Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 13.okt 2013, 17:06

Sælir
Ég hef undanfarin ár verið með gæluverkefni samhliða þeim jeppum sem ég hef notað til jeppaferða. Þar sem ég hef alltaf haft annan jeppa til að ferðast á þá hefur þetta verkefni gengið mjög hægt og rólaga í gegnum árin. Það byrjaði meðan ég var í háskólanámi og átti því enga peninga í verkið auk þess sem bíllinn var yfir 200 km í burtu. Að námi loknu var hægt að kaupa dót í verkið, bíllinn var fluttur í bæinn og þetta smá saman þróaðist í það sem fer að komast á götuna fljótlega. Ég hef verið duglegur að mynda ferlið og á því mikið af myndum.

Byrjum á byrjuninni.
Hér er grind og kram þegar ég eignaðist bílinn. Hann var á orginal hásingum og blaðfjöðrum.

Image

Boddýið var orðið mjög illa á sig komið. Ég ákvað samt leggjast í þá vinnu að ryðbæta skúffuna.

Image

Allt var hreinsað af grindinni hún slípuð niður í járn og máluð með sink grunn og svörtu lakki.

[imghttp://www.f4x4.is/wp-content/uploads/2009/02/57322.jpg[/img]

Mikill tími fór í að smíða upp botninn og hliðar á skúffunni. Ryð var skorið í burtu og nýjar plötur soðnar í.

Image


Gallinn við það að vera svona lengi með svona verkefni er að smekkur manna og kröfur breytast með árunum. Ég byrjaði á að smíða undir bílinn dana 44 undan scout og 9“ ford undan bronco. Seinna fékk ég þá flugu í höfuðið að þetta væri allt of mjóar hásingar, auk þess sem báðar hafa þær sýna veikleika. Scoutinn er með lélegar hjólalegur og 28 rílu öxlarnir eru ekki merkilegur búnaður. Því var ákveðið að fara í fulla breidd á hásingu Dana 44 frá GM ¾ ton. Hún var smíðuð undir að framan og á sama tíma var framfjöðrunin smíðuð upp. Hún hefur komið þokkalega út með 32 cm svið og 16 cm í samslátt. Í framhásingu var verslaður ARB loftlás og 4.56 hlutfall.

Image

Hér sést vel munur á breidd hásinga, Nýja rörið er 175 cm milli felgubotna en gamla er 135 cm.

Image

Image

Togstöng var sveruð upp á sama tíma.

Image
.

Að aftan var ákveðið að fara í 31 rílu 9“ með nospin læsingu. Keyptir voru Range Rover gomar.
Endursmíði á þessu kerfi er á teikniborðinu núna :)

Image

Image

Image

Afturhásing var færð eins aftarlega og boddy leyfir og framhásing var færð fram um 10 cm. Lengja þurfti bæði sköftin, það gerði ég í rennibekk í sveitinni.

Image

Brettakantar að aftan verslaðir af Gunnari, þeir eru 35 cm breiðir, frambretti úr plasti voru keypt notuð, en þeim var breytt á alla mögulega vegu.

Image


Þegar hér er komið við sögu (2009) var ekkert búið að fara í kramið. Með bílnum fylgdi 360 AMC vél ,jeppaútgáfa af 904 sjálfskiptingu og Dana 300 millikassi. Þar sem mikil eftirvænting var fyrir því að prufa gripinn var bara skipt um olíur á öllu, vélin sett í gang, hjálmur settur á konuna og þrykkt af stað upp á nærliggjandi heiði. Hér eru nokkrar myndir af því. Jólin 2009.

Image

Image

Image


Í þessari ferð var virkilega gaman að bruna um á Jeep. Þarna var líka tekið vel á vélinni, hún var sett á botn snúning í einni brekkunni sem endaði með því að útblásturs ventill brotnaði og rústaði stimpli og heddi.

Image

Image

Image

Image

Um áramótin 2009-2010 er tekin ákvörðun um að kaupa aðra sambærilega vél og gotterí í hana frá USA.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Vélin var kominn saman vikunni fyrir páska. Hún létt keyrð til og svo brunað í páskaskrepp.

Image

Image

Image

Image

Image

Í þessari ferð fór sjálfskiptingin, en það skýrðist af rangri samsetningu á skiptingunni af fyrri eigendum. Ég tók upp sjálfskiptinguna og setti í hana shift kit og meira fínerí frá Summit.
Í kjölfarið var bíllinn fluttur suður en þá var hægt að vinna meira í honum.

Image

Image

Ég breytti gömlu skála bremsunum yfir í diskabremsur með handbremsu.

Image

Image

Ég ákvað að láta vaða í að sprauta skúffuna á bílnum, liturinn sem varð fyrir valinu var appelsínugulur.

Image

Image

Image

Image

Image

Hér eru komin áramót 2011-2012 bílnum var raðað saman, í skoðun og í skreppitúr upp Nesjavallaleið

Image

Bíllinn kom mjög vel út mikið flot og nóg af afli.

Image

Fyrstu helgina í Jan. 2012 var farið í ferð upp Sprengisand og gist í Þúfuvötnum.

Image

Image

Í þessari ferð var mjög erfitt færi , mikill nýfallin snjór og dauðalogn. Þarna lenti ég í miklum hitavandamálum. Niðurgírunin var ekki nógu mikil og varð ég að snuða skiptinguna til þess að geta skriðið áfram í snjónum sem varð til þess að skiptingin varð vel heit.

Image

Image

Hér er myndband úr þessari ferð. En ferðin var hin mesta skemmtun.
http://www.youtube.com/watch?v=9Dfy7gAw1NI

Á laugardags kvöldi ætlaði ég að sýna vini mínum máttinn og dýrðina í willys, með 1 pund í dekkjum og læst framan og aftan tók ég hressilega á bílnum. Það endaði með því að ég braut nefið framan af convertor í skiptingunni. Ég var dreginn alla leið heim :(

Image

Eftir þessa ferð var ákvörðun tekin um að fara í stærri sjálfskiptingu 727 og smíða í bílinn skriðgír. Þessi breyting var notuð sem afsökun fyrir því að lengja bílinn um 25 cm.
Framhald síðar...

kv
Kristján Finnur
Síðast breytt af Finnur þann 20.mar 2014, 21:19, breytt 7 sinnum samtals.



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá HaffiTopp » 13.okt 2013, 18:05

Geggjað og ógeðslega flott!!!

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 13.okt 2013, 18:14

Þetta er stórskemmtilegt að sjá svona í alvöru sögu Finnur. Ég hef nú fylgst aðeins með bút og bút en þarna sér maður heildina :)

Er einhver áætlun hvenær hann verður kominn út að leika? Gaman væri að taka túr með þér, konunum okkar þætti það nú ekki leiðinlegt :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Freyr » 13.okt 2013, 18:49

Flottur þráður um skemmtilegt verkefni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 13.okt 2013, 19:00

Nú vantar LIKE takkann
(enn og aftur)

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá sonur » 13.okt 2013, 20:41

Er að digga litinn á bilnum! kemur svaðalega flott út á svona 44" en er svona bill alvega að bæla 44" niður? hvað er hann þungur hjá þér?
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Rodeo » 13.okt 2013, 21:26

Dagur á fjöllum, ár í skúrnum!

Afraksturinn er líka með flottari jeepum og djöfull skal ég trúa að hver fjalladagur hafi verið skemmtilegur.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá AgnarBen » 13.okt 2013, 22:08

Skemmtilegur þráður og flottur Willys !

Ég var í hópnum sem þið hittuð við Þúfuvötn og ég man vel eftir Willanum og Ranger-num - eftirtektaverðir bílar - en færið þessa helgi var hroðalegt, ussssss ........
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 13.okt 2013, 22:44

Sælir

Ég þakka fyrir hlý orð.

Elli planið er að komast út að leika um áramótin, ég er búinn að lengja hann og gera margt fleira sem ég reyni að koma inn myndum af fljótlega.

Já hann bælir DC dekkin fínt, vantar bara meira grip í þau.

Agnar, ég man eftir ykkur, en færið þessa helgi var mjög erfitt og varð til þess að ég ákvað að smíða skriðgír í þennan bíl til þess að geta drifið betur í svona færi.

Restin af sögunni kemur á næstu dögum.

kv
KFS

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Refur » 13.okt 2013, 23:52

Þetta verður orðinn vel útspekúleraður bíll, enda helvíti huggulegur.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá sukkaturbo » 14.okt 2013, 07:56

Sælir alveg glæsilegur bíll og gaman að skoða myndbandið. Bíð spenntur eftir framhaldinu. kveðja Guðni á Sigló

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 14.okt 2013, 20:57

Sælir

Hér eru nokkrar myndir af smíði á skriðgír.

Eftir ferðina upp í Þúfuvötn var ég ákveðin í að smiða skriðgír í bílinn. Í bílnum er Dana 300 millikassi. Ég fékk NP 242 millikassa á lítinn pening og ákvað að nota hann sem efnivið. Þessir kassar eru með sídrifi og því aðeins öðruvísi en NP231 sem menn hafa notað í skriðgíra. Hér er mynd af kassanum.

Image

Í skriðgírinn nota ég eingöngu plánetugírinn og fremri hlutan af húsinu sem sést á myndinni hér að neðan.

Image

Ég mældi og pældi mikið hvernig best væri að útfæra öxulinn á milli kassana, Á myndinni hér að neðan er trýnið af Dana 300 kassanum borið upp að plánetugírnum.

Image

Ég teiknaði öxulinn upp og samdi við Ljónstaði um að smíða fyrir mig og herða öxul sem tengir kassana saman. Þeir eru virkilaga almennilegir og fá alltaf fyrstu einkunn hjá mér.
Milliplatan á milli kassa er 10 mm álplata sem ég boraði og skar út.

Image
Image

CNC fræsinn var bilaður ;) þannig að ég tók þetta Old school. Þessi fræs gengur fyrir 1 liter af bjór á klst.

Image
Image

Hér er verið að ákveða hvar kassinn verður skorinn. Þessi ál renningur myndar svo nýja hlið á kassann.

Image
Image
Image

Það sem mér finnst það flottasta við þennan skriðgír er hvað hann er léttur heildar þyngdaraukning er um 20 kg. Gírinn sjálfur er 12 kg.

Image

Image

Steinar og Hjörtur í Tæknistál suðu þetta samana fyrir mig, kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

Image

Þar sem NP 242 kassinn er með fjórar stöður en ég þarf bara 2 (hi eða low) þá slípaði ég í burtu þrepin á skiptinum sem eru óþarfi. Ég dýpkaði einnig endastoppin til þess að koma í veg fyrir að fara og langt.

Image
Image

Dana 300 kassinn fékk einnig yfirhalningu í leiðninni. En hann viktar 35 kg bölvaður.

Image

Þetta passaði allt svona líka fínt saman að lokum.

Image

Eftir mikið brölt með gömlu skiptinguna eins og kom fram hér að ofan ákvað ég að fara í stærri skiptingu. 727 skipting varð fyrir valinu en hún passar á vélina og með rennivinnu á öxlinum út úr henni passaði hún við millikassann. Ég fékk skiptingu bilaða fyrir slikk og tók hana upp með TCI setti og shift-kit.

Image
Image


Image

Hér er mynd af nýja settinu, skriðgírinn lengir þetta um 18 cm.

Image


Þar sem hólhafið á þessum bílum tekur illa við svona lengju var ákveðið af lengja bílinn um 25 cm.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 14.okt 2013, 21:23

Já þú ert meiri snilingur en ég vissi, geðveikt flott!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá hobo » 14.okt 2013, 21:33

Bara flott hjá þér. Vildi að ég væri meira inn í þessu skiptinga/gírkassa/millikassa dóti.
Þessi fræs hjá þér virðist nokkuð hagkvæmur.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jeepcj7 » 14.okt 2013, 22:09

Fjandi ertu nú röskur Finnur bara flott hjá þér verður þú ekki á þessum fyrir vestan næstu páska?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Startarinn » 14.okt 2013, 22:38

Finnur wrote:

CNC fræsinn var bilaður ;) þannig að ég tók þetta Old school. Þessi fræs gengur fyrir 1 liter af bjór á klst.

Image
Image



Ég dáist að þolinmæðinni, ef þú skildir þurfa að gera svona aftur síðar, þá virkar stingsög ágætlega með grófu blaði.

En flott smíði, lítur vel út og fagmannlega gert
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 15.okt 2013, 08:34

Þetta er svakalega flott


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá juddi » 15.okt 2013, 10:24

Hugsa að stinsögin fari alveg með bjórstuðulinn á verkinu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá villi58 » 15.okt 2013, 10:32

Nei ekki snerta stingsög!!!!! það eyðileggur bjórdrykkjuna og þú þynnist bara upp með leiðindar höfuðverk.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 15.okt 2013, 10:47

Frábært verkefni hér á ferð og gaman að hafa fengið að taka smá þátt í þessu :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 15.okt 2013, 17:37

Sælir

Hrólfur stefnan er að reyna ferðast á honum eftir áramót en ég er ekki búinn að plana neitt fyrir páskana, kemur í ljós.

Hjörtur ég fer að koma að húdd smíðinni okkar fljótlega, ég á nokkrar góðar myndir af því ferli. Ég reyni að hafa þetta í réttri tímaröð :)

Annars var þessi fræs merkilega fljótvirkur, afköstin virtust fylgja línulega flæði ölsins. Reyndar var tímaraminn sem var skoðaður frekar stuttur svo að langtíma úthald er ekki þekkt. :)

kv
KFS
Síðast breytt af Finnur þann 02.nóv 2013, 17:00, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jeepson » 15.okt 2013, 18:41

Flottur Trillys hjá þér. Eitthvað kannast ég nú vel við þennan patrol með MY-200 númerinu hehe :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Gudnyjon » 15.okt 2013, 19:04

Er búinn að vera í sömu smíðum.
Viðhengi
milligír1.jpg
milligír1.jpg (78.53 KiB) Viewed 29429 times
milligír.jpg
milligír.jpg (65.02 KiB) Viewed 29429 times

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Kiddi » 17.okt 2013, 01:38

Þetta er bara flott græja! Bíð spenntur eftir myndum af lengingu.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá nobrks » 17.okt 2013, 18:53

Allt að gerast!! Flott lausn á milligírnum!

Tekur því að lengja um 25cm, er ekki màlið að lengjann aðeins meira?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 18.okt 2013, 00:02

Sæll nafni

Ég lengdi ekki skúffuna eins og flestir gera, heldur lengdi ég húdd og frambretti og færði allt kramið fram um 25 cm. Það er alltaf spurning hvað á að fara langt, ég lét þetta nægja í bili. Maður ræðst kannski á skúffuna einn daginn, hver veit. Hann er í dag orðinn 280 cm milli hjóla.

kv
KFS

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 18.okt 2013, 00:09

Lenging á grind

Ég ákvað að lengja bílinn um 250 mm, helstu ástæður á bak við þá ákvörðun voru að búa til pláss fyrir nýja skriðgírinn en á sama tima lengja bílinn á milli hjóla.

Ég lengdi grindina framan við hvalbak með 45° skurði. Áður en ég tók grindina í sundur smíðaði ég búkka sem ég gat rennt afturendanum eftir og festi framendann alveg með stoðum niður í gólf. Þetta einfaldaði vinnuna við að stilla grindina rétta af.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Á sama tíma ákvað ég að smíða upp stífuturnana að framan. Turninn var teiknaður með það í huga að styrkja grindina á þeim stað þar sem hún er lengd og á sama tíma lækka tengipunkt stífu við grind. Þetta kostaði einnig að skera upp og sjóða festingar á hásingu. Hér að neðan er efni í turninn sem ég lét skera út fyrir mig. Nú ætti maður að geta þekkt hann í hóp. :)

Image

Image

Image

Þegar búið var að ganga frá lengingu á grind og nýjum stífuturnum var farið í lengingu á öðrum hlutum sem þarf að lengja. Hlutir eins og bremsulagnir, stýristöng, raflagnir og bensínlagnir fengu öll þá lengingu sem þurfti. Drifsköft þurfi líka að lengja, aftur og nýbúinn. Framskaftið fékk nýjan draglið og krossa í leiðinni.

Image

Næst á dagskrá var að lengja húdd og frambretti.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá nobrks » 18.okt 2013, 22:07

Askoti fínt hjá þér, þetta er nú eitt það lengsta framskaft sem ég hef séð ;)


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá kári þorleifss » 21.okt 2013, 17:49

hrikalega flott
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 01.nóv 2013, 19:08

Sælir

Ein mesta áskorunin við þessa lengingu á bílnum var að lengja húddið. Húddið á CJ-7 er með mjúkum línum en fyrstu 12 cm eru beinir fram og þar er hægt að lengja húddið. Í stað þess að breyta upprunalega stál húddinu ákvað ég að smíða húdd úr plast. Ég samdi við Hjört vin minn um að steypa með mér nýtt húdd. Fyrst steyptum við húdd í orginal lengd.

Image

Image

Image

Image

Image

Því næst lengdum við húddið í tveimur skrefum. Tókum mót af beina kaflanum og steyptum svo lengingu í tveimur steypum. Að lokum voru samskeytin spörsluð og pússuð.

Image

Image



Að lokum skar ég bitann með festingum fyrir húddlamir úr gamla húddinu og við steyptum hann fastann í nýja húddið.



Image

Image

Image


Því næst var húddið mátað við bílinn. Kæliristar voru setta í húddið til þess að lofta út.

Image

Image

Ég er mjög sáttur við útkomuna , húddið kemur vel út.

kv
KFS
Síðast breytt af Finnur þann 17.feb 2014, 09:42, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá sonur » 01.nóv 2013, 20:29

Djemillinn hvað þetta er flott smíði!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá hobo » 01.nóv 2013, 20:33

En hvað Hjörtur er seigur í plastinu!
Tekur hann að sér einn brettakant í fínpússun? :)

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 02.nóv 2013, 15:01

Nei ég er nú mest lítið að taka svona að mér, bara tilfallandi, enda svosem engin spesjalisti í þessum efnum, kann bara að blanda herði og rúlla :)

En þetta er orðin svakaleg drossía, verður gaman að sjá hvað gerist í framtíðinni með vélamálin ;)
Dents are like tattoos but with better stories.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Dúddi » 02.nóv 2013, 15:48

Á svo að eiga það inni að lengja skúffuna næst þegar þig langar að gera eitthvað? :)

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 02.nóv 2013, 16:37

Sælir

Lenging á skúffunni er möguleiki sem ég geymi þar til manni leiðist mikið. Þessi lenging dugar vonandi eitthvað.

En varðandi vélamálin, þá keypti ég á haustdögum mótor frá Ameríkuhreppi sem er trúlega kveikjan að vélarskiptum hjá Andra hér á spjallinu. Þetta er LQ9 sem var hugsaður í annað verkefni. Planið er að smíða torfærubíl með LQ9 en þessir mótorar fara nokkuð létt upp í 500 hp án NOS. En þar sem þessi vél verður keyrð á Megasquirt stand-alone vélatölvu neyðist ég trúlega til þess að setja hana í Willysinn til þess að "Mappa" hana með breytingum. Mjög svekkjandi :)

Hér eru nokkrar myndir af gripnum, en vélin er mjög snyrtileg og lítið keyrð.

Image

Image

Hér er svo vélatölvan sem kemur til með að stýra þessu. Þetta er Megasquirt 2 extra sem ég lóðaði saman. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta Stand-alone tölva sem maður lóðar saman eftir leiðbeiningum. Því næst setur maður upp alla parametra fyrir viðkomandi vél. Þegar róttækar breytingar eru gerðar þarf að tjúna þetta allt til. Best væri að gera þetta á Dyno-bekk en það er líka hægt að gera þetta í bíl, það er leiðin sem ég fer.

Image

kv
KFS

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 02.nóv 2013, 19:06

neyðist ég trúlega til þess að setja hana í Willysinn til þess að "Mappa" hana með breytingum. Mjög svekkjandi :)

Ég samhryggist, leiðindamál alveghreint...
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2013, 21:32

Þú gætir sloppið við að setja hana í willysinn með því að semja við Baldur nokkurn Gíslason, hann var að smíða dynobekk fyrir mótor... Hann þekkir megasquirt líka aðeins :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Icerover
Innlegg: 29
Skráður: 18.apr 2011, 19:03
Fullt nafn: Ásgeir Ingi Óskarsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Icerover » 02.nóv 2013, 22:43

Þetta er all verulega svalt!

Hvaðan koma þessar lögulegu húddristar sem þú notar?

kv. Geiri

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 02.nóv 2013, 23:20

Elli, ekki taka burtu þessa fínu afsökun mína fyrir að setja vélina í bílinn :)

Hvers vegna láta aðra gera það sem maður getur gert sjálfur og lært eitthvað nýtt og skemmtilegt í leiðinni. :)

En það eru góðar fréttir að Baldur sé kominn með Dynobekk, það var löngu tímabært á fá slíkt á klakann. Er vitað hvað hann ræður við mörg hp?

Geiri þessar ristar eru keyptar hjá Vélasölunni og eru ætlaðar í báta.

kv
KFS

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2013, 23:47

Bekkurinn tekur 1000hp+ skilst mér.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur