Síða 1 af 2
80 Cruiser 1991
Posted: 04.mar 2012, 08:26
frá lc80cruiser1
Var að kaupa þennan 80 Cruiser árgerð 1991.

Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 04.mar 2012, 09:12
frá MattiH
Flottur..
Væri alveg til í að eiga þennan.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 04.mar 2012, 15:03
frá reyktour
Til hamingju með gripinn.
Þetta eru jálkar sem duga.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 04.mar 2012, 16:09
frá ellisnorra
Vá hvað þessi er flottur, er þá ekki kominn tími á að breyta um notendanafn? :)
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 04.mar 2012, 18:53
frá Nóri 2
flottur cruser
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 14:57
frá lc80cruiser1
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 14:59
frá lc80cruiser1
Spurning með 44 tommu breytingu ?
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 15:53
frá trigger
ég keypti minn á 38" og hann endaði á 44" ... eina vitið. Það gerir þessum bílum alveg ótrúlega gott að lengja svona 12-15cm milli hjóla.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 15:56
frá Árni Braga
Flottur tíl hamingju.
vil sjá hann a´stærra gúmmíi
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 18:53
frá lc80cruiser1
Hvernig er það Trigger hvar er þinn gamli í dag ?
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 19:22
frá Magni
til lukku með gripinn, 44 er klárlega málið.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 20:14
frá trigger
lc80cruiser1 wrote:Hvernig er það Trigger hvar er þinn gamli í dag ?
Gamli UR 015.... Síðast þegar ég vissi af þá var búið að leggja inn númerin, hann var með sérnúmerið GRODDI en ég athugaði stöðuna á honum fyrir einhverjum mánuðum og þá voru númerin innlögð. Vona að það hafi ekki verið varanlegt. Svo er einn svona óbreyttur reyndar sem fólkið á neðri hæðinni hjá mér á sem er einmitt númeralaus núna líka. Það tekur mann sárt að sjá þessar elskur ekki með númer.
Það koma alveg dagar sem ég sé eftir mínum svona.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 20:58
frá lc80cruiser1
Já hann er skoðaður síðast í mai 2010 hörmulegt þegar þessu er rústað svona, góður bíll í þínum höndum Tryggvi !
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 18.mar 2012, 21:02
frá trigger
lc80cruiser1 wrote:Já hann er skoðaður síðast í mai 2010 hörmulegt þegar þessu er rústað svona, góður bíll í þínum höndum Tryggvi !
Ég hefði samt þurft svona 1 - 1,5 milljón og talsvert bras til að gera hann góðan ... hann var á réttri leið en ég gat bara ekki réttlætt svona dýrt dót þarna í ársbyrjun 2008 (kannski eins gott því ætli skverun upp í gott stand hefði ekki hækkað í 2 - 3 við gengishrunið). Væri samt gaman að vita hvort hann hafi farið í parta eða sé í uppgerð einhversstaðar.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 24.mar 2012, 20:48
frá lc80cruiser1

Setti þennan álkassa á í gær

Smíðaði álbrakket undir gps tækið í bílinn, kemur bara vel út. Ekkert skrúfað í mælaborðið
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 24.mar 2012, 21:17
frá Magni
hvar festiru þetta brakket, er það stöðugt? áttu aðra mynd frá hinni hliðinni?
Ég möndlaði svona í minn.

Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 24.mar 2012, 21:29
frá Svenni30
Flottur hjá þér, Hvernig líkar þér við þessi dekk sem þú ert með ?
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 24.mar 2012, 21:34
frá lc80cruiser1
Annað sjónarhorn, tók mælaborðið úr þar sem útvarpið er þetta er fest undir. Hreyfist ekki.

Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 24.mar 2012, 21:37
frá lc80cruiser1
Dekkin eru ágæt, að vísu eru þetta frekar gróf dekk, kunni betur við fínmunsrtuðu dekkin frá Mickey Thompson
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 26.mar 2012, 14:05
frá spurs
Gullmoli sem hefur ekki versnað við að setja þennan fallega og vel smíðaða kassa á toppinn.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 26.mar 2012, 16:54
frá peturin
Flottur bíll
Hvar fær maður svona kassa á toppinn???
KV PI
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 26.mar 2012, 19:23
frá Hrannifox
mjög svo fallegt ökutæki greinilega moli miðað við myndirnar virkar rosalega heill
gamann að sjá snyrtilegan frágang :) , ekkert leiðinlegra en að sjá útborað mælaborð eftir að allur
búnaður hefur verið fjarlægður.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 28.mar 2012, 15:43
frá lc80cruiser1
Rakst á þessa mynd á bilasölur.is, gott dæmi um klúðurslegan frágang !

Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 28.mar 2012, 16:01
frá Hrannifox
[quote="lc80cruiser1"]Rakst á þessa mynd á bilasölur.is, gott dæmi um klúðurslegan frágang !
já minnir mest á hryðjuverkaárás
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 28.mar 2012, 16:52
frá jeepson
Hrannifox wrote:lc80cruiser1 wrote:Rakst á þessa mynd á bilasölur.is, gott dæmi um klúðurslegan frágang !
já minnir mest á hryðjuverkaárás
Talibanar að græja bílinn fyrir stríð í einum grænum :)
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 03.apr 2012, 16:01
frá lc80cruiser1
Þá er búið að smíða þetta stykki.


Svo smíðaði ég þetta að framan.

Annar vinkill

Festingin að framan

Og að aftan

Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 22.apr 2012, 22:45
frá lc80cruiser1
Þá er komi #3# tommu púst undir bílinn, miklu léttari og sándar líka flott.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 23.apr 2012, 01:53
frá Valdi B
hvaða bíll er þetta sem þið eruð að tala um (groddi) eða ur 015 ?
eigið þið myndir og upplýsingar um hann ? og hvar er hann staðsettur ?
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 23.júl 2012, 21:00
frá lc80cruiser1

Þá er þessi komin með filmur af dekkstu gerð
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 23.júl 2012, 21:27
frá spurs
Þeir gerast ekki mikið flottari!
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 23.júl 2012, 22:43
frá kjartanbj
44" þá værum við að tala saman :)
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 13:12
frá lc80cruiser1
Hádegisfréttir á RÚV
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 13:54
frá bragig
Finnst ekkert skrítið að mönnum detti í hug að leggja inn númerin á þessum bílum í óákveðinn tíma. Nú eru bifreiðagjöldin á breyttum svona bíl milli 60-70 þúsund á ári. Þá eru tryggingarnar eftir sem eru allavega annað eins, svo kostar bifreiðaskoðun nálægt 10 þúsund. Samanlagt yfir 150 þúsund bara fyrir að fá að aka bílnum. Manni hefur dottið í hug að leggja bílnum í eitt ár og nota þennan pening frekar til að ditta að bílnum enda orðinn yfir 20 ára gamall.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 14:19
frá kjartanbj
36 þúsund krónur hvert tímabil hjá mér bifreiðar gjöldin
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 15:39
frá Polarbear
hætta bara að reykja strákar mínir, þá eignist þið sand af seðlum :)
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 15:42
frá kjartanbj
Aldrei reykt :)
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 15:45
frá lc80cruiser1
32 þúsund hálft árið, hreinasta geðbilun að mínu mati
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 02.aug 2012, 21:05
frá trigger
valdibenz wrote:hvaða bíll er þetta sem þið eruð að tala um (groddi) eða ur 015 ?
eigið þið myndir og upplýsingar um hann ? og hvar er hann staðsettur ?
Ég er fyrrv. eigandi að UR015 (
http://trigger.is/bilar/lc80/) en svo fór hann úr mínum höndum 2008 og svo seldur aftur 2009 og fékk þá einkanúmerið GRODDI.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 06.aug 2012, 14:05
frá lc80cruiser1

Hitti þennan á Mývatni um daginn, ekinn rúmlega 900 þúsund km árgerð 1992.
Re: 80 Cruiser 1991
Posted: 06.aug 2012, 15:36
frá Valdi B
trigger wrote:valdibenz wrote:hvaða bíll er þetta sem þið eruð að tala um (groddi) eða ur 015 ?
eigið þið myndir og upplýsingar um hann ? og hvar er hann staðsettur ?
Ég er fyrrv. eigandi að UR015 (
http://trigger.is/bilar/lc80/) en svo fór hann úr mínum höndum 2008 og svo seldur aftur 2009 og fékk þá einkanúmerið GRODDI.
já okay takk fyrir svörin en hvar stendur þessi bíll núna ? veit það einhver hérna ? :D
en afsakaðu off topic hjá mér