Þolir eitthvað kítti bensín ?
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Nei. Ef það er leki með tanknum hjá þér verður að laga það án kíttis. Lekur með samsetningunni þar sem flangsinn með rörunum stingst í tankinn eða e.t.v. með rörunum sjálfum? Kítti leysist upp og verður áfram lint/blautt í bensíninu og rúllast upp í litlar kúlur sem ferðast um botninn á tanknum og rata svo á endanum í pikkup-ið. Eina sem ég hef fundið sem þolir bensín og er m.a.s. tekið fram að það þoli bensínið er gengjuþéttiefni sem fæst hjá wurth, partnr. 893-511-050.
Freyr
Freyr
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Einhvertíman keypti ég pakningalím hjá n1 sem á að þola bensín eða í það minsta stendur það á túpuni....
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Það er eitthvað efni til frá Permatex sem þolir bensín. Það er líka til efni sem heitir JB-weld, 2ja þátta epoxy kítti sem harðnar og þolir bensín vel. Það væri hægt að nota það til að slétta undirlag undir pakkningar/o-hringi eru orðnar eitthvað ójafnar.
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Freyr wrote:Nei. Ef það er leki með tanknum hjá þér verður að laga það án kíttis. Lekur með samsetningunni þar sem flangsinn með rörunum stingst í tankinn eða e.t.v. með rörunum sjálfum? Kítti leysist upp og verður áfram lint/blautt í bensíninu og rúllast upp í litlar kúlur sem ferðast um botninn á tanknum og rata svo á endanum í pikkup-ið. Eina sem ég hef fundið sem þolir bensín og er m.a.s. tekið fram að það þoli bensínið er gengjuþéttiefni sem fæst hjá wurth, partnr. 893-511-050.
Freyr
Já ég er með nýjan tank og nýjan gúmmí o-hring en ég er bara ekki ná að þétta með flangsinum, smitar alltaf eitthvað smá ..... er að verða verulega pirraður á þessu !
-
- Innlegg: 12
- Skráður: 29.jan 2013, 15:29
- Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavík.
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
1. Gúmmí er ekki sama og gúmmí í O-hringjum. Þarft að vera viss um að það þoli benzín/disel. t.d. Buna-N (Nitrile)
http://www.efunda.com/designstandards/o ... motive#mat
http://www.marcorubber.com/materialguide.htm
http://manuf-rubber.com/wp-content/uplo ... -Guide.pdf
Athuga hjá Landvélum
2. Ef flansar eru ósléttir er kork, pappír/pappi pottþétt eða ofangreind gúmmíefni.
3. Pakkningalím með flötum pakkningum eða eitt sér t.d. http://www.permatex.com/products-2/prod ... ant-detail
fæst held ég í Bílanaust. Líka http://www.newmantools.com/chemicals/hylomar.htm fékkst hér einhversstaðar í denn.
sjálfsagt mörg fleiri.
Gangi þér vel.
http://www.efunda.com/designstandards/o ... motive#mat
http://www.marcorubber.com/materialguide.htm
http://manuf-rubber.com/wp-content/uplo ... -Guide.pdf
Athuga hjá Landvélum
2. Ef flansar eru ósléttir er kork, pappír/pappi pottþétt eða ofangreind gúmmíefni.
3. Pakkningalím með flötum pakkningum eða eitt sér t.d. http://www.permatex.com/products-2/prod ... ant-detail
fæst held ég í Bílanaust. Líka http://www.newmantools.com/chemicals/hylomar.htm fékkst hér einhversstaðar í denn.
sjálfsagt mörg fleiri.
Gangi þér vel.
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Gamla rúðukíttið frá Soudal hét SOUDAL 955 http://www.soudal.com/soudalweb/product ... 92&ID=2522 þoldi mjög vel bensín fékkst alltaf í poulsen í gamladaga hef ekki fundið þannig í nokkur ár en ég gerði við bensíntsank sem míg lak með þannig fyrir 10 árum síðan og það hélt allavega 4 ár á eftir meðan ég átti bílinn og hef fulla trú á að það haldi enn . var ráðlagt að nota þetta af söluaðila á sínum tíma . eflaust þola fleiri frammrúðukítti bensín bara passa vel að allt sé hreinnt og þurt meðan efnið er sett á og þangaðtil það er full þornað
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Polyurethane efni eins og Sika FC11 þola bensín að einhverju marki.
Ég hef límt plastplötur yfir göt á botni bensíntanks með Polyurethane kítti og ég veit til að hafi enst í áratug og tugi ef ekki hundruð þúsunda kílómetra.
Ég hef líka lagað lítið gat á plast tanki sem lak úr þegar bótin vara lögð yfir og það virkaði.
Ég hef límt plastplötur yfir göt á botni bensíntanks með Polyurethane kítti og ég veit til að hafi enst í áratug og tugi ef ekki hundruð þúsunda kílómetra.
Ég hef líka lagað lítið gat á plast tanki sem lak úr þegar bótin vara lögð yfir og það virkaði.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Ef þetta er ekki plasttankur þá er sterkur leikur að lóða í hann og slípa eftir þörfum.
Re: Þolir eitthvað kítti bensín ?
Það er ekki gat á tanknum hjá mér heldur lekur með samsetningunni á flangsanum þar sem rörið og slefið koma í hann. Ég ætla að skoða þetta enn einu sinni og sjá hvort ég nái ekki að þétta með einhverjum af þessum efnum sem þið stingið upp á.
Takk fyrir svörin !
Takk fyrir svörin !
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur