Reynsla af PITBULL Dekkjum..


Höfundur þráðar
kubburnr1
Innlegg: 80
Skráður: 26.jan 2011, 22:00
Fullt nafn: Daníel Heiðar Hallgrímsson

Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá kubburnr1 » 29.jún 2013, 14:31

Mig langaði að spurja menn um reynsluna af pitbull dekkjunum???



User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá Hfsd037 » 29.jún 2013, 18:42

Image

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


rockybaby
Innlegg: 107
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá rockybaby » 29.jún 2013, 19:05

Sæll . Ég var með 39.5x16.5-15 pitbull rocker diagon ( ekki radíal )undir Defender 90 í 3 ár og get hiklaust mælt með þeim , eru reyndar svolítið stíf en gripgóð og hringlótt svo maður var ekki að berjast við neinn skjálfta eða hopp ,þola grjótið vel og þrælvirka í snjó . Varðandi skemmdirnar á myndinni í póstinum á undan þá er hægt að skemma öll dekk með einbeittum vilja.
En eins og með alla jeppamenn þá vill maður prufa eitthvað nýtt svo ég fékk mér 39.5x13.5-15 Iroc diagon (ekki radial) og það sem af er, er ég mjög sáttur við , afhverju ég vill ekki radial dekk er bara mín sérviska og vill meina að þau þola ekki þessar úrhleyoingar eins vel og diagon dekkin
mbkv Árni

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá nobrks » 30.jún 2013, 11:04

Hef heyrt sögur af 42" þau hafi verið að rifna inn við felgu eins og á myndunum, og þá allveg í gegn á ferð undir Patrol, einnig hef ég séð þau eyðast upp eins og strokleður á einu sumri undir econoline í túristaakstri, en þau hafa mjög djúpt munstur til að byrja með.

Hef enga persónulega reynslu af dekkjunum, en var sjálfur mjög heitur fyrir 42" pitbull, en það hefur kólnað eftir þetta.
Kanski þau endist betur undir léttari bílum? Því Irokinn fer líka svona inn við felgu undir mjög þungum bílum.


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá Kárinn » 01.júl 2013, 14:15

settum svona 42 rocker undir einn patrol 2001 sem er í turistaakstri, fóru undir í oktober og eru að verða slétt núna búið að keyra 17 þúsund og lítið á malbiki, settum á sama tíma 39,5" rocker undir econoline, þau virðast ekki slitna eins hratt er búið að keyra 12 þúsund á þeim og sér lítið á þeim.

svo er aftur þessi dekk sem myndirnar eru að ofan, það er 39,5" líka og ég veit um einn sem sprengdi útúr 4 svona dekkjum og þá gafst hann upp, veit um fleiri dæmi þess að þau eru að fara eins og sýnt er á myndunum, þau meiga alls ekki hitna og þarf að passa vel uppá loftþrýsinginn í þeim. Einn sem er ekkert í vetrarferðum sem ég kannast við, búinn að keyra þessi dekk helling yfir sumartímann og er mjög sáttur, lítið um úrhleipingar hjá honum.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá ivar » 01.júl 2013, 15:54

Ég sem lesandi og gæti raunvörulega hugsað mér þessi dekk (þá 47" dekk) les á milli línanna að það sé happa glappa hvernig dekkjum maður lendir á. Bæði séu þau mismunandi milli einstakra dekkja og svo innan og milli tegunda.
Ég vonast eftir fleiri reynslusögum :)
Dekkin sem ég var að íhuga eru Growler 47" og þá sennilega á 20" felgur frekar en aðrar felgustærðir með von um minna hopp.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Reynsla af PITBULL Dekkjum..

Postfrá ivar » 07.nóv 2013, 19:37

Mig langar aðein að ýta þessum þræði upp í von um fleiri viðbrögð.

Er með 46" MT núna og eru tæplega hálfslitin og ég er að spá í að selja þau og fá mér önnur ný.
Þá fer ég að velta fyrir mér hvort 47" Pitbull Growler sé betri kostur en 46" MT. Hugsanlega enn aðrir kostir í boði?
Vil fyrst og fremst gott akstursdekk sem er ekki að skemmast að óþörfu.

p.s. ef einhver vill 46" dekkin má alveg senda tilboð. Eru nelgd, microskorin og munsturskorin á 16" felgu.
Framleidd 9/11 og mest slit á malbiks langkeyrslu. Get mælt munstur á morgun.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur