Skoðunarraunir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Skoðunarraunir
Ég fór með Korandóinn minn í skoðun um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nú brá svo við að þarna var eftirlitsmaður frá Bifreiðastofu, væntanlega í þeim erindagjörðum að sjá hvort starfsmenn skoðunarstöðvarinnar sinntu starfinu sem skyldi og fylgdu settum reglum. Ég sá strax að karlinum leizt ekkert á jeppann minn, hann gekk marga hringi í kring um hann og velti vöngum, þungbúinn mjög. Loks dró hann upp tommustokk, mældi eitthvað og þá loksins lyftist á honum brúnin: „Ég vissi að það var eitthvað, hann er of breiður hjá þér, þú færð ekki skoðun á hann svona!“ Bilið frá framluktinni og að yztu brún bílsins var yfir leyfilegum mörkum og átti rætur að rekja til ca 4 cm breiðs gúmmílista á frambrettinu sem þar hafði verið settur þegar bílnum var breytt fyrir 33“ dekk þegar hann var nýr árið ´98. Ég var með dúkahníf í bílnum og spurði karlinn hversu mikið ég þyrfti að sníða af kantinum svo ég fengi skoðun. „Þú getur það ekki, viltu ausa aur og drullu upp um allt?“ „Nú, hvað er þá bezt fyrir mig að gera til að fá bílinn skoðaðan“ spurði ég. „Það er ekki mitt mál, það verða aðrir að dæma um“ var svarið. Og þar við sat. Ég skildi svarið þannig að ég ætti einfaldlega að koma aftur þegar hann væri örugglega ekki á staðnum og þá myndi jeppinn fá skoðun eins og venjulega.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Skoðunarraunir
Svona hálfbjánar eiga bara flytja til noregs þar sem þeir geta tekið allt bókstaflega upp á millimeter.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Skoðunarraunir
Ég hefði sagt honum að líta í hina áttina.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Skoðunarraunir
Það er réttur hvers og eins að fá að hætta við skoðun og keyra út. Ég hefði pottþétt sagt "Já nei þakka þér fyrir" og bakkað út ef ég hefði séð svona skrifstofukall inn á skoðunarstöð.
Re: Skoðunarraunir
StefánDal wrote:Það er réttur hvers og eins að fá að hætta við skoðun og keyra út. Ég hefði pottþétt sagt "Já nei þakka þér fyrir" og bakkað út ef ég hefði séð svona skrifstofukall inn á skoðunarstöð.
Menn þurfa að nýta sér þetta oftar þegar greinilega er verið að setja út á hluti sem eru í lagi.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Skoðunarraunir
Maður gæti vissulega bakkað út úr skoðunarstöðinni hvenær sem væri en ég efast um að skoðunargjaldið fengist endurgreitt.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Skoðunarraunir
ég lenti í þessu með Patrol sem ég átti.. fékk einhver 11 atriði sett útá , allskonar smávægilegir hlutir , bara útaf það var eftirlitsmaður þarna , hafði komið á viðkomandi skoðunarstöð viku áður með Land Cruiserin minn og þá var litið framhjá 2-3 smáhlutum eins og sprunginni peru og ég þurfti að herða uppá handbremsunni eða laga hana, fékk bara sett útá að slökkvitækið var ekki skoðað sem ég steingleymdi bara að athuga með , öðru gilti með patrolin, þar þurfti ég að láta breyta skráningunni á honum úr 7 manna niður í 5 því það vantaði öftustu sætin í hann og svo var sett útá allt smávægilegt bara útaf eftirlitsgaurnum
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Skoðunarraunir
Grænjaxlinn wrote:Maður gæti vissulega bakkað út úr skoðunarstöðinni hvenær sem væri en ég efast um að skoðunargjaldið fengist endurgreitt.
þú færð það endurgreitt.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Skoðunarraunir
Grænjaxlinn wrote:Maður gæti vissulega bakkað út úr skoðunarstöðinni hvenær sem væri en ég efast um að skoðunargjaldið fengist endurgreitt.
Ég hefði ekki sett þetta inn nema að því að ég veit að maður fær endurgreitt. Hef flaggað þessu nokkrum sinnum á skoðunarstöð. Þá eingöngu til að koma í veg fyrir akstursbann.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Skoðunarraunir
Svona fyrir forvitnis sakir, því ég hef aldrei heyrt af neinum tilvikum þar sem akstursbanni hefur verið beitt - hvað lág að baki því að þeir vildu setja akstursbann á bílinn?
Re: Skoðunarraunir
Kiddi wrote:Svona fyrir forvitnis sakir, því ég hef aldrei heyrt af neinum tilvikum þar sem akstursbanni hefur verið beitt - hvað lág að baki því að þeir vildu setja akstursbann á bílinn?
t.d. Lekar bremsuslöngur / rör
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Skoðunarraunir
Kiddi wrote:Svona fyrir forvitnis sakir, því ég hef aldrei heyrt af neinum tilvikum þar sem akstursbanni hefur verið beitt - hvað lág að baki því að þeir vildu setja akstursbann á bílinn?
Ég hef fengið þetta fyrir lekar bensínlagnir og alvarlegt ryð í grind og spyrnum.
Ég hefði kannski átt að bæta því við að ef ég hef fengið akstursbann í skoðun, bakkað út og fengið endurgreitt þá hef ég yfirlett hent bílnum. Þetta er semsagt gert í því hugarfari að spara sér skoðunina ef bíllinn er ónýtur.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Skoðunarraunir
Litli Kórandóinn er einn af þeim jeppum sem eru með ljósin fáránlega innarlega. Það er líklega ein ástæðan fyrir því að það eru tiltölulega fáir slíkir mikið breyttir.
Það eru ágætis rök fyrir því að aðalljós verða að vera innan ákveðinnar fjarlægðar frá ytri brún ökutækis, og ef maður er með einhverja svakalega brettakannta þá verður bara að taka á því.
Hinsvegar virðist þetta vera rétt utan marka á þínum bíl en spurning hvort um handvömm hafi verið að ræða þegar bíllinn var sérskoðaður í upphafi.
Það eru ágætis rök fyrir því að aðalljós verða að vera innan ákveðinnar fjarlægðar frá ytri brún ökutækis, og ef maður er með einhverja svakalega brettakannta þá verður bara að taka á því.
Hinsvegar virðist þetta vera rétt utan marka á þínum bíl en spurning hvort um handvömm hafi verið að ræða þegar bíllinn var sérskoðaður í upphafi.
Re: Skoðunarraunir
Ég lenti í svipudu thegar ég fór med jeppa í breytingaskodun, eftirlitsmadurinn gekk inn samhlida og ég ók inn, thad var langur listi smávægilegra en svosem réttmætra athugasemda.
Thad fúlasta var líklegast ad ég thurfti ad afskrá dráttarbeislid thar sem thad var ekki stimplad.
______
Edit: Thetta var árid 2001.
Thad fúlasta var líklegast ad ég thurfti ad afskrá dráttarbeislid thar sem thad var ekki stimplad.
______
Edit: Thetta var árid 2001.
Síðast breytt af nobrks þann 07.jún 2013, 09:49, breytt 1 sinni samtals.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Skoðunarraunir
nobrks wrote:Ég lenti í svipudu thegar ég fór med jeppa í breytingaskodun, eftirlitsmadurinn gekk inn samhlida og ég ók inn, thad var langur listi smávægilegra en svosem réttmætra athugasemda.
Thad fúlasta var líklegast ad ég thurfti ad afskrá dráttarbeislid thar sem thad var ekki stimplad.
Þetta stimpilrugl á beislum er alveg gjörsamlega út úr kortinu. Þú getur stimplað sjálfur í beislið það sem þér dettur í hug, það skiptir bara máli að það sé stimplað eitthvað í það. Mig minnir að það þurfi að standa kíófjöldi og fangamark þess sem stimplar í, td "3000kg ES" ef ég setti hjá mér.
Ég man samt ekki í smáatriðum hvað á að vera stimplað í en er alveg handviss að þú getur gert það sjálfur, ég dílaði heilmikið við þetta á mínum bíl 2009
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Skoðunarraunir
Mikið svakalega væri það eitursvalt ei einhver stimplaði einhverja dellu á beisli og færi með það í skoðun.
Verst er að það yrði allt vitlaust ogallar reglur hertar ef upp kæmist
Verst er að það yrði allt vitlaust ogallar reglur hertar ef upp kæmist
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Skoðunarraunir
Þetta eru þau svör sem ég fékk við að tala við sérfræðinga hjá sjálfri umfeðarstofu, það stóð alltaf til hjá mér að smella hærri tölu á beislið hjá mér, hann er bara skráður fyrir 1600kg sem er ekki gott ef ég er nappaður með bílakerruna fulllestaða.
Það meikar ekki sens heldur að sanjong rexton smájeppinn sé skráður með meiri dráttargetu heldur en f350, eins og ég hef séð.
Það meikar ekki sens heldur að sanjong rexton smájeppinn sé skráður með meiri dráttargetu heldur en f350, eins og ég hef séð.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Skoðunarraunir
það má hver sem er smíða dráttarbeisli í dag, þarf ekkert að vera stimplað en skoðunarstöðvar eiga að fylgjast með að þetta sé þokkalega gert, fékk þessi svör hjá umferðastofu og aðalskoðun fyrir 2-3 árum
Toyota lc 90 38"
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Skoðunarraunir
jongud wrote:Mikið svakalega væri það eitursvalt ei einhver stimplaði einhverja dellu á beisli og færi með það í skoðun.
Verst er að það yrði allt vitlaust ogallar reglur hertar ef upp kæmist
Það hefur verið gert. Þekki mann sem gerði nákvæmlega það sem Elli er að tala um hér að ofan, burðarþol og fangamerki. Svínvirkar :)
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Skoðunarraunir
Tekið af vef umferðarstofu
Upplýsingar um tengibúnað og rafkerfi
21.10 Bifreið.
(1) Tengibúnaður á bifreið skal festur við bifreiðina samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda
(2) Á tengibúnaði bifreiðar skal vera greinileg og varanleg merking um framleiðanda og mestu leyfða heildarþyngd eftirvagns sem tengja má við tengibúnaðinn.
(3) Tengibúnaður og festing hans við bifreið skal vera samþykktur af skoðunarstofu.
Upplýsingar um tengibúnað og rafkerfi
21.10 Bifreið.
(1) Tengibúnaður á bifreið skal festur við bifreiðina samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda
(2) Á tengibúnaði bifreiðar skal vera greinileg og varanleg merking um framleiðanda og mestu leyfða heildarþyngd eftirvagns sem tengja má við tengibúnaðinn.
(3) Tengibúnaður og festing hans við bifreið skal vera samþykktur af skoðunarstofu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Skoðunarraunir
ég var að nýskrá 4 dyra wrangler jeppa um árið. nýkominn af bakkanum, glænýr og fékk ekki skoðun vegna þess að ljósin á honum voru of innarlega
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Skoðunarraunir
blessuð umferðarstofa er nú ekki alveg að skilja gjörðir skoðunar manna eða hvers sem hafði með tvo gallopera með eins frágengin dráttar beisli , allt eins trúlega gert af sama aðila annar bíllin má draga 1600 kg hemlaðan eftirvagn og í gömlu skráningar skírteini sem ég fann í honum var skráð 3000 kg ,
og hinn má draga 1200kg hemlaðan eftirvagn , margt er skrýtið í þessum skoðunar málum og svo ekki til að gleðja mann að það fer eftir skapi skoðunar mansins hversu nákvæmur hann er í skoðunn
og hinn má draga 1200kg hemlaðan eftirvagn , margt er skrýtið í þessum skoðunar málum og svo ekki til að gleðja mann að það fer eftir skapi skoðunar mansins hversu nákvæmur hann er í skoðunn
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur