http://www.eirikurjonsson.is/

Umferð um Granda var lokað um kvöldmatarleytið þar sem búið var að setja upp tónlistartjald, stóla fyrir hundrað gesti og veitingatjöld líkt og í skemmtigarði.
Náði lokunin frá Sjávarbarnum og Texasborgum og lentu ísbúðin Valdís og Sjóminjasafnið inn í miðju fyrirhugaðrar veislu (sjá mynd).
- Hvað er að gerast?
“”Þetta er einhver uppákoma fyrir farþega skemmtiferðaskipanna sem hér eru. Eitthvað sem farþegarnir eru búnir að borga fyrir,” sagði gæslumaður á staðnum.
En þarna var líka fyrrum umhverfisráðherra að fá sér rjómaís:
“Má loka svona aðgengi að almenningsrými?”, spurði Svandís Svavarsdóttir og var bent á að gera ekki athugasemdir þegar ferðaþjónustan væri annars vegar.