Laga leka á olíverki í hilux??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Laga leka á olíverki í hilux??
Sælir félagar er að fara að gera við leka á olíverkinu í Toyota Hilux á morgun. Það lekur með ingjafar öxlinum og bíllinn er mjög vondur í gang fyrst á morgnana. Er með viðgerðarsett sem er O hringur og pakking . ER einhverstaðar hægt að sjá þetta á teikningu eða á You Tube svo maður þurfi ekki að finna upp hjólið. Veit að þetta er föndur vinna kveðja guðni stolltur Hilux eigandi næstu daga
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
ég gerði þetta fyrir nokkrum árum á gamla mínum. Þetta er ekkert stórmál, en það skiptir samt máli að merkja inngjafararminn og öxulinn saman áður en þetta er tekið í stundur, annars getur orðið bras að fá hægaganginn réttann. Svo þarf bara að passa gorminn sem er undir arminum og gorminn sem er undir lokinu og tengist við öxulinn.
Annars var það svo O-hringurinn á magnskrúfunni sem lak hjá mér.
Annars var það svo O-hringurinn á magnskrúfunni sem lak hjá mér.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sælir og takk fyrir þetta kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
sukkaturbo wrote:Sælir félagar er að fara að gera við leka á olíverkinu í Toyota Hilux á morgun. Það lekur með ingjafar öxlinum og bíllinn er mjög vondur í gang fyrst á morgnana. Er með viðgerðarsett sem er O hringur og pakking . ER einhverstaðar hægt að sjá þetta á teikningu eða á You Tube svo maður þurfi ekki að finna upp hjólið. Veit að þetta er föndur vinna kveðja guðni stolltur Hilux eigandi næstu daga
Ég hef fengið leka tvisvar með inngjafaöxlinum og það hefur ekkert komið niður á gangsetningu, bara lekið.
En þú talar um leka þá er það víst mögulegt, hélt reyndar ekki en þá er þinn fyrsti sem ég hef heyrt um sem lætur svona. Kveðja! VR.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sælir búinn að sipta þessu út og nú er að sjá hvort þetta sé ástæðan. Mig grunar enn síuhúsið en gaman að pæla í þessu og setja þetta hér í viðgerðar og reynslubankan. Læt vita af árangri á morgun kveðja guðni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Losaðirðu upp á magnskrúfuni eða reifstu bara lokið af með tilheyrandi taugaveiklun? Ég gerði þetta fyrir mörgum árum og fékk nett svitakast þegar að það small í gorminum og lokið kom af. Þá var ég í svona start veseni en það lagaðist ekki alveg við þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sæll Stebbi merkti öxulinn og dró hann út og skipti um ytri o hringinn. Þegar við settum saman kom í ljós að lekinn kom undan stóra boltanum sem er ofan á olíverkinu og þar sem slangan úr fremsta spýssanum fer inn á. Það eru eirhringir undir og yfir og boltinn gengur í gegnum augað. Veit ekki hvert þú skilur mig. en þéttum þetta settum nýja hringi og svo er bara að sjá til í fyrramálið. Gruna enn síuhúsið kveðja guðni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Þú ert þá að tala um 'Banjo boltann' sem að er inntakið á olíuverkinu, ef hann er ekki þéttur þá dregur olíuverkið loft.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
oo
Síðast breytt af sukkaturbo þann 20.aug 2013, 13:48, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sælir Adam var ekki lengi á Evu og þjáðist hann líklega af bráðu sáðláti. Aftur er Hiluxinn 2,4 disel byrjaður að tapa olíunni þó er hvergi leka að sjá en hann þarf þrjú til fjögur löng stört að morgni og jafnvel eftir 4 tíma. Hann er fínn ef skemmra líður á milli gangsetninga glóðarhitun er eðlileg finnst mér. Er búinn að setja einstefnuloka á leiðsluna að síunni og setti hann rétt við síuna. Skipta um þéttingar o hring á ingjafaröxlinum setja nýja eirhringi undir banjóboltan sem er ofan á olíuverkinu. Í gær skipti ég um síuhús setti að vísu notað hvergi smit að sjá en það er eins og hann missi olíuna aftur í tank eða tæmi olíverkið einhvernvegin á nokkrum klukkutímum.Skemmtileg bilun og gaman að greina hana. Nú er spurning er einhver búinn að lenda í þessu. Spurning að setja rafmagnsdælu á leiðsluna og tengja hana inn á glóðarhita relyið. Ætli það sé óhætt. kveðja Guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Þú veður að vera með nýjar slöngur sem tengjast olíusíu og síðan held ég að þú verðir að mæla aftur hitunarkertin 5 stk.
Er létt eða þungt að handæla ?, á að stífna það mikið að ekki sé hægt að dæla meira þegar sía er full.
Þetta er það sem er auðveldast að byrja á eins og þú veist. Kanski byrja að morgni að tjakka á handdælunni áður en þú startar.
Gangi þér vel! Kveðja!
Er létt eða þungt að handæla ?, á að stífna það mikið að ekki sé hægt að dæla meira þegar sía er full.
Þetta er það sem er auðveldast að byrja á eins og þú veist. Kanski byrja að morgni að tjakka á handdælunni áður en þú startar.
Gangi þér vel! Kveðja!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sæll Villi það eins og hand dælan virki ekki alltaf jafn létt eða þungt að dæla er farinn að gruna eyrhringina fyrir yfirfallið á spýssunum. þú segir 5 kerti ég hef bara skoðað fjögur þetta er 2,4 disel ekki túrbó
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
sukkaturbo wrote:Sæll Villi það eins og hand dælan virki ekki alltaf jafn létt eða þungt að dæla er farinn að gruna eyrhringina fyrir yfirfallið á spýssunum. þú segir 5 kerti ég hef bara skoðað fjögur þetta er 2,4 disel ekki túrbó
Best að afglóða svona hringi, þeir harðna með tímanum. Það er kerti neðaní soggreininni sem er forhitun og eins eftirhitun, hitar upp loftið í soggreininni. Kveðja!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sæll Villi takk fyrir þetta en 5 kerti finnst ekki í 2,4 disel búinn að hringja tvisar í dag út af þessu fimmta kerti bara fjögur st segja þeir að vel athuguðu máli. Þetta gæti verið í orginal 2,4 turbo vélinni sem er í 70 cruser hugsa ég. En næst er að skipta um þessa eirhringi á yfirfallinu og setja ný glóðarkerti kosta innan við 4000 stikkið af glóðarkertunum hjá Toyota eða 3900. kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
sukkaturbo wrote:Sæll Villi takk fyrir þetta en 5 kerti finnst ekki í 2,4 disel búinn að hringja tvisar í dag út af þessu fimmta kerti bara fjögur st segja þeir að vel athuguðu máli. Þetta gæti verið í orginal 2,4 turbo vélinni sem er í 70 cruser hugsa ég. En næst er að skipta um þessa eirhringi á yfirfallinu og setja ný glóðarkerti kosta innan við 4000 stikkið af glóðarkertunum hjá Toyota eða 3900. kveðja guðni
Ég er með 2.4 disel 1990 árg sem var no turbo og það er kerti neðaní soggreininni sem sést vel undir bílnum og auðvelt að komast að því, ég veit að "91 árg. er eins
Ég er með bilaðan mótor í skúrnum sem mér var sagt að væri "94 árg. og það er kerti í honum neðaní soggreininni.
Það tekur ekki nema augnablik að finna kertið á lyftu og þú finnur það strax ef þú þreyfar neðan í greinina. Kveðja!
Hvaða árg. er þinn ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Sæll Villi hann er 91. Ég skil þá ekki þessa varahlutaþjónustu ef þeir vita ekki um þetta og þegar ég benti á að þetta væri í soggreininni var sagt nei bara 4 st. En allt í lagi með það veistu Villi hvort það sé eins og hin kertin ég á nefnilega fimm ný kerti frá Toyota og komst að því að það eru fjögur mjög nýleg kerti í bílnum eða síðan í maí á þessu ári samt held ég að það séu aftermarket kerti eða frá N-1.er samt ekki viss enda skiptir það ekki máli.Fór út og djöflaðist á pumpunni þar til kom olía út um púströrið og einn demparinn sprakk og bíllinn datt í gang eða þannig. kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
sukkaturbo wrote:Sæll Villi hann er 91. Ég skil þá ekki þessa varahlutaþjónustu ef þeir vita ekki um þetta og þegar ég benti á að þetta væri í soggreininni var sagt nei bara 4 st. En allt í lagi með það veistu Villi hvort það sé eins og hin kertin ég á nefnilega fimm ný kerti frá Toyota og komst að því að það eru fjögur mjög nýleg kerti í bílnum eða síðan í maí á þessu ári samt held ég að það séu aftermarket kerti eða frá N-1.er samt ekki viss enda skiptir það ekki máli.Fór út og djöflaðist á pumpunni þar til kom olía út um púströrið og einn demparinn sprakk og bíllinn datt í gang eða þannig. kveðja guðni
Þetta kerti er miklu sverara, ég fann olíustibbuna hingað á Dalvík þannig að það hefur mikið gengið á hjá þér.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Ég er með kerti (greinahitarann) í höndunum og endinn sem hitnar er 10 mm sver og 40 mm langur.
Heildarlengd er 100 mm með tengiendanum og 24 mm djúpur toppur passar, þetta getur þú mælt án þess að skrúfa hann úr en best að skrúfa úr og skoða hvort allt sé eðlilegt. Gengjurnar mælast 18 mm.
Farðu nú strax og fyndu kvikindið og mældu hann.
Svörin sem þú færð eru örugglega frá einhverjum sumarafleysingargutta.
Merkingin á kertinu er 28621 54080 No 067300-0521 38v 2L.
Svona er þetta allanvega hjá mér. Kveðja! Gangi þér vel Guðni minn!
Heildarlengd er 100 mm með tengiendanum og 24 mm djúpur toppur passar, þetta getur þú mælt án þess að skrúfa hann úr en best að skrúfa úr og skoða hvort allt sé eðlilegt. Gengjurnar mælast 18 mm.
Farðu nú strax og fyndu kvikindið og mældu hann.
Svörin sem þú færð eru örugglega frá einhverjum sumarafleysingargutta.
Merkingin á kertinu er 28621 54080 No 067300-0521 38v 2L.
Svona er þetta allanvega hjá mér. Kveðja! Gangi þér vel Guðni minn!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
Stórt takk Villi,fer í þetta á morgun fólkið í götunni var farið að horfa á mig og hélt að ég væri farinn að stunda sjálfsfróunn þarna ofan í vélarrúminu.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Laga leka á olíverki í hilux??
sukkaturbo wrote:Stórt takk Villi,fer í þetta á morgun fólkið í götunni var farið að horfa á mig og hélt að ég væri farinn að stunda sjálfsfróunn þarna ofan í vélarrúminu.
Já fólk verður hrætt við svona kalla eins og þig, ég mundi ekki vilja verða fyrir skotinu frá þér.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur