Aflaukning Trooper 3.0l

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Aflaukning Trooper 3.0l

Postfrá sonur » 23.okt 2013, 18:12

Sælir

Er að spekulera að tjúna Trooperinn hjá gamla og langaði að vita hvort einhver hafi gert slíkt
hvað gerðuð þið?

Væri sniðugt að setja í hann tölvukubb?
http://www.ebay.ca/itm/Power-Box-CR-Die ... 3049wt_829


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Aflaukning Trooper 3.0l

Postfrá haffiamp » 07.nóv 2013, 23:28

ef þú færð þér kubb, þá er alltaf mælt með því að græja sverara púst og setja intercooler ef hann er ekki til staðar, kubbur eykur bara boost og olíu sem hækkar afgas

það munar miklu á t.d 90 cruiser að setja kubb, cooler og 3" púst

en svo er misjafn hvernig menn gera þetta á gömlum bílum, ég er með gamlan terrano og ég setti skinnur undir túrbínu ventilinn og fæ þannig meira boost og svo er búið að setja 2,5" opið púst í hann og hann virkar vel, hann er með cooler orginal

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Aflaukning Trooper 3.0l

Postfrá íbbi » 08.nóv 2013, 19:29

ég átti terrano sem var búið að fikta í verkinu á og auka boostið, munurinn á vinnslu var gríðarlegur, en það mikill hiti í gangi, hann skemmdi pústurör eins og verti vargur
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Aflaukning Trooper 3.0l

Postfrá sonur » 09.nóv 2013, 10:36

Takk fyrir svörin,

það er pælingin hjá gamla að fara í 38" dekk og þá vill hann meira afl

hann er nýlega búinn að henda í hann 2.5" pústi og hann kemur orginal með topmount intercooler
við ætlum líklegast að prufa þennan kubb og sjá hvort þetta geri eitthvað held að ef það er ekki nóg
þá er vélarswapp ofarlega í huga hjá gamla.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur