Sælir félagar
Nú vantar mig að hræra í visku spjallverja hér á síðunni.
Mér var að áskotnast vhf-talstöðvar (afi konunnar var að taka til í geymslunni, hehe). Ég kann lítið á þessi fræði en ég var að velta því fyrir mér hvort ég geti sett 4x4 rásirnar í þetta (er félagi) og þá hvað margar rásir.
Stöðvarnar sem um ræðir eru:
Er þetta nothæft?
Re: Er þetta nothæft?
Svo var ég einnig að velta því fyrir mér
ef þetta er eitthvað vit, hvaða rásir á maður að setja inn ef þetta er bara 6, 8 og 12 rása
ef þetta er eitthvað vit, hvaða rásir á maður að setja inn ef þetta er bara 6, 8 og 12 rása
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Er þetta nothæft?
Í stuttu máli sagt;
NEI
Þessar stöðvar eru ekki með svokölluðum sítón og þess vegna ekki hægt að nota þær fyrir f4x4 rásirnar
Sítónn í talstöðvum virkar þannig að þegar stöðin er að senda út tal sendir hún líka út aukatón (hátíðni minnir mig) sem fólk heyrir ekki.
Stöðvar sem taka við merkinu skynja þennan sítón og "sortera" eftir því. Ef móttökustöðin er stillt á sömu rás þá sendir hún talið í hátalarann, annars ekki.
Þannig er hægt að hafa fleiri en eina VHF rás á sömu útsendingartíðni. Sítónninn er síðan notaður til að "sortera" niður á rásirnar.
NEI
Þessar stöðvar eru ekki með svokölluðum sítón og þess vegna ekki hægt að nota þær fyrir f4x4 rásirnar
Sítónn í talstöðvum virkar þannig að þegar stöðin er að senda út tal sendir hún líka út aukatón (hátíðni minnir mig) sem fólk heyrir ekki.
Stöðvar sem taka við merkinu skynja þennan sítón og "sortera" eftir því. Ef móttökustöðin er stillt á sömu rás þá sendir hún talið í hátalarann, annars ekki.
Þannig er hægt að hafa fleiri en eina VHF rás á sömu útsendingartíðni. Sítónninn er síðan notaður til að "sortera" niður á rásirnar.
Re: Er þetta nothæft?
Og er engin af þessum stöðvum með þennan sítón?
tek það fram að myndirnar eru tekna úr google leit og þessi FTL-2007 er ekki með þessum teljara sem er á myndinni.
kv Tolli
tek það fram að myndirnar eru tekna úr google leit og þessi FTL-2007 er ekki með þessum teljara sem er á myndinni.
kv Tolli
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Er þetta nothæft?
Tollinn wrote:Og er engin af þessum stöðvum með þennan sítón?
tek það fram að myndirnar eru tekna úr google leit og þessi FTL-2007 er ekki með þessum teljara sem er á myndinni.
kv Tolli
ENGIN þeirra eftir því sem ég best veit.
Björgunarsveitirnar urðu að hætta að nota yngri stöðvar en þessar þegar menn fóru að úthluta rásum með sítón.
Besti sérfræðingurinn um svona stöðvar er Siggi Harðar, sími 892-5900
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur