Síða 1 af 1

Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 14.mar 2012, 22:26
frá uxinn9
Ætla að henda nokrum myndum af minum bíl hér inn svona er hann þegar ég kaupi hann nema búinn að filma og taka pallhúsið af kaupi hann haust 2010
Kv Arnar

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 14.mar 2012, 23:40
frá Refur
Hann lítur nú bara ansi vel út!

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 00:10
frá siggibjarni
akkúrat bíllinn sem ég er að leita að! hvað viltu fá fyrir hann?

ps. veit að þetta er ekki söluþráður :P

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 01:33
frá Hfsd037
Töff þessi! kemur vel út að hafa filmur allan hringinn

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 11:04
frá villi58
Hver smíðaði kerruna ?

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 11:36
frá lc80cruiser1
Greinilega betra a vera á nöglum þarna

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 15:59
frá Valdi B
Refur wrote:Hann lítur nú bara ansi vel út!

ef þú ert aðleita þér að svona bíl... þá á félagi minn einn sem er falur... 2001 árgerð ekinn 190 þús, sami litur og á þessum, 44 breyttur á hásingu að framan með gormum en á loftpúðum og fourlink að aftan.. með 4.88 hlutföll,loftdælu,á 44" dick cebek á felgum og 38" ósléttum keyrsludekkjum sem ég man ekki hvaða týpa er... líka á felgum... var heilsprautaður 2007 eða 2008 virkilega flottur bíll með GÓÐA FJÖÐRUN!

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 18:49
frá uxinn9
Patrol1 wrote:Greinilega betra a vera á nöglum þarna

já ég var á sumardekkjum og ég smíðaði keruna og billin er ekki til sölu

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 15.mar 2012, 19:29
frá Refur
valdibenz wrote:
Refur wrote:Hann lítur nú bara ansi vel út!

ef þú ert aðleita þér að svona bíl... þá á félagi minn einn sem er falur... 2001 árgerð ekinn 190 þús, sami litur og á þessum, 44 breyttur á hásingu að framan með gormum en á loftpúðum og fourlink að aftan.. með 4.88 hlutföll,loftdælu,á 44" dick cebek á felgum og 38" ósléttum keyrsludekkjum sem ég man ekki hvaða týpa er... líka á felgum... var heilsprautaður 2007 eða 2008 virkilega flottur bíll með GÓÐA FJÖÐRUN!


Ég er svosem ekki að leita að svona bíl eins og er, ég átti þennan og kunni mjög vel við hann og hlýnar um hjartaræturnar að sjá hvað Arnar hefur verið góður við hann :)

Kv. Villi

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 17:31
frá uxinn9
Febrúar 2012 lenti í læk og beygði klafadótið allt svo ég smíðaði undir hann hásingu í april 2012

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 17:33
frá uxinn9
svo núna í feb 13 yfirgaf afturdrifið

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 17:39
frá uxinn9
svo núna í april i Rjóma ferð 4x4 eyj þá brotnaði frammhásingin

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 17:45
frá uxinn9
svo núna í November fjarlægði ég pæjero styfurnar sem voru undir honum að aftan og smiðaði fourlink

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 18:12
frá -Hjalti-
Hvernig fórstu að því að brjóta rörið svona svakalega ?
Annars glæsilegur Hilux

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 04.des 2013, 19:33
frá uxinn9
-Hjalti- wrote:Hvernig fórstu að því að brjóta rörið svona svakalega ?
Annars glæsilegur Hilux

Það voru aftur stýfur úr paero að aftan og ég setti síðan fram stýfur úr patrol að framan neopran fóðringar svo þegar bíllinn þarf að krossfjaðra þá sníst upp á hásingar rörið og fram rörið var veikara en aftur rörið sérstaklega eftir að ég tók úr því fyrir lásnum eins og sést á myndinni.
En eftir að hafa sett foru link að aftan er ég vonandi kominn i veg fyrir þessa þvingun

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 09.des 2013, 20:26
frá uxinn9
svona lítur bíllin út í dag

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 09.des 2013, 21:46
frá Svenni30
Hrikalega flottur hjá þér Arnar

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 29.des 2013, 23:27
frá uxinn9
var aðens að vinna í bilnum núna fyrir jól smíðaði nýan aftur sturðara og setti toppboga á bilinn fæ svo led ljós eftir áramót sem verða vinnuljós

Re: Bíllinn minn Hilux 00

Posted: 30.des 2013, 11:48
frá Hfsd037
Bara flottur hjá þér Arnar! hvar fékkstu vasana og hvað kostuðu þeir?