Ég hef undanfarin ár verið með gæluverkefni samhliða þeim jeppum sem ég hef notað til jeppaferða. Þar sem ég hef alltaf haft annan jeppa til að ferðast á þá hefur þetta verkefni gengið mjög hægt og rólaga í gegnum árin. Það byrjaði meðan ég var í háskólanámi og átti því enga peninga í verkið auk þess sem bíllinn var yfir 200 km í burtu. Að námi loknu var hægt að kaupa dót í verkið, bíllinn var fluttur í bæinn og þetta smá saman þróaðist í það sem fer að komast á götuna fljótlega. Ég hef verið duglegur að mynda ferlið og á því mikið af myndum.
Byrjum á byrjuninni.
Hér er grind og kram þegar ég eignaðist bílinn. Hann var á orginal hásingum og blaðfjöðrum.

Boddýið var orðið mjög illa á sig komið. Ég ákvað samt leggjast í þá vinnu að ryðbæta skúffuna.

Allt var hreinsað af grindinni hún slípuð niður í járn og máluð með sink grunn og svörtu lakki.
[imghttp://www.f4x4.is/wp-content/uploads/2009/02/57322.jpg[/img]
Mikill tími fór í að smíða upp botninn og hliðar á skúffunni. Ryð var skorið í burtu og nýjar plötur soðnar í.

Gallinn við það að vera svona lengi með svona verkefni er að smekkur manna og kröfur breytast með árunum. Ég byrjaði á að smíða undir bílinn dana 44 undan scout og 9“ ford undan bronco. Seinna fékk ég þá flugu í höfuðið að þetta væri allt of mjóar hásingar, auk þess sem báðar hafa þær sýna veikleika. Scoutinn er með lélegar hjólalegur og 28 rílu öxlarnir eru ekki merkilegur búnaður. Því var ákveðið að fara í fulla breidd á hásingu Dana 44 frá GM ¾ ton. Hún var smíðuð undir að framan og á sama tíma var framfjöðrunin smíðuð upp. Hún hefur komið þokkalega út með 32 cm svið og 16 cm í samslátt. Í framhásingu var verslaður ARB loftlás og 4.56 hlutfall.
Hér sést vel munur á breidd hásinga, Nýja rörið er 175 cm milli felgubotna en gamla er 135 cm.
Togstöng var sveruð upp á sama tíma.
.
Að aftan var ákveðið að fara í 31 rílu 9“ með nospin læsingu. Keyptir voru Range Rover gomar.
Endursmíði á þessu kerfi er á teikniborðinu núna :)



Afturhásing var færð eins aftarlega og boddy leyfir og framhásing var færð fram um 10 cm. Lengja þurfti bæði sköftin, það gerði ég í rennibekk í sveitinni.
Brettakantar að aftan verslaðir af Gunnari, þeir eru 35 cm breiðir, frambretti úr plasti voru keypt notuð, en þeim var breytt á alla mögulega vegu.
Þegar hér er komið við sögu (2009) var ekkert búið að fara í kramið. Með bílnum fylgdi 360 AMC vél ,jeppaútgáfa af 904 sjálfskiptingu og Dana 300 millikassi. Þar sem mikil eftirvænting var fyrir því að prufa gripinn var bara skipt um olíur á öllu, vélin sett í gang, hjálmur settur á konuna og þrykkt af stað upp á nærliggjandi heiði. Hér eru nokkrar myndir af því. Jólin 2009.
Í þessari ferð var virkilega gaman að bruna um á Jeep. Þarna var líka tekið vel á vélinni, hún var sett á botn snúning í einni brekkunni sem endaði með því að útblásturs ventill brotnaði og rústaði stimpli og heddi.
Um áramótin 2009-2010 er tekin ákvörðun um að kaupa aðra sambærilega vél og gotterí í hana frá USA.







Vélin var kominn saman vikunni fyrir páska. Hún létt keyrð til og svo brunað í páskaskrepp.





Í þessari ferð fór sjálfskiptingin, en það skýrðist af rangri samsetningu á skiptingunni af fyrri eigendum. Ég tók upp sjálfskiptinguna og setti í hana shift kit og meira fínerí frá Summit.
Í kjölfarið var bíllinn fluttur suður en þá var hægt að vinna meira í honum.
Ég breytti gömlu skála bremsunum yfir í diskabremsur með handbremsu.
Ég ákvað að láta vaða í að sprauta skúffuna á bílnum, liturinn sem varð fyrir valinu var appelsínugulur.
Hér eru komin áramót 2011-2012 bílnum var raðað saman, í skoðun og í skreppitúr upp Nesjavallaleið
Bíllinn kom mjög vel út mikið flot og nóg af afli.
Fyrstu helgina í Jan. 2012 var farið í ferð upp Sprengisand og gist í Þúfuvötnum.
Í þessari ferð var mjög erfitt færi , mikill nýfallin snjór og dauðalogn. Þarna lenti ég í miklum hitavandamálum. Niðurgírunin var ekki nógu mikil og varð ég að snuða skiptinguna til þess að geta skriðið áfram í snjónum sem varð til þess að skiptingin varð vel heit.
Hér er myndband úr þessari ferð. En ferðin var hin mesta skemmtun.
http://www.youtube.com/watch?v=9Dfy7gAw1NI
Á laugardags kvöldi ætlaði ég að sýna vini mínum máttinn og dýrðina í willys, með 1 pund í dekkjum og læst framan og aftan tók ég hressilega á bílnum. Það endaði með því að ég braut nefið framan af convertor í skiptingunni. Ég var dreginn alla leið heim :(
Eftir þessa ferð var ákvörðun tekin um að fara í stærri sjálfskiptingu 727 og smíða í bílinn skriðgír. Þessi breyting var notuð sem afsökun fyrir því að lengja bílinn um 25 cm.
Framhald síðar...
kv
Kristján Finnur