hentug felgubreidd fyrir dekk?


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

hentug felgubreidd fyrir dekk?

Postfrá Big Red » 06.nóv 2013, 21:28

Tökum bara sem dæmi 36x14.50R15. hver er hentugasta felgubreiddin fyrir þau. Meina er 10" nóg eða er betra að hafa 12" eða jafnvel 14?

Meina segjum að við setjum þau á 14" breiðar felgur er þá ekki alltaf hætta á affelgun? Endilega þið reynslumeiri menn að deila visku með okkur nýgræðingunum. Aðallega að spá í kostum og göllum þess að hafa mjórri eða breiðari felgu.

alltí lagi að spanna þetta bara frá 33-39.5 bara hugsa það séu nú helstu dekkjastærðir sem nýir jeppamenn eru að horfa á.


Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: hentug felgubreidd fyrir dekk?

Postfrá haffiamp » 06.nóv 2013, 21:35

mitt mat er:

33-35" - 10" felga
hef prufað 12" felgu og það belgir þau of mikið finnst mér sem getur verið slæmt við úrhleypingu

ég myndi taka 12" fyrir 36" dekkin, jafnvel 13"

hef svo alltaf verið hrifnastur af 13" fyrir 38" dekkin sem eru 15,5 á breidd...
affelgaði aldrei á mínum en svo var vinur minn með 15" breiðar felgur og beadlock og það munaði ekki svo miklu á floti, en hann var duglegri að skipta um legur og spindla en ég...


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur