landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?


Höfundur þráðar
eyjar
Innlegg: 10
Skráður: 27.okt 2011, 13:58
Fullt nafn: Ólafur Már Harðarson

landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá eyjar » 03.nóv 2013, 21:03

Góða kvöldið, er með landcruiser 90 árg 1998 á 33". Og mig finst hann eyða mjög miklu, er búinn að vera mæla hann í langkeyrslu og hann er á milli 17-18 lítrum. Keyri ekki hraðar en 90km. Það er ný loftsía þannig það er ekki það. Getur verið að það séu spíssarnir? er einhver sem veit einhvað um þetta ? Kv Óli Már




birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá birgiring » 03.nóv 2013, 21:12

Hvernig mælir þú vegalengdina? Ef hraðamælirinn hefur ekki verið leiðréttur f. 33"
sýnir hann ekki rétta vegalengd.


Höfundur þráðar
eyjar
Innlegg: 10
Skráður: 27.okt 2011, 13:58
Fullt nafn: Ólafur Már Harðarson

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá eyjar » 03.nóv 2013, 23:27

hraðamælirinn er réttur!


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá juddi » 04.nóv 2013, 11:11

Skiptu um loftsíu og hráolíusíu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá haffiamp » 06.nóv 2013, 18:57

ég var með beinskiptan á 38" sem var í 14,5 útá vegi með tjaldvagn og það sama innanbæjar

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá íbbi » 07.nóv 2013, 21:31

juddi wrote:Skiptu um loftsíu og hráolíusíu


ný loftsía
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá bragig » 07.nóv 2013, 23:38

Er þetta sjálfskiptur eða beinskiptur? Er bíllinn nokkuð erfiður í gang kaldur eða máttlaus? Svartur reykur? Ef allt er eðlilegt á svona bíll að eyða 9-11 lítrum á 90km/h.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá Grímur Gísla » 08.nóv 2013, 10:28

Oft er hægt að ná niður eyðslu með breyttu aksturslagi, nota hærri gíra og minni vélarsnúning. Vinur minn fékk eyðsluna niður um 3 lítra með því að skipta um gír í 2000 sn/mín í stað yfir 3000sn/mín áður á 33" diesel Pæjunni sinni.
Eins að vera með réttann loftþrýsting í dekkum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá Stebbi » 08.nóv 2013, 14:15

bragig wrote:Er þetta sjálfskiptur eða beinskiptur? Er bíllinn nokkuð erfiður í gang kaldur eða máttlaus? Svartur reykur? Ef allt er eðlilegt á svona bíll að eyða 9-11 lítrum á 90km/h.


Ef að 90 krúser með eldri vélini er að eyða 11L á hundraðið þá er annað hvort olíulögnin stífluð eða gamall leigubílstjóri með hatt að að keyra. Óbreyttur eða lítið breyttur getur alveg legið í 13-14 lítrum án þess að nokkuð sé að. 17-18 lítrar er kanski heldur hátt en maður hefur svosem heyrt þessar tölur á 38" sjálfskiptum bílum yfir vetrartímann.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá bragig » 08.nóv 2013, 16:19

Stebbi wrote:
bragig wrote:Er þetta sjálfskiptur eða beinskiptur? Er bíllinn nokkuð erfiður í gang kaldur eða máttlaus? Svartur reykur? Ef allt er eðlilegt á svona bíll að eyða 9-11 lítrum á 90km/h.


Ef að 90 krúser með eldri vélini er að eyða 11L á hundraðið þá er annað hvort olíulögnin stífluð eða gamall leigubílstjóri með hatt að að keyra. Óbreyttur eða lítið breyttur getur alveg legið í 13-14 lítrum án þess að nokkuð sé að. 17-18 lítrar er kanski heldur hátt en maður hefur svosem heyrt þessar tölur á 38" sjálfskiptum bílum yfir vetrartímann.


Maðurinn talar um eyðslu á 90km/h. Skiptir engu hvort hann er gamall með hatt á höfðinu eða ekki.


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá solemio » 08.nóv 2013, 16:25

átti svona bíl sjálfskiptan 98 árg á 35"dekkjum,alveg sama hvað var gert,hann eyddi aldrei undir 15lítrum í langkeyrslu og samt var hann búinn að fara í umboðið og friðrik ólafs til að finna útur þessu því allir sögðu að þetta væru svo æðislegir bílar og eyddu bara á við station fólksbíl.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá Stebbi » 08.nóv 2013, 16:42

Eina lausnin á svona eyðslu í LC90 er að yngja upp í D4D vélina, þá fer að verða möguleiki á því að sjá 11L á 90km/h.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá Tollinn » 08.nóv 2013, 17:35

Mín reynsla af þessum bílum er sú að 33" bíll sé með 12 l/ 100 km í langkeyrslu, þetta eru klárlega of háar tölur, get nú ekki komið með lausn en fylgist spenntur með niðurstöðu í málinu

kv Tolli


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá haffiamp » 08.nóv 2013, 22:09

Stebbi wrote:
bragig wrote:Er þetta sjálfskiptur eða beinskiptur? Er bíllinn nokkuð erfiður í gang kaldur eða máttlaus? Svartur reykur? Ef allt er eðlilegt á svona bíll að eyða 9-11 lítrum á 90km/h.


Ef að 90 krúser með eldri vélini er að eyða 11L á hundraðið þá er annað hvort olíulögnin stífluð eða gamall leigubílstjóri með hatt að að keyra. Óbreyttur eða lítið breyttur getur alveg legið í 13-14 lítrum án þess að nokkuð sé að. 17-18 lítrar er kanski heldur hátt en maður hefur svosem heyrt þessar tölur á 38" sjálfskiptum bílum yfir vetrartímann.


Tja.... gamla settið átti óbreyttan 90 cruiser árgerð 97 sjálfskiptan, hann var í 12-13 í reykjavík og 11-12 útá vegi en þá með tjaldvagn

í dag eiga þau 2004 120 cruiser sem er sjálfskiptur og á 33" og hann er með sömu tölur í bænum eða á milli 12 og 13 á 100 en hann fer niðrí 10 útá vegi á 90 en þau eiga bara mælingu með fellihýsi aftaní


johannes256
Innlegg: 2
Skráður: 17.nóv 2013, 17:15
Fullt nafn: Jóhannes Jónsson
Bíltegund: Toyota

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá johannes256 » 17.nóv 2013, 17:20

Sæll,

Er rétt loft í dekkjum. Þú átt að keyra þennan bíl á 30 pundum - munar töluverðu í eyðslu. Oft eru menn að keyra þá í 20 pundum og eyða töluvert meiru.

kv
Johannes

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: landcruser 90 diesel 1998 eyðir mjög miklu?

Postfrá oggi » 17.nóv 2013, 18:50

dísurnar í spíssunum tími á olíuverki vitlaus. Er hann eitthvað aflminni heldur en venjulega


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir