Síða 1 af 3

Range Rover í smá breytingum (V8 og 46")

Posted: 12.mar 2012, 19:03
frá eggerth
Ég keypti mér jeppa á 38" at dekkjum og í kjölfarið af því ákvað ég að kaupa stærri skó 44" DC

En þetta er semsagt Range Rover
Árgerð 1992
38-44"
Keyrður í kringum 185þus
4,7,10 hlutföll
Ólæstur
Image
þetta er gripurinn!
Image
set tvær úr þorrablótsferð 4x4 hornafjarðardeild
Image
set fleiri myndir inn þegar eg verð komin með myndirnar úr breytingunum ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 00:16
frá eggerth
Þegar ég fékk hann var svolítið rið í bílstjóragólfi Image
en þessu var fljótt reddað, svo var farið í þorrablótsferð 4x4 á hornafirði og allt gekk að óskum þangað til við brutum öxul í afturhásingu. þá var bara ákveðið að stækka dekk Image
það þurfti að skera svolítið úr
Image.
það koma svo fleiri myndir á morgun :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 00:33
frá StefánDal
Hef alltaf verið hrifinn af gamla Reins. Þegar ég var 15 ára eignaðist ég mitt fyrsta ökutæki og það var Range Rover '78 á 38" með 2.8tdi úr Rocky. Sá fékk að víkja fyrir blæju Willys með 350. Þarf ekki að taka það fram að ég dauðsé eftir þeim hlutskiptum í dag.

Hvaða vélkostur er í þessum hjá þér?

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 00:44
frá eggerth
ég fékk einmitt þessa reinsadellu í kringum 13-14 ára eignaðist þá rover 74 á 31" en hann er núna rifinn og notaður í varahluti ;). En vélin er 3,9l með beinni innspítingu rosalega þægilegur mótor :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 00:49
frá StefánDal
eggerth wrote:ég fékk einmitt þessa reinsadellu í kringum 13-14 ára eignaðist þá rover 74 á 31" en hann er núna rifinn og notaður í varahluti ;). En vélin er 3,9l með beinni innspítingu rosalega þægilegur mótor :)

Hvað er raunhæfar eyðslutölur með svona mótor?

Pabbi minn keypti fyrir tvemur árum Range Rover P38 2000 módel. Hann er með 4.6 mótornum, ssk að sjálfsögðu og með þessa yndislegu loftpúða fjöðrun. Hann er alveg orginal og dettur auðveldlega í 11 lítrana í langkeyrslu. Svoleiðis bíl væri ég mikið til í að setja á 38"

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 08:35
frá eggerth
ég hef nú ekki mælt eiðsluna nákvæmlega en held að það sé í kringum 20 á hundraði á 44" ekkert meira en 44" patrol sem er með 3.l vélinni

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 13:43
frá Hrannar Ingi
Hrikalega Flottur hjá þér ! :) hér er einn að breyta Range Rover á 44" kannski einhverjar hugmyndir firir þig :)

http://www.islandrover.is/spjall/viewtopic.php?t=2263

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 19:12
frá eggerth
Hrannar Ingi wrote:Hrikalega Flottur hjá þér ! :) hér er einn að breyta Range Rover á 44" kannski einhverjar hugmyndir firir þig :)

http://www.islandrover.is/spjall/viewtopic.php?t=2263

takk fyrir þetta :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 13.mar 2012, 23:18
frá eggerth
gerðist nú ekki mikið í dag græjaði dempara og pantaði viftureim og einhvað svona smotterí. en hvar er best og ódýrast að panta stýrisenda?

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 14.mar 2012, 02:13
frá S.G.Sveinsson
Þetta kann að hljóma einkenilega í eirum Nissan eigenda en BL hafa reynst mér vel í LR vara hlutum Svo er náturulega BSA í kopavogi ef þú hringir þangað þá svara bara fólk sem þekkir inná LR og þar þarf ekki að gefa upp bílnúmer eisog ég hef lent í vandræðum með því ég er ekki með orginal vél.

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 14.mar 2012, 06:30
frá kári þorleifss
Flottur Eggert, líst vel á þessa stækkun. Er þessi 44" kannski undan öðrum Rover? ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 14.mar 2012, 09:08
frá eggerth
kári þorleifss wrote:Flottur Eggert, líst vel á þessa stækkun. Er þessi 44" kannski undan öðrum Rover? ;)

takk fyrir það kári minn, jújú þessi dekk eru undan frægu trillitæki :) en hvernig er það ætlaru ekki að fara að koma þér úr útlandinu og beint á fjöll?

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 14.mar 2012, 09:09
frá eggerth
S.G.Sveinsson wrote:Þetta kann að hljóma einkenilega í eirum Nissan eigenda en BL hafa reynst mér vel í LR vara hlutum Svo er náturulega BSA í kopavogi ef þú hringir þangað þá svara bara fólk sem þekkir inná LR og þar þarf ekki að gefa upp bílnúmer eisog ég hef lent í vandræðum með því ég er ekki með orginal vél.

þakka kærlega fyrir þetta :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 16.mar 2012, 01:40
frá eggerth
jæja slatti sem er búið að gerast síðan síðast, skipti um viftureim, stýrisenda og setti bremsurör í aftur og frammhásingu. ég er að verða búinn að skera úr og þá fer að byrja brettakantavinna :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 16.mar 2012, 15:02
frá lc80cruiser1
flottur hjá þér mjög gott að titja í þessum bílum hérna er einn moli til sölu !


http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 16.mar 2012, 15:41
frá eggerth
lc80cruiser1 wrote:flottur hjá þér mjög gott að titja í þessum bílum hérna er einn moli til sölu !


http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

þakka fyrir, en þessi er rosalega flottur!

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 17.mar 2012, 09:18
frá joisnaer
þetta er glæsilegur vagn hjá þér, sérstaklega vígaleg grind framan á honum ;) en hvað er afturhásingin færð mikið hjá þér?

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 17.mar 2012, 19:44
frá eggerth
joisnaer wrote:þetta er glæsilegur vagn hjá þér, sérstaklega vígaleg grind framan á honum ;) en hvað er afturhásingin færð mikið hjá þér?

þakka fyrir og já þessi grind er mjög svo fræg hún var framan á öðrum range rover sem ég á 74 módel. en afturhásingin er færð 10-13 cm var ekki búin að mæla það nákvæmlega það var búið að færa hana þegar ég keipti hann :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 19.mar 2012, 11:33
frá eggerth
jæja fyrsti rúnturinn tekinn á stóru dekkjunum um helgina, komst að því að ég þarf að skera meira úr að aftan búin að lengja brettakannta þarf bara að sparsla. spurning hvort þetta hafist fyrir helgina, maður fer nú ekki að baila á ferð :)
Image
Image

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 19.mar 2012, 21:41
frá Heiðar Brodda
Stefán Dal Range Roverinn sem var með 2,8 rokky vélina endaði lífið austur á Reyðarfirði og vélin var sett í land rover sem er kominn á RR hásingar, reyndar er lítil reynsla komin á akstur á þeim bíl kv Heiðar

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 21.mar 2012, 09:28
frá eggerth
nú er allt á síðasta snúning, en ég er búinn að græja bremsur, kúplingu og er búin að lengja brettakannta (bara eftir að klára að sparsla). en ég skal komast í ferð á föstudag! kem með myndir seinna :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 21.mar 2012, 23:53
frá kári þorleifss
Flottur! Helvíti langar mig mikið með í ferð, þarf að fara plana ferðalag heim og koma við hjá ykkur

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 22.mar 2012, 08:38
frá eggerth
kári þorleifss wrote:Flottur! Helvíti langar mig mikið með í ferð, þarf að fara plana ferðalag heim og koma við hjá ykkur

já mér líst vel á það :)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 23.mar 2012, 02:35
frá eggerth
jæja það hlaut að koma að því hann fór að standa í "lappirnar" núna í kvöld og hann er orðin nokkuð ferðahæfur, þangað til annað kemur í ljós ;) en það koma myndir eftir helgi úr restini af breytinguni og úr ferðinni.

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 09.apr 2012, 18:31
frá eggerth
jæja frekar lagt síðan síðast, en ég er búin að fara í jeppaferð á 44" og virkaði bara nokkuð vel ;) en farið var í Egilssel á föstudegi og svo farið í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal á laugardegi. en hér kom myndir úr restinni af breytinguni og ferðinni
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 09.apr 2012, 20:23
frá kári þorleifss
já sæll nú samsvarar hann sér mikið betur og greinilegt að menn geta alveg verið duglegir á þessu verkstæði ef þeir bara reyna ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 09.apr 2012, 23:13
frá eggerth
kári þorleifss wrote:já sæll nú samsvarar hann sér mikið betur og greinilegt að menn geta alveg verið duglegir á þessu verkstæði ef þeir bara reyna ;)

já kári hann er mikið flottari svona. en á þessu verkstæði hefur ekkert gerst síðan að reinsanum var bakkað út hehe:)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 09.apr 2012, 23:35
frá SigmarP
Mikið er gaman að sjá menn lappa uppá þessa bíla og gaman að sjá góð vinnubrögð.
Wgangi þér vel með þetta og endilega uppfærðu þráðin reglulega.

Mbk Sigmar

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 09.apr 2012, 23:56
frá Turboboy
http://i1055.photobucket.com/albums/s503/eggerth/4.jpg

Er ég agalega ruglaður eða er þetta aron ?

Enn finnst þessir svolítið gæjalegir á 44"

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 10.apr 2012, 07:37
frá eggerth
himmijr wrote:http://i1055.photobucket.com/albums/s503/eggerth/4.jpg

Er ég agalega ruglaður eða er þetta aron ?

Enn finnst þessir svolítið gæjalegir á 44"

takk fyrir , en eg heiti ekki aron hehe Eggert heiti ég ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 10.apr 2012, 12:47
frá RunarG
eggerth wrote:
kári þorleifss wrote:já sæll nú samsvarar hann sér mikið betur og greinilegt að menn geta alveg verið duglegir á þessu verkstæði ef þeir bara reyna ;)

já kári hann er mikið flottari svona. en á þessu verkstæði hefur ekkert gerst síðan að reinsanum var bakkað út hehe:)


hey ekki ljúga! ég er búinn að skipta um bremsuklossa í Audi þarna inni eftir að þú bakkaðir út!

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 10.apr 2012, 18:51
frá eggerth
jæja þá, en ekki gerðist mikið í patrol yfir páskana ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 10.apr 2012, 18:57
frá RunarG
það segiru hinsvegar satt!

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 10.apr 2012, 19:44
frá eggerth
RunarG wrote:það segiru hinsvegar satt!

hehehe, eg segi nú bara svona ;) en það er fínt þá þarf ég ekki að stressa mig mikið á brettaköntunum

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 04.jún 2012, 18:27
frá eggerth
jæja. ég er að fara að fá fiðringinn aftur! og nú vantar mig hásingar, ég var að spá í 9" ford að aftan og dana 44 að framan helst með læsingum :) ef einhver veit um svoleiðis dót til sölu á fínan pening þá má endilega senda mér póst ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 04.jún 2012, 21:41
frá Valdi B
er eitthvað búið að vera vesen með rover hásingarnar ? búinn að brjóta eitthvað ?

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 05.jún 2012, 07:47
frá eggerth
valdibenz wrote:er eitthvað búið að vera vesen með rover hásingarnar ? búinn að brjóta eitthvað ?

já það er farinn einn öxull, en svo langar mig líka bara í læsingar og aðeins breiðari hásingar ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 08.jún 2012, 11:56
frá Valdi B
eggerth wrote:
valdibenz wrote:er eitthvað búið að vera vesen með rover hásingarnar ? búinn að brjóta eitthvað ?

já það er farinn einn öxull, en svo langar mig líka bara í læsingar og aðeins breiðari hásingar ;)


ég skil :D

held þú ættir þá að fara í patrol :D

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 08.jún 2012, 12:51
frá eggerth
valdibenz wrote:
eggerth wrote:
valdibenz wrote:er eitthvað búið að vera vesen með rover hásingarnar ? búinn að brjóta eitthvað ?

já það er farinn einn öxull, en svo langar mig líka bara í læsingar og aðeins breiðari hásingar ;)


ég skil :D

held þú ættir þá að fara í patrol :D

haha veit ekki alveg með það, en jújú það kemur alveg til greina ;)

Re: Range Rover í smá breytingum

Posted: 03.júl 2012, 18:58
frá eggerth
jæja þá, ég fór í eina skemtiferð inn í sveit og ekki fór betur en svo að framdrifið var besti kostur á leiðini til baka = brotið mismunadrif að aftan, því var svosem fljótt reddað, ég auglýsi enn og aftur eftir hásingum undir þessa bifreið :)