Bakflæði í hilux disel
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Bakflæði í hilux disel
Sælir félagar er með Toyota Hilux disel 1991 sem hefur þann krankleika að vera háður löngu starti þrátt fyrir nóg rafmagn og góð glóðarkerti. Svo virðist sem olían renni til baka á örfáum mínótum 5 til 10. Þá þarf bíllinn alltaf langt start þó hann sé heitur. Mig grunar síuhúsið og á einhver notað síuhús handa mér. En hvað haldið þið félagar er eitthvað annað sem kemur til greina??. Þegar ég reyni að handpumpa upp á síuna snörlar bara í pumpunni og hún virkar mjög létt og þyngist ekki. kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bakflæði í hilux disel
Þetta er svona þegar handdælan bilar (ónýt). Getur prufað að koma nokkrum dropum af Prolong á öxulinn sem gengur niður í dæluna, gæti hjálpað eitthvað. Passaðu svo að slangan að olíuverkinu sé pottþétt. Kveðja! VR.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bakflæði í hilux disel
Sæll Villi takk fyrir þetta verð líklega að fjárfesta í í nýju síuhúsi það kostar 21000kr og þarf að sérpanta það nema einhver eigi svona hús. kveðja guðni
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 22.sep 2011, 18:40
- Fullt nafn: sigurður már sigþórsson
Re: Bakflæði í hilux disel
væri ekki einfaldara og ódýrara að kaupa einstreimisloka og setja á lognina,þeir kosta ekki mikið t.d í barka kveðja siggi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bakflæði í hilux disel
Jú það er líka inni kveðja guðni
Re: Bakflæði í hilux disel
Það fór að bakflæða svona á Gallopernum hjá mér einusinni, orsökin var ónýtur þéttihringur á inngjafararminum. Fljótlega fór að leka upp með arminum þegar bíllinn gekk, sem varð til þess að ég fann út úr þessu. Ekkert rosa mál að skipta um þetta þannig séð, varð að taka ofan af olíuverkinu og komast þannig í þetta, en samt hægt án þess að taka verkið úr. Þéttingar í svona fást í Framtak fyrir klink.
kkv
Grímur
kkv
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bakflæði í hilux disel
Sæll Grímur og takk fyrir svarið. Ég setti einstreymis loka á þetta í morgun sem ég átti í gömlum loftlögnum frá þeim tíma þegar maður var með loftkút í bílnum. Svo er bara að sjá hvernig hann verður í fyrramálið. kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bakflæði í hilux disel
Þetta var síuhúsið skipti um það
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur