Síða 1 af 2
Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 15:14
frá rabbimj
Er rétt í þessu að klára að setja trooperinn á patrol hásingar. Þetta er búið að vera 9 mánaða meðganga en nú fer hann að komast í heiminn.
Er að prófa að setja inn nokkrar myndir af breytingunni sem er að klárast núna næstu daga.
hásingarnar sem ég keypti:

Búinn að rífa undann smá haugur

frekar lítið undir greyinu

Búið að koma gormasæti fyrir

Ákvað að smíða mér spindilkúlu fyrir A-stífu

Verið að stilla upp

A-stífan smíðuð

efra gormasæti komið fyrir

búið að koma gormum og dempurum fyrir

búið að sandblása framhásingu

búið að mála og gera fínt

kanntar snikkaðir til


verið að máta undir að framan

stilla stífuvasa af

allt að verða klárt

uppsetning að framan

Bíllinn eins og hann er í dag, þetta er mynd úr vatnajökulsferðinni í ár. mynd eftir óskar k

Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 15:17
frá LFS
þessi hellookar á 44" hvar fekkstu samslattarpuðana og íhluti i hasingarnar ?
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 15:20
frá jeepson
Flottur. Verður gaman að fylgjast með þessum eftir 9mánaða meðgöngu :) En varst það ekki þú sem varst að smíða 4runner líka?
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 15:31
frá rabbimj
Sælir
varðandi samsláttarpúðana þá fékk ég þá í Gúmmísteypu Þ Lárusson grafarvogi. Alveg þræl fínir þar. Allir þessir íhlutir eru meira og minna heimasmíðaðir. Varðandi 4runner þá hef ég aldrei breytt svoleiðis bíl :D
kv
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 15:37
frá siggibjarni
þessi er verklegur!
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 17:51
frá halendingurinn
Flottur hjá þér
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 18:35
frá hjotti
Flott hjá þér.... færð 5 stjörnur frá mér
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 19:41
frá Einar Örn
þá fer þetta loksins að verað tilbuið hjá þér rabbi minn....verst er bara að veturinn fer að verða búinn....en hann verður þá 110% hjá þér næsta vetur....
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 22:25
frá risinn
Flottur bíll hjá þér. Hér er einn 44" Trooper.
Hann er bara gulur að lit.
http://www.extremeiceland.is/en/myndir/ ... -laugar-01Kv. Ragnar Páll
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.mar 2012, 23:59
frá MattiH
Flottur, Nú þarf bara að breikka bílskúrshurðina svo hann komist út ;)
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.mar 2012, 19:21
frá SKG
Gaman að sjá að menn séu að breyta Trooper, þeir eru frekar fáir sem eru á 44", Verðuru ekki með Milligír ?
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.mar 2012, 19:43
frá cruser 90
Til hamingju með breytinguna flottur
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.mar 2012, 22:20
frá rabbimj
Gaman að sjá aðra Troopera á 44", er þessi guli á hásingu að framan? Jú það er svo á dagskránni fyrir næsta vetur að smíða í hann milligír :D ég mun koma með fleiri myndir af breytingunni fljótlega inna vefinn. Setti bara nokkrar vel valdar inn núna :D
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.mar 2012, 23:40
frá Freyr
Þessi guli er gamli rauði fjallasport trooperinn, hann er á dana 44 að framan ef ég man rétt
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.mar 2012, 00:25
frá risinn
Þessi guli er með dana 44 wagoner að framan og held að það sé 9" Ford að aftan, og það eru í honum 2 millikassar úr Toyota
Hilux. Eftir því ég best veit.
Kv. Ragnar Páll
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.mar 2012, 00:41
frá Freyr
risinn wrote:Þessi guli er með dana 44 wagoner að framan og held að það sé 9" Ford að aftan, og það eru í honum 2 millikassar úr Toyota
Hilux. Eftir því ég best veit.
Kv. Ragnar Páll
Fyrir viku síðan var í honum orginal trooper afturhásing
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.mar 2012, 09:38
frá rabbimj
Já mig minnir endilega að hann hafi verið á orginal að aftan. Því í raun þjónar það engum tilgangi að skipta afturhásingunni út, þar sem hægt er að fá sömu hlutföll í D44 framhásingu.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.mar 2012, 13:50
frá Heiðar Brodda
sælir hélt að menn væru að skipta um afturhásingunni vegna þess að það var svo erfitt að fá lá hlutföll í þær, flottur trúppi skemtilegar vélar þegar þær eru í lagi :)
kv Heiðar
Re: Trooper á 44"
Posted: 19.mar 2012, 13:46
frá eggerth
helvíti fallegur þessi ;) á hvaða hlutföllum ertu?
Re: Trooper á 44"
Posted: 19.mar 2012, 14:02
frá rabbimj
Takk fyrir það. Ég er á 4.625 eða orginal hlutföll.Á eftir að meta það hvernig þetta kemur út hjá mér. En það stendur til að setja í hann milligír í sumar.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 19.mar 2012, 16:44
frá Valdi B
flottur bíll hjá þér...
hérna er einn annar helvíti flottur...


á glænýjum 44" með beadlock á patrol hásingum.... virkilega flottur bíll..
Re: Trooper á 44"
Posted: 19.mar 2012, 21:41
frá rabbimj
Já þessi er mjög flottur. Ég held að ég hafi séð hann í hfj ekki fyrir löngu.Held að hann sé staðsettur í setberginu.
Re: Trooper á 44"
Posted: 19.mar 2012, 22:16
frá Valdi B
það gæti passað... kall hérna að austan sem á hann og búinn að eigann frá því´hann var nýr.... er að vinna sem smiður í hfj held ég...
Re: Trooper á 44"
Posted: 20.mar 2012, 09:58
frá psycho
Er einhver sem á fleiri myndir af þessum bláa, var honum ekki breytt beint á 44"? mér sýnist kantarnir fara minna inná hurðarnar heldur en minni kantarnir á 38" breyttu bílunum.
Re: Trooper á 44"
Posted: 20.mar 2012, 22:23
frá Valdi B
mig minnir að hann hafi verið fyrst á klöfunum á 38" ... svo breytti hann honm og setti patrol hásingar .... en þetta eru bara eins kanntar held ég ,búið að færa afturhásingu og tilað þetta lúkki alltí læ þá er búið að setja á hurðina úr mynni köntum.... sennilega bara original könntm eða eitthverju álíka...
Re: Trooper á 44"
Posted: 24.mar 2012, 11:05
frá Einar Örn
sá þennan á ferðinni í gær...flottur hjá þér rabbi.
Re: Trooper á 44"
Posted: 10.apr 2012, 21:15
frá Sira
Sæll
draslið sem þú reifst úr bílnum
eg tók eftir þokkalegum framdempurum
hver er staðan á þessu dóti
k.v
S.L
Re: Trooper á 44"
Posted: 10.apr 2012, 22:33
frá rabbimj
Þetta dót seldist bara um leið og ég tók þetta undan.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 10.apr 2012, 23:52
frá hrappatappi
varðandi þessa spindilkúlu. hvernig fór sú smíði framm?
Re: Trooper á 44"
Posted: 11.apr 2012, 08:28
frá rabbimj
Ég veit ekki alveg hvenig ég á að svara því. Best er kanski að segja að notað var í hana 50mm rústfrí dráttarkúla, 2 POM fóðringar, skífa sem var snittuð til að krúfuð ofaní hólkinn. Svo var settur í hólkinn koppur, einnig var set lásgjörð til að tryggja að fóðringarnar losni ekki. Svo var slatti af vinnu í rennibekk, og náttúrulega allt soðið saman sem átti að fara saman.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 11.apr 2012, 23:16
frá hrappatappi
ok.... og er þessi lausn betri en að nota stýrisenda úr t.d. rútu?
ertu þá með aukna hreifigetu á hásingunni frekar en að nota stýrisenda.
Re: Trooper á 44"
Posted: 12.apr 2012, 08:04
frá rabbimj
Nei hún er í raun ekkert betri. Þessi spindilkúla hefur sömu 3 frelsisgráður og aðrar spindilkúlur s.s snúningur um alla ása. En ég hefði þurft að finna mér spindilkúlu úr einhverjum vörubíl og borga eitthvað fyrir hana. Svo hefur hún takmarkaðri endingatíma en sú sem ég smíðaði, þar sem ég get hert útí hana með auknu sliti. En það mælir ekkert gegn því að nota spindilkúlu klára úr einhverju öðru ef menn vilja.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 12.apr 2012, 16:45
frá joisnaer
þetta finnst mér fallegur bíll og gaman að sjá að einhver annar sötri lager í bílskúrnum annar en ég :P
Re: Trooper á 44"
Posted: 13.apr 2012, 09:49
frá rabbimj
Já þakka þér fyrir það. Lagerinn passar við öll tækifæri :D
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.apr 2012, 20:54
frá SKG
Var þessi ekki uppá drangajökli núna um helgina ?
Re: Trooper á 44"
Posted: 16.apr 2012, 21:55
frá rabbimj
Jú við skruppum upp vestur í "sólina" sem kom aldrei :D
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.apr 2012, 21:06
frá SKG
Haha okey, við vorum rétt á eftir ykkur uppá jökli, hvar fóru þið niður af honum ? Sáum að þið stoppuðu við Hrolleifsborg og týndum ykkur í þokuni.
jáá Það var frekar fúlt veður á laugardeginum enn föst og sunnudegi var frábært veður.
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.apr 2012, 07:33
frá rabbimj
Við keyrðum niður í Reykjafjörð eftir að við komum í Hrolleifsborg. Gátum reyndar ekki keyrt alveg niður í hann vegna snjóleysis. fórum svo í bæinn að því loknu.
kv
Rabbi
Re: Trooper á 44"
Posted: 17.okt 2012, 16:40
frá birgthor
Hvað er að frétta Rabbi, er búið að breyta einhverju eða bæta?
Re: Trooper á 44"
Posted: 18.okt 2012, 07:27
frá rabbimj
Maður er búinn að vera sérstaklega latur. En ég er nú búinn að kaupa mér smá vandamál sem bíður mín í skúrnum. En það er annar gírkassi, er kominn með þá flugu í hausinn að hnoða saman tveim gírkössum.
Annars er ég búinn að vera upptekinn við að hugsa um það hvað væri fínt að drullast til að byrja á þessu.
kv
Rabbi