misstór dekk og fjórhjóladrif

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

misstór dekk og fjórhjóladrif

Postfrá íbbi » 16.nóv 2013, 23:37

ég átti felgur undir pajeroinn minn með mastercraft vetrardekkjum, 265.75R16 þær komu undan pajero með hið hefðbundna hjólastillivandamál og voru tví tvö dekkjana gjörsamlega ónýt.

ég leytaði mikið af tveimur eins mastercraft án árangurs, og fann satt að segja lítið að dekkjum í þessari stærð yfir höfuð, en fékk svo dúndurfín wild country dekk hjá honum hlyni (hfsd37 e-h álíka) hérna á spjallinu,

ég henti þeim á felgurnar og undir, en fannst strax áberandi stærðarmunur á þeim, prufaði að setja bílinn í drifin og það er gengur ekki, gríðarleg þvingun í honum og söngur.

ég mældi dekkin og sá að wild country dekkin eru 79cm há tæplega, og mastercraftdekkin rúmir 74cm, sem er vitanlega alltof mikið.

og spyr því, hvaða skekkju kemst maður upp með? og á einhver dekk sem vill skipta við mig, hvort sem hann vildi mastercraft dekkin eða wild country,

mbk, ívaR


1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: misstór dekk og fjórhjóladrif

Postfrá Navigatoramadeus » 17.nóv 2013, 09:17

veit að bílar með sídrifi hafa jarðað millikassa og drif útaf minna en tommu mun á dekkjum svo ég geri ráð fyrir að það eigi líka við þegar part-time bílar eru komnir í fjórhjóladrifið.

meira að segja á sídrifsbílum að hafa mjög lint í einu dekki í einhvern tíma hefur nægt til að skemma miðdrifið.
mér var sagt að það væri ein af ástæðum þess að það komu loftþrýstiskynjarar í felgur, ásamt fleiri ástæðum eflaust.

var að vinna í bílaumboði og þar voru margir sídrifsbílar settir á aðeins verklegri dekk en varadekkið látið halda sér, gera þetta billegt, svo sprakk og menn hentu varadekkinu undir og keyrðu á því í einhvern tíma þá fór miðdrifið !

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: misstór dekk og fjórhjóladrif

Postfrá íbbi » 17.nóv 2013, 12:04

ég hef einmitt lent í þessu á terrano líka, pajeroinn hjá mér er með gamla millikassanum, s.s bara stöng og 2h-4h-4l.


það væri nú alveg óskandi að dekkjastærðinar væru aðeins nákvæmari á milli framleiðanda, auðvitað spilar slit inni í. en maður hefur séð alveg hrikalegan mun á því sem átti að heita jafnstórt
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur