Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Það vill svo til að ég kom á vígstöðvarnar í dag,en annaðhvort faldir þú þig eða varst fjarverandi.Ég get látið þig hafa lok á hanskahólfið á mjög sanngjörnu verði.Einnig mælaborðskappann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Biggi takk fyrir það en settu inn síman minn hjá þér gsm 8925426 kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég á örugglega 2 svona hraðamælis-unit, sting einu í vasann þegar ég fer næst norður sem verður mjög fljótlega.
Tannhjólin eru pottþétt í lagi.
PS. Það er ekkert nema heiður að stinga þó ekki sé nema smáhlut í púkkið á frægustu breytingasögu ársins :-)
kv
Grímur
Tannhjólin eru pottþétt í lagi.
PS. Það er ekkert nema heiður að stinga þó ekki sé nema smáhlut í púkkið á frægustu breytingasögu ársins :-)
kv
Grímur
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Já, ég sting upp á því að Guðni haldi úti lista af pörtum sem vantar. Það verður svo siðferðisleg skylda allra að tæma þann lista.
Jeppaspjallsjeppinn, allir út að ýta.
Jeppaspjallsjeppinn, allir út að ýta.
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir strákar takk fyrir hugmyndina við klárum þetta einhvernvegin. Grímur hlakka til að sjá þig alltaf velkominn í skúrinn og auðvitað allir aðrir jeppaspjallverjar. kveðja Guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar nú er manni létt kominn lausn á því að komast um borð í geymstöðina. Þriggja þrepa rúllustigi eða þannig. Tvívirkur loft tjakkur sem er tengdur inn á kút og rofi í hurðarfalsinu eins og ljósarofinn sem opnar segullokana þegar hurðin er opnuð og rúllustiginn kemur niður. Veit að Snilli fér létt með að smiða rúllustiga handa mér. Guð er í tröppunni Amma sagði Megas eða var það ekki. kveðja Tilli
- Viðhengi
-
- þetta verður sko staðalbúnaður í big foot . Samt aðeins endurbætt og verður smíðaur rúllustigi.JPG (582.8 KiB) Viewed 10493 times
-
- Guð er í tröppunum amma.JPG (552.39 KiB) Viewed 10493 times
-
- DSC04101.JPG (560.61 KiB) Viewed 10493 times
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er geðveikt flottur búnaður, þarf að græja svona í subbann hjá mér líka fyrir konuna og börnin :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sammála Árna járna. Gæti átt ehv. En hvernig verður með málningarvinnu á skeppnunni?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar ég er búinn að grunna tvær hurðar og gera þær þokkalegar. Með málingar dæmið þá er í bígerð að blanda herlitinn góða sem ég er svo hrifinn af þennan dökk græna. Samanstendur af 1 l. af svörtu og 1 l. af krómgulu og dass af bláu og pensla svo geymstöðin í góðum hita það mun kosta um 20.000 með grunn. kveðja Snilli og Tilli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir fórum og náðum í boddýið og er það eins og nýtt eða þannig allavega mjög verðmætt og eru sirka 100 ryðgöt sjánleg og bara gaman framundan. Þannig að það verður nóg að gera við að skera úr og sjóða í og trebba og líma og mun það verða stór varasamt að versla þennan bíl þegar þar að kemur. Set þetta inn til öryggis svo ekki verði minnst á leynda galla þegar fram líða stundir og maður verður síður stimplaður svikari ef þetta verkefni okkar félaga verður selt einhvern tíman. kveðja Guðni
- Viðhengi
-
- Kominn á lyftuna algjör gullmoli eða kanski ryðmoli
- DSC04105.JPG (554.52 KiB) Viewed 10220 times
-
- eina sem er nokkuð heilt olíutankurinn.JPG (580.37 KiB) Viewed 10220 times
-
- flott ryðgöt.JPG (566.91 KiB) Viewed 10220 times
-
- hjólskál.JPG (596.87 KiB) Viewed 10220 times
-
- Humm slatti ryðgað.JPG (596.97 KiB) Viewed 10220 times
-
- ryð hér og ryð þar og ryð alstaðar best að henda handsprengju í þetta.JPG (532.21 KiB) Viewed 10220 times
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þið bara græjið þetta almennilega svo aldrei þurfi væna ykkur um eitt eða neitt :) Miðað við vinnubrögðin á því sem maður hefur séð hingað til þá getið þið ekkert sætt ykkur við neitt minna en að gera þetta 100% :) Og ef hann verður of þungur fyrir skoðun, þá er ekkert annað að gera en að lyfta bílnum af hásingunum og selja þær og þá áttu þennan fína nýuppgerða landcruiser sem þarf bara að smíða minni hásingar undir og málið dautt:)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar. Bjarni þakka peppið og góð hugmynd set næst Volvo Valphásingar undir ef þessar verða of þungar . Áfram með verkið og ekkert væl.Ég er kominn á fulla ferð í ryðbætingum og kem með fleiri myndir á morgun. Ég fann milligír á hraðamælabarkanum og nú verður hægt að skipta um hlutföll en hann er með gamlan ökumæli á hinum endanum. Notum okkur það. Ryð kveðjur. kveðja Tilli og Snilli
Síðast breytt af sukkaturbo þann 17.okt 2013, 21:41, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Hey!
Og þarna áttu þetta fína hraðamælisdrif sem er hægt að nota til að breyta hraðamælinum.
Sparar stórfé á því að eiga þetta.
Og þarna áttu þetta fína hraðamælisdrif sem er hægt að nota til að breyta hraðamælinum.
Sparar stórfé á því að eiga þetta.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar lítið gert í dag lenti í að elda mat fyrir vélaverkstæðið við hliðina og var grillaður skrokkur í heilu.En ég náði að taka olíutankan undan og var ég hissa er ég sá að allt var heilt og fínt þar undir en hann er festur upp í gólfið og var tankurinn sjálfur heill og þrifalegur en búið að breita honum. Fór í að berja úr gólfinu fram í tjöru motturnar sem eru þar orginal og skera úr allt ryð í gólfunum bílstjóramegin og farþegamegin og tókst það bara vel og það sem þarf að skipta um er vel innan við fermetir. Tók allar hurðalamir af og alla þétti lista svo hægt verði að grunna og mála síðar. kveðja Tilli
- Viðhengi
-
- búið að skera hægramegin og taka tjörumottuna sem er orginal.JPG (577.63 KiB) Viewed 10028 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar byrjaði 06.00 í morgun að ryðhreins og skera og fara í gegnum rafmagn og vann til 17.00 gekk það hægt en örugglega. Fékk sendingu frá Grími jeppavini og var það hraðamæladrif í millikassan sem leysir af rafdrifið sem er orginal og kann ég honum mikklar þakkir. Andrés læknir færði mér þetta. Hann reiknaði út svona af gammni hraðan á geimstöðinni miðað við snúning vélarinnar og það að hann færi í overdrive og hefði afl til að snúa hjólunum og kæmist yfirleitt af stað. Hérna er smá tafla um það. kveðja tilli
- Viðhengi
-
- DSC04117.JPG (587.16 KiB) Viewed 9936 times
-
- DSC04116.JPG (466.1 KiB) Viewed 9936 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar nú er ég að leita eftir sjálfskipti handfanginu í 60 Cruserinn og öllu sem því fylgir til kaups og svo vantar mig úr Patrol handbremsubarkan og handfangið svo ég geti klárað smíðina á handbremsunni. væri gott að fá mail ef einhver á þessa hluti gudnisv@simnet.is eða hringja í gsm 8925426 kveðja tilli
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég á sjálfskipti handfang með öllu ( þar með talin skipting) og þú getur fengið að hirða hvað af því sem þú vilt,nema ég vildi halda millikassanum.
Kv. Birgir
Kv. Birgir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar þessi síða bregst ekki ferkar en venjulega og takk fyrir linkinn Doddi ég hringdi í Reynir og tók hann mér vel og hann átti þetta til og ekki málið sagði hann að láta mig hafa þetta. Biggi mikið takk ræðum verð og afhendingu í síma. Biggi á eftir að rífa skiptinguna úr?? kveðja Guðni
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 01.feb 2010, 05:01
- Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
- Staðsetning: Grindavík
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Er ekki verið í skúrnum ídag? Var að kíkja við en engin ásvæðinu. Kv
Kv Jóhann Þ
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll var frá 08.00 til 14.30 fór þá heim því konan var að baka kleinur og ég hroðalega svangur. Verð mættur 09.00 í fyrramálið. kveðja Guðni
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 01.feb 2010, 05:01
- Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
- Staðsetning: Grindavík
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Já hef þá rétt mist af þér erum að landa hér og förum út á eftir kíki kanski næst ef við komum aftur.
kv
kv
Kv Jóhann Þ
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Mótorinn er farinn úr svo það ætti ekki að vera lengi gert að ná skiptingunni.
Kv. Birgir s:8948242
Kv. Birgir s:8948242
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar reif vinstri aftur gluggan úr og var þar allt ónýtt af ryði og mikil vinna að byggja það svæði upp bæði að innan og utan. Blandaði tvo liti hergrænt og grátt og sett til prufu.
- Viðhengi
-
- herlitur farinn að þorna.JPG (588.94 KiB) Viewed 9609 times
-
- afturgluggi slæmur.JPG (605.42 KiB) Viewed 9609 times
-
- fyrsta bótin.JPG (535.46 KiB) Viewed 9609 times
-
- ekki fallegt.JPG (551.91 KiB) Viewed 9644 times
-
- búið að skera bílstjóra gólf.JPG (615.41 KiB) Viewed 9644 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar gengur hægt en öruggleg Snilli er að smíða festingar fyrir stýristjakkinn og ég er að drullumalla í ryðbætingum.kveðja Tilli
- Viðhengi
-
- Vélin orðin gangfær og eins og ný
- DSC04133.JPG (619.21 KiB) Viewed 9523 times
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 01.feb 2010, 05:01
- Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
- Staðsetning: Grindavík
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Kíkti við hjá þessum snillingum áðan og mikið er gaman að koma í heimsókn hjá svona mönnum sem láta hlutina gerast :)
Kv Jóhann Þ
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir alltaf gaman að fá heimsókn í skúrinn og takk fyrir að líta við Jóhann.En þá er stýristjakkurinn kominn á sinn stað í nýjum festingum.
- Viðhengi
-
- Svona voru festingarnar a stýristjakknum áður og bara virkaði held ég.JPG (597.27 KiB) Viewed 9384 times
-
- stýristjakkurinn kominn á sinn stað.JPG (538.52 KiB) Viewed 9384 times
-
- festing fyrir stýristjakk.JPG (531.32 KiB) Viewed 9384 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir að gefnu tilefni þá var ekki notaður trebbi í ryðbætinguna í Cruser gamal heldur 1 mm stál og var það punktað og soðið eftir kúnstarinnar reglum síðan grunnað og sett límkítti yfir suður ofan og neðan og bitar lagaðir undir gólfi og nýtt ytrabyrði á sílsana en innrabyrðið var möjg heillt og meira að segja litur á því. Einnig var notað Russtopp innan í hurðar og í rifur og samskeyti mjög þunnt efni sem smígur vel.Líka var soðið yfir og undir og borað í gegnum plöturnar og soðið í gatið það var ábending frá Lecter og það þræl virkar. Á morgun verður settur einhverskonar Tectil í allan undirvagninn og boddýið híft á á sunnudaginn.Eyði ekki meiri texta og myndum af þessum ryðbætingum frekar leiðinlegt efni og leiðinleg vinna. kveðja Tilli og Snilli
-
- Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Tilli það væri gaman að fá nýjar fréttir af verkefninu ykkar Snilla.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Gráni það gengur hægt í ryðbætingum enda mikið verk og ég ekki sá klárasti í því að ryðbæta, þannig að það er lítið nýtt að frétta, svo afsakið það en vonandi stendur það til bóta. En það er unnið samanlagt hjá okkur félögunum um 10 tímar á dag sjö daga vikunnar í þessu dóti öllu. Vonandi verður einhver hreifing á hlutum í næstu viku og meira um myndir. kveðja Snilli og Tilli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar fór í það í dag að sprauta Tectil neðan í botninn á bílnum og inn í alla bita. Farnar voru tvær umferðir. Síðan var toppurinn málaður og hvalbakurinn. Dröslaði grindinn undir boddýið og fer í það á morgun að stilla af og dúlla eitthvað. Bíllinn verður í þessari stöðu fram á sunnudag. Þurfum að smíða pústið og klára bremsurör í grind og niður á hásingar og eitthva fleira smálegt. kveðja Tilli
- Viðhengi
-
- verið að stilla af.JPG (530.26 KiB) Viewed 9181 time
-
- grindin á leiðinni undir búið að mála toppinn og hvalbakinn.JPG (511.45 KiB) Viewed 9181 time
-
- búið að ryðverja í botninn og alla bita og skúffur 2 umferðir.JPG (594.17 KiB) Viewed 9181 time
-
- Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Tilli þetta er alveg frábært hjá ykkur félögum þér og Snilla, það er unaður að fylgjast með þessum þræði ykkar, er að byrja aftur í jeppunum eftir langt hlé, er að leita mér að góðum bíl, alvöru bíl svo ef þú hefur einhverjar hugmyndir þá væri gaman að heyra í þér. Ég og Unnar bróðir við erum hér í Keflavík við stefnum að því að heimsækja ykkur félagana fljótlega(kæmi ekki á óvart að það væri þá gaman að grilla eitt stk læri! Kveðja Gráni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Siggi og takk fyrir það við setjum lambabóg í ofninn þegar þið komið. Það verður ekki vandamál með að finnan eitthvað sniðugt í bílamálum. Skilaðu kveðju til Unnars.
-
- Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Tilli sæll , ég er búin að vera að vinna í mínum málum siðan ég heyrði í þér síðast, er búin að finna bíl er að hugsa um að kaupa Toyotu Tacoma 2006 sem var í eigu björgunarsveitarinnar á V'ík, er á 38 tommu , ætla að setja hann á 41 Irok sem eg fæ hjá Unna bró, þetta er flottur bíll og lítið ekinn, ætla að setja í hann ló gír. Eina sem hrellir mig er það að hann er sjálfskiptur, vil hafa bíla beinskipta, sjálfskipting er fyrir bíla til að fara á út í búð. Var að spá í það hvort þú gætir sett fyrir mig gaseldavél í hann þannig að ég og Unni bró getur eldað okkur læri í ferðunum. Við erum eins og sumir! dáldið mikið fyrir góðan mat!, erum ekkert af þessari diet kynslóð. ÞEgar ég verð búin að ganga frá málunum með bílinn þá er aldrei að vita nema við rennum á Sigló og kíkjum á ykkur Snilla. Kveðja Gráni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar ekki málið Siggi eldavél og örbylgju ofn til að þýða lærið ef það skildi vera Þýskt. Þá er boddýið komið á og framundan er mikil vinna í hinu og þessu eins gengur. Rafmagn loftkerfi talstöðvar og aðalljós. Nú vantar mig aðal ljósker með háum og lágum geysla til að setja í stuðarann. Eitthvað mun draga úr myndum og texta frá mér því lítið gengur frá manni í svona fokki og hætta á því að maður staglist sífellt á því sama. En mun gera mitt besta til að halda uppi þræðinum. kveðja Snilli og Tilli
- Viðhengi
-
- húsið komið á nokkuð sáttir félagarnir.JPG (554.7 KiB) Viewed 8985 times
-
- DSC04159.JPG (592.27 KiB) Viewed 8985 times
-
- mikil vinna framundan.JPG (541.91 KiB) Viewed 8985 times
-
- verið að stilla af.JPG (530.26 KiB) Viewed 8985 times
-
- verið að klára pústið 2,5 rústfrítt.JPG (585.41 KiB) Viewed 8985 times
-
- Startarinn eins og nýr og komið jarðsamabnd í grindina var slitið.JPG (569.39 KiB) Viewed 8985 times
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ógeðslega gaman að fylgjast með þessu, þetta er svo æðislega öðruvísi :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sællir félagar og takk Elli maður. Byrja að tengja vélina í dag og svo förum við Snilli að hanna framenda á þetta og kanta næstu vikurnar.
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta gerist svo hratt hjá ykkur að maður er farinn að kíkja tvisvar á dag eftir myndum! Hrikalega sem þetta lítur allt vel út.
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar nú vantar mig smá aðstoð við rafkerfið. Mig langar rosalega að hafa rafkerfið svo næst sem orginal þetta er 60 Cruser 86 turbo disel . Á einhver teikningar eða myndir af þessum lúmum og vírum sem eru vélinni nauðsynlegar. kveðja Guðni
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
gráni wrote:Tilli sæll , ég er búin að vera að vinna í mínum málum siðan ég heyrði í þér síðast, er búin að finna bíl er að hugsa um að kaupa Toyotu Tacoma 2006 sem var í eigu björgunarsveitarinnar á V'ík, er á 38 tommu , ætla að setja hann á 41 Irok sem eg fæ hjá Unna bró, þetta er flottur bíll og lítið ekinn, ætla að setja í hann ló gír. Eina sem hrellir mig er það að hann er sjálfskiptur, vil hafa bíla beinskipta, sjálfskipting er fyrir bíla til að fara á út í búð. Var að spá í það hvort þú gætir sett fyrir mig gaseldavél í hann þannig að ég og Unni bró getur eldað okkur læri í ferðunum. Við erum eins og sumir! dáldið mikið fyrir góðan mat!, erum ekkert af þessari diet kynslóð. ÞEgar ég verð búin að ganga frá málunum með bílinn þá er aldrei að vita nema við rennum á Sigló og kíkjum á ykkur Snilla. Kveðja Gráni.
sæll gráni, þessi tacoma er snilldar bíll ! hef keyrt hann aðeins og væri alveg til í að eiga hann sjálfur, en hann þarfnast þess að það verði sett í hann 9.5" drif að aftan , því þessi bíll er búinn að fara með mörg 8" drif , ég er í björgunarsveitinni í vík og sé mikið eftir þessum bíl úr henni :)
kv.valdi
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir