Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá villi58 » 19.aug 2013, 13:40

Það sem ég er að hugsa er hvaða gorma ég ætti að setja undir Hiluxinn minn að aftan, er svolítið afturþungur vegna 100 ltr. aukatanks aftan við hásingu og á eftir að bæta við tank v-megin eins tank og er h-megin. Svo er alltaf um 60 kg. á pallinum, verkfæri og ým drasl sem maður notar í vetrarferðum.
Allar ábendingar vel þegnar. Kveðja! Nú svo væri líka gott að fá upplýsingar um hvernig er best að redda þessu að framan.
S: 868-9356
villi58@talnet.is




Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá Tollinn » 19.aug 2013, 14:19

Ætlarðu að færa hásinguna eitthvað eða á hún að vera á sama stað. Hér myndi ég telja það mikinn kost að vigta bílinn að framan og aftan til að kanna þetta. Ef þú færir hásinguna gætirðu látið þyngdarjöfnun ráða för, þ.e. vera með framendann ekki meira en 10 - 15% þyngri þegar bíllinn er klár í ferð. Þegar þú ert svo kominn með einhverja áætlun um hvað bíllinn verður þungur á hvora hásingu, þá gætirðu farið að fletta upp í gormamálum.

Bara hugmynd

kv Tolli


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá sukkaturbo » 19.aug 2013, 14:20

Ég mundi skoða Patrol gorma og stuð púða bæði aftur og framgormana kveðja guðni

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá karig » 19.aug 2013, 14:58

Það voru settir loftpúðar undir minn Hilux (DC 1996) fyrir 3 árum, mjög góður búnaður sem hefur reynst óaðfinnanlega. Megin kosturinn er að geta blásið í þegar komið er mikið af olíu og drasli á pallinn, þannig að bíllinn hefur alltaf jafna og slaglanga fjöðrun, burt séð frá lestun. Aðframan voru settir Range Rover gormar, (gulu og rauðu), virka fínt, Kv, Kári.


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá villi58 » 19.aug 2013, 15:13

Tollinn wrote:Ætlarðu að færa hásinguna eitthvað eða á hún að vera á sama stað. Hér myndi ég telja það mikinn kost að vigta bílinn að framan og aftan til að kanna þetta. Ef þú færir hásinguna gætirðu látið þyngdarjöfnun ráða för, þ.e. vera með framendann ekki meira en 10 - 15% þyngri þegar bíllinn er klár í ferð. Þegar þú ert svo kominn með einhverja áætlun um hvað bíllinn verður þungur á hvora hásingu, þá gætirðu farið að fletta upp í gormamálum.

Bara hugmynd

kv Tolli

Ég færi sennilega framhásinguna eitthvað 3 - 4 cm og læt annað vera óbreytt, held að ég haldi mig við 38" dekkin, þetta er óþolandi kosnaður að fara í stærri dekk og það sem því fylgir.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá Tollinn » 19.aug 2013, 15:57

Athugaðu að ef þú færir bara framhásinguna þá færirðu aukaþyngd yfir á afturhásinguna. Ef þú ert að auki með svona svakalega mikið olíupláss gæti verið að þú sért kominn með óhentuga þyngdardreifingu. Ég myndi skoða þetta vandlega. Ef þú ert að fara í þessa smíðavinnu hvort eð er gæti borgað sig að vinna þessa heimavinnu mjög vel.

kv Tolli


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá villi58 » 19.aug 2013, 17:23

Tollinn wrote:Athugaðu að ef þú færir bara framhásinguna þá færirðu aukaþyngd yfir á afturhásinguna. Ef þú ert að auki með svona svakalega mikið olíupláss gæti verið að þú sért kominn með óhentuga þyngdardreifingu. Ég myndi skoða þetta vandlega. Ef þú ert að fara í þessa smíðavinnu hvort eð er gæti borgað sig að vinna þessa heimavinnu mjög vel.

kv Tolli

Já þetta er alveg rétt hjá þér það er best að klára heimavinnuna, ýmislegt sem þarf að vera á hreinu, hefði margt verið einfaldara ef ég hefði hugsað gormavæðingu strax.
Breyta bílnum síðan smíða tanka og fl. í það pláss sem eftir er.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá Stebbi » 19.aug 2013, 21:49

Í þínum sporum myndi ég hafa aukatankinn fremst á pallinum, það er hægt að hafa mikið af olíu þar ef að tankurinn er smíðaður yfir og á milli hjólskála. Ef þú ert með pallhús þá er þetta hvort eð er hálf illa nýtt pláss sem er erfitt að komast að þegar eitthvað er á pallinum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá villi58 » 20.aug 2013, 14:21

Stebbi wrote:Í þínum sporum myndi ég hafa aukatankinn fremst á pallinum, það er hægt að hafa mikið af olíu þar ef að tankurinn er smíðaður yfir og á milli hjólskála. Ef þú ert með pallhús þá er þetta hvort eð er hálf illa nýtt pláss sem er erfitt að komast að þegar eitthvað er á pallinum.

Vill síður tapa plássinu fyrir olíutank, er með sérsmíðanan kassa þar sem er fullur að því helsta sem þarf til fjallaferða, en góð ábending.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá sukkaturbo » 20.aug 2013, 16:28

Sælir það er líka hægt að sníða tank sem er 10 cm hár og fella hann ofan á gólfið í skúffunni stút og krana niður í gegnum gólfið og td. taka einn plasttappan úr skúffubotninum og tengja slöngu með lofthraðtengjum inn á aðaltankinn. Svona tankur tekur helling. Setja bara nokkur millihólf í hann svo hann beri dótið sem fer ofan á hann.Einfaldar festingar svo það verði fljótlegt að kippa honum af.Það er hægt að nota loftdæluna til að þrýst af honum ef menn vilja fá meiri kraft á rennslið. kveðja guðni


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Að Gormavæða Hilux dc 2.4 disel árg. 1990

Postfrá Tollinn » 20.aug 2013, 16:33

Ef þú ert með mikið boddýlift væri kannski hægt að sníða tank undir gólfið á pallinum því það er mjög auðvelt að taka pallinn af og þ.a.l. auðvelt að koma tanknum fyrir. Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér hvort það væri ekki ráð að nýta plássið sem hlýst af því að lifta boddýinu upp.

kv Tolli


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir