dana 35 eða chrysler 8.25

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá biturk » 30.sep 2013, 22:07

Allt í einu á ég þessar 2 hàsingar

Hvort ætti maður að nota undir ferozuna

D35 kemur undan wrangler en chrysler undan 94 xj cherokee


head over to IKEA and assemble a sense of humor


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá Haukur litli » 30.sep 2013, 22:21

Þar sem að Dana 35 er með 7,5" drif, 27 rílur og þekkt fyrir að vera tannstöngull þá myndi ég nota hásinguna með 8,25" drifið.

Annars myndi ég selja þessar hásingar og nota Toyota 8" hásingar, þær eru sterkari og þú getur kippt drifinu úr hásingunni og stillt drifið uppi á borði. Varadrif væri þá hægt að taka stillt og fínt úr geymslu og henda í hásinguna, og hafa með í ferð í þéttri fötu, ekkert mál að skipta um drif uppi á fjöllum ef það er í svona fínum köggli. Þá ertu líka með sama drif, og ekki ólíklega, sama hlutfall og einhver ferðafélaginn. Þú borgar aðeins meira fyrir Toyota hásingu en þannig er það með framboð og eftirspurn.

Þú ert með 27 rílu Mopar 8,25 hásingu. Hún er bara aðeins sterkari en Dana 35, en samt sterkari. 97+ Mopar 8,25 er 29 rílu, og nálægt Dana 44 í styrk, og Dana 44 og Toyota 8" eru mjög sambærilegar.

Annars er best að setja Cummins úr beltagröfu í Rozu og hásingar undan payloader eða veghefli sem voru með Cummins, með pinjónbremsum og öllum græjum. Svo þarftu Cummins límmiða líka.
Síðast breytt af Haukur litli þann 30.sep 2013, 22:41, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá biturk » 30.sep 2013, 22:40

En hvort er auðveldara að fa drifhlutföll í og ódýrari partar
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá Haukur litli » 30.sep 2013, 22:43

Ódýrast til langtíma litið er að hafa sterkari hásingu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá Freyr » 01.okt 2013, 19:00

Þú færð allt sem þú vilt í 8,25 en það þarf að öllum líkindum að panta það flest eða allt. Þessi hásing hefur lítið verið notuð í breytingar hér heima svo það er hæpið að einhver liggi með aukahluti í þetta.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá biturk » 01.okt 2013, 19:31

Freyr wrote:Þú færð allt sem þú vilt í 8,25 en það þarf að öllum líkindum að panta það flest eða allt. Þessi hásing hefur lítið verið notuð í breytingar hér heima svo það er hæpið að einhver liggi með aukahluti í þetta.


Hver er ástæðan fyrir því
Eru þetta ekki ágætis hásingar?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: dana 35 eða chrysler 8.25

Postfrá Freyr » 01.okt 2013, 20:35

D35 er í svo margfallt fleiri Jeep hér heima að eftirspurnin hefur nær öll verið þeim megin m.v. 8,25.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur