítið betur.
Málið er að þessi ágæti bíll (sem er reyndar ekki vatnsheldur, ég komst að því í seinustu rigningu þegar það lak vatn niður á lærin á mér og á rattið) er skráður sem fornbíll.
Hann þarf reyndar að fara í töluverða yfirhalningu og leita ég nú að bili í húsi á Reyðarfirði til að koma bílnum inn og hef ég hugsað mér að lagfæra hann dálítið.
En aftur að fornbílatalinu. Ef ég myndi t.d. breyta honum þannig að hann færi á 39,5 til 44 tommu dekk, ætli hann tapi þá fornbílaskráningunni vegna þess hve mikið hann er breyttur?
Er einhver sem veit þetta hér?


Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 00:24

mér hefur verið neitað um fornbila tryggingu þa breyttum jeppa en það er langt siðan göldin breytast ekkert

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá ellisnorra » 07.sep 2013, 09:17

Ríkinu er alveg sama, þú þarft ekki að borga bifreiðagjöld sama á hvaða dekkjum hann er.
Það eru tryggingafélögin sem eru svikul. Já ég segi svikul, því mér finnst það svik að selja einum fornbílatryggingu á breyttan bíl en öðrum ekki, jafnvel þó það sé í sama útibúinu. Í Sjóvá í Borgarnesi fékk ég neitun á fornbílatryggingu á minn breytta bíl, og þegar ég benti þeim á hvað það væri misjafnt að sumir fengju og aðrir ekki þá var alveg komið af fjöllum, undur og stórmerki. Ég veit að einn félagi minn er með sinn 38" fornbíl tryggðan á fornbílatryggingu hjá Borgarnesútibúi Sjóvá, samt hefur það aldrei skeð, að þeirra sögn.
Þetta finnst mér svik.
Enda færði ég mig um félag, fór til Varðar núna 1. sept og þar var þetta ekki nokkkurt einasta mál, þó ég hafi tekið sérstaklega fram í tilboðsgerðinni að þetta væri mikið breyttur fjallajeppi til að engin vonbrigði kæmu í dæmið seinna.

Vís bauð mér 53þúsund ef ég sleppi rúðutryggunginni, Vörður bauð mér 17 þús fyrir venjulega pakkann (með rúðutryggingu).
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
pallibj
Innlegg: 5
Skráður: 06.sep 2013, 16:51
Fullt nafn: Páll Sigurður Björnsson
Bíltegund: Chevrolet Suburban
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá pallibj » 07.sep 2013, 10:05

Ókei. Takk fyrir þessi svör.
Flott hjá Verði.

En Elli. Hvaða árgerð er þinn Suburban og hvað er í og undir honum?
Ég spyr því ég er að byrja í þessum bransa, þó svo ég hafi reyndar átt Wrangelr 1987 sem ég lét setja 318 í. Hann var á 33" og Rancho fjöðrum. En það er svo langt síðan að hann var ekki skráður fornbíll þá.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá ellisnorra » 07.sep 2013, 10:15

Minn er 87 árgerð, í honum er núna 6.2, th700 skipting, 203 milligír og 205 millikassi. dana 60 framan og 14 bolta full float að aftan og 46" dekk. Er að fara að skipta út mótor og skiptingu og setja 5.9 cummins og 5 gíra kassa.
Image
http://www.jeppafelgur.is/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 11:45

það er 25 ára sem bill verur fornbill á islandi er það ekki


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá sukkaturbo » 07.sep 2013, 12:10

Sæll lecter ég held að það sé 20 ár og bifreiðagjöld falla niður við 25 ára aldur kveðja guðni


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá stebbiþ » 07.sep 2013, 18:22

Er með Suburban ´85 sem er skráður fornbíll og er á fornbílatryggingu (10 þúsund kr. á ári). Hann er breytingaskoðaður og skráður á 39,5" dekkjum.

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá nobrks » 10.sep 2013, 12:08

sukkaturbo wrote:Sæll lecter ég held að það sé 20 ár og bifreiðagjöld falla niður við 25 ára aldur kveðja guðni


25ár, lesið skilgreininguma
http://ww2.us.is/sw_documents/8

User avatar

Snoopy
Innlegg: 113
Skráður: 28.maí 2010, 18:31
Fullt nafn: Karl Reynir Geirsson
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá Snoopy » 18.nóv 2013, 21:46

elliofur wrote:Ríkinu er alveg sama, þú þarft ekki að borga bifreiðagjöld sama á hvaða dekkjum hann er.
Það eru tryggingafélögin sem eru svikul. Já ég segi svikul, því mér finnst það svik að selja einum fornbílatryggingu á breyttan bíl en öðrum ekki, jafnvel þó það sé í sama útibúinu. Í Sjóvá í Borgarnesi fékk ég neitun á fornbílatryggingu á minn breytta bíl, og þegar ég benti þeim á hvað það væri misjafnt að sumir fengju og aðrir ekki þá var alveg komið af fjöllum, undur og stórmerki. Ég veit að einn félagi minn er með sinn 38" fornbíl tryggðan á fornbílatryggingu hjá Borgarnesútibúi Sjóvá, samt hefur það aldrei skeð, að þeirra sögn.
Þetta finnst mér svik.
Enda færði ég mig um félag, fór til Varðar núna 1. sept og þar var þetta ekki nokkkurt einasta mál, þó ég hafi tekið sérstaklega fram í tilboðsgerðinni að þetta væri mikið breyttur fjallajeppi til að engin vonbrigði kæmu í dæmið seinna.

Vís bauð mér 53þúsund ef ég sleppi rúðutryggunginni, Vörður bauð mér 17 þús fyrir venjulega pakkann (með rúðutryggingu).



elli þettað fynst mér magnað.

ég er búinn að vera hjá verði í nokkur ár. og keypti mér minn forláta suburban núna fyrr í haust. hjá verði fékk ég þau svör að ég gæti ekki fengið hann tryggðan sem fornbíl. fengi bara "venjulega skyldutryggingu á hann " ástæðan sem að mér var gefin fyrir þessu var að hann er breyttur jeppi og þá flokkist hann ekki lengur sem fornbíll. sama hvað ég talaði og benti þeim á að þeir væru að fara beint á móti reglugerðum og tala með rassgatinu þá var það bara ekki fræðilegur.

prufaði að hringja í Vís. þeir sögðu já ekkert mál. þarft bara að vera með fornbílinn skráðann sem 2 bíl.

þannig að mér fynst þettað mjög skrítin svör sem að þú fégst frá verði miðað við mína reynslu af þessum "orð ekki við hæfi almennings"

tek það framm að ég er á 73 árgerð af suburban á 44" og honum var breytt í kringum aldamótin þannig að ekki beynt nýtt af nálinni.
1973, Suburban 44" 6.5 T - Lurkurinn - Seldur
1974 GMC 15hundred Sierra Grande - í Uppgerð

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá ellisnorra » 18.nóv 2013, 22:11

Undarlegt.
http://www.jeppafelgur.is/


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Frá Chevrolet fornbíll að breyttum bíl

Postfrá Gunnar00 » 18.nóv 2013, 22:27

þegar ég var að tryggja minn fornbíl (38" breyttur 70 cruser) þá var ég ekkert að nefna það að hann væri breyttur, sagði bara að ég ætti bíl A og síðan að ég ætti fornbíl, og fékk tilboð útá það. síðan þegar ég gékk að tilboðinu þá breyttist það ekkert. ég er tryggður hjá vís.


Til baka á “Chevrolet”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir