Síða 1 af 2

Landrover 1967

Posted: 26.feb 2012, 22:13
frá Hrannar Ingi
Ég er búinn að vera skoða þessa siðu mikið og myndir af jepponum hérna og ákvað að skrá mig :) Ég veit ekkert hvort þið hafið áhuga á að skoða þetta því að ég sjé að þið eruð allir á svo rosalegum jeppum en ég er nú bara á gömlum Landrover en allavega . Hrannar heiti ég og er 13 ára og á Landrover series 2 a 1967 sem ég fékk á smáveigis penning og hef verið að dunda mér í að gera hann góðann en hann er kominn á númer og er bara mjög góður eins og er en það er gat í hvalbaki og í grindinni svo planið í sumar er að setja hann á Range Rover grind þá er hann kominn á gorma en grindinn mun verða sandblásinn og Galvenseruð og hásingarnar ,stífur ,gormar verður sprautað :) en ég er strax byrjaður að kaupa varahluti í hann t.d nyja bremsudiska og fleira . En bílinn verður bara á 33" dekkjum og svo kannski keyp ég mér aðra vél í hann þegar ég er búinn að fermast en mig langar í tdi 300 sem þarf að ver úr Deefender því ef það er úr Discovery þá þarf að breita öllu innan í honum því að Discovery kassinn er lengri en 300 tdi er drauma vélinn mín því að hún er svo góð á matarolíu :)

En ég kann ekkki að setja myndir inná þetta :( en kannski virkar að skoða þetta hérna [url][/urlhttp://www.facebook.com/?ref=tn_tnmn#!/media/set/?set=a.272833082744751.79445.100000541838164&type=3] En annars var ég í sjónvarpsþættinum Landinn út af bílnum hér er linkur ef þið viljið horfa það byrjar 28:02 : http://ruv.is/sarpurinn/landinn/3010201 ... kipid-thor Set fleyri myndir þegar ég kann það hehe :)

Re: Landrover 1967

Posted: 26.feb 2012, 22:14
frá Hrannar Ingi

Re: Landrover 1967

Posted: 26.feb 2012, 22:23
frá Svenni30
Blessaður Hrannar, Velkominn á spjallið flottur Landrover hjá þér, ert að gera góða hluti :)

Re: Landrover 1967

Posted: 26.feb 2012, 22:25
frá HaffiTopp
Sæll vinur og velkominn á spjallið. Skiftir engu hvernig jeppinn er eða hversu gamall. Svona gamall LandRover er bara betri ef eitthvað er en margt af þessu "einnota drasli" sem er á götunni í dag ;)
Kv. Haffi

Re: Landrover 1967

Posted: 26.feb 2012, 22:48
frá Offari
Flottur Rover hjá þér.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 00:21
frá cruser 90
Þú ert langflottastur velkomin á spjallið gömlu góðu landrover þetta bara virkar

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 08:26
frá Tómas Þröstur
Sá þennan þátt af Landanum og var mjög gaman að sjá bílinn. Snyrtilegur og heill bíll að sjá. Mínir fyrstu jeppar voru Land Roverar og þann fyrri eignaðist ég á svipuðum aldri og þú ert nú. Það þurfti að skifta um grind í þeim fyrri auðvitað og allt það og svo átti líka að hækka hann upp. Þrátt fyrir tölverða vinnu kláraðist hann ekki en næsti roverinn var betri. Það var 1967 módel. Breytti honum í 1974 lúkk - færði ljós út í bretti og mjókkaði sílsa og sprautaði með ágætri aðstoð. Fór slatta á honum meðal annars Gæsavatnaleið árið 1988 í fyrsta sinn sem var mikið ævintýri.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 08:37
frá juddi
Ekki spurniong þú ert alveg með þetta.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 08:54
frá muggur
Sæll,
Flottur jeppi hjá þér og ekki vera með neina minnimáttarkennd. Við sem erum á 35 tommu eða minna finnst mjög gaman að sjá svona lítið breytta bíla. Svo er sérstakur bónus að sjá þinn bíl, svona gamlan og flottan. Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
kv.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 11:36
frá gaz69m
flottur bíll hjá þér snild svona gamlir bílar

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 12:21
frá hobo
Þú ert með þeim efnilegri það er á hreinu.
Þetta var góður þáttur af landanum, innskotið að ilmvatnshjónunum var líka gaman fyrir mig þar sem ég bjó á þeirri jörð til tvítugs.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 16:06
frá magnusv
hahaha djöfulsins þrusutöffari ertu! flottur bíll og djöfulli efnilegur.. en vá hvað ég sprakk úr hlátri " ekki keyra of hratt í ánna þú drullar hann út" hahahahahaha djöööfull góður! :D

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 16:21
frá Hrannar Ingi
haha Takk allir fyrir þessu skemmtilegu komment :)

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 22:28
frá 66 Bronco
Sæll og velkominn.
Það skal engan undra að þú hafir gaman að þessum höfðingjum, mín jeppamennska byrjaði á '73 bíl og í dag á ég einhversstaðar ansi heillegan '67 bíl.
Ég sé að þig langar að hífa bílinn á Range Rover grind, sem er örugglega bráðgaman að, en svo má líka velta fyrir sér hvort verðmætið sé ekki meira fólgið í að halda ævafornum bílum sem næst upprunanum.
Svo má líka velta fyrir sér hvort menn geri ekki hreinlega það sem þá langar mest til. Það er ekki síður sterkur punktur..
Gangi þér vel félagi, líst allvel á þetta hjá þér.

Kv,

Hjörleifur.

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 22:41
frá Hrannar Ingi
Já hef verið að pæla að hafa hann orginal en grindinn er alveg ónyt en ef ég set Range rover grind þá ætla ég bara að halda orginal lúkkinu og breyta honum ekkert mikið að utan. :)

Re: Landrover 1967

Posted: 27.feb 2012, 23:41
frá reyktour
Ánægður með þig. það tekur menn mörg ár að sjá að Land Rover er lífið.
"Engar helvítis Toyota druslur"
Verður flottur þegar þú ert komin með Range fjöðrunina.

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 00:03
frá sindri.sig
Helvíti reffilegur og flottur bíll hjá þér. Þú ert alveg prima efniviður í eðal jeppamann !

kv. Sindri Sig

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 09:51
frá Offari
Ég er lang hrifnastur af þessum bílum í orginal lúkkinu. Er með einn "65 módelið í skúrnum hjá mér sem ég er búinn að spaðrífa. Þar er bara aftasti bitinn riðgaður en bíllinn hinsvegar tölvert beyglaður þannig að ég efast um að hann þoli jafn mikinn glans og er á þínum.

Hvort sem þú setur Range Rover grind eða blaðfjaðragrind undir þennan held ég að bíllinn verði alltaf glæsilegur. Verðgildið held ég að breytist ekkert það er til tölvert af þessum bílum í orginal standi og líka tölvert af þeim breyttum. Ég held að ef þú ætlir að brúka þennan bíl til daglegra nota tel ég skinsamlegra að fara í gorma og nútímavæddari vél. Þú átt þennan bíl og þarft því ekkert að láta aðra segja þér hvað þú átt að gera við hann. Gerðu bara það sem þig langar að gera.


Annars þarf ég að fara norður og kíkja á þessa Rovera hjá ykkur feðgum. Kv Starri.

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 09:55
frá juddi
Pjakkurinn fær sér bara annan til að breyta greinilega nægur áhugi sem þarf að virkja

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 14:01
frá Hrannar Ingi
Var að að kaupa nyja bremsu diska að aftan á Range Rover grindina og svo keypti ég mér Tvo kastara :)

En ég kann ekki að setja myndir hérna inn á er buinn að vera reyna að setja myndir sem ég er með í tölvunni en það bara virkar ekki :/

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 14:06
frá hobo
Þú getur sett inn myndir sem viðhengi, en það er gert fyrir neðan þar sem þú skrifar póstinn.
Svo geturðu líka hýst myndirnar á netinu en ég nota http://imageshack.us/
Þá þarftu að skrá þig og setja "direct link" slóðina inn á milli, [img]HÉR[/img]

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 14:12
frá Hrannar Ingi
Takk ég reyni þetta :)

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 14:28
frá scweppes
Snillingur, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér áfram. Ég eignaðist bjöllu á svipuðum aldri og fiktaði aðeins í henni en seldi svo og fór að jeppast :)

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 15:28
frá Hrannar Ingi
Þarna varom við pabbi nybúinn að ná í gripinn :) Image

Þetta er grindinn sem fer á hann en hún verður stitt

Image

Innan í honum en það er komnar græjur,hátalarar,cb talstöð og auka miðstöð !
Image

Image
Auka miðstöðinn sem við létum gara úr ryðfrýu járni en hún er innan í hanskahólfinni til að það það lúkki orginal sem mest innan í honum Image
Image Bílinn var orðinn mjög upplitaður enda búinn að standa í 12 ár svo ég tók lakkhreinsi og bón og náði litnum upp Image Image
Image Bílinn hans pabba en hann er kominn á Discovery grind Image Hérna eru nyju Brembo diskanir sem fara að aftan á grindinna og nyjir Kastarar með 4x4 hlíf :) Image Set fleyri myndir inn seinna fyrst að ég kann það núna ;)

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 18:13
frá jeepson
Flottur hjá þér. Ég myndi halda honum eins og hann er allavega í útlitinu. Hann er drullu flottur svona. Svo er bara að fá sér annann til að setja á stór dekk og nota þennan sem sunnudags kagga. En gangi þér vel með kaggann og gaman að sjá svona unga áhugamenn hér á spjallinu :)

Re: Landrover 1967

Posted: 28.feb 2012, 19:45
frá landi
Góður Hrannar.
Þarna þekki ég mig vel. Ég eignaðis minn fyrsta Rover þegar ég var 16 ára og sjálfsögðu var það 1967. Eins og með alla unga menn þá breytast hlutir hratt, 31", 33", 35", 36", 38" og svo 44". Þegar það var ekki nóg lengdi ég bílinn og fór í ýmsar æfingar. En, (eins og Villi Naglbítur segir) þá slær orginal Land Rover hjartað þungum slögum og lemur inn þeirri vitund að orginal bílar veita mestan unað.
Mín skoðun er sú að þú, Hrannar, átt að gera allt það sem þig langar við þennan Landa sem þig lystir og telur best hverju sinni. Þegar þú eldist, finnur þú örugglega þann bíl sem þú vilt halda orginal og gera sem best úr garði.

Kveðja frá Solihull

Gísli P

Re: Landrover 1967

Posted: 02.mar 2012, 18:12
frá Hrannar Ingi
Jáá Takk :)

Re: Landrover 1967

Posted: 02.mar 2012, 20:46
frá dabbigj
Til hamingju með að eiga einn glæsilegasta Land Rover á landinu, sá hann í Landanum þegar þú varst þar og hlakka til þegar þú færð bílprófið og hann fer að sjást á götunum.

Re: Landrover 1967

Posted: 02.mar 2012, 23:39
frá Hrannar Ingi
Takk fyrir :) .. En er að fara að kaupa mér nyjar skrúfur í mælaborðið vona að ég finn ryðfríar sem passa ! :)

Re: Landrover 1967

Posted: 02.mar 2012, 23:58
frá bjsam
Flottur LR hjá þér ,á sjálfur einn árg.1954 sem þarf ekki mikð að laga til svo hann sé fínn.Gangi þér vel með þinn bíl.Kv.Bjarni

Re: Landrover 1967

Posted: 03.mar 2012, 09:14
frá elfar94
helvíti flottur land rover hjá þér

Re: Landrover 1967

Posted: 03.mar 2012, 15:29
frá Hrannar Ingi
bjsam wrote:Flottur LR hjá þér ,á sjálfur einn árg.1954 sem þarf ekki mikð að laga til svo hann sé fínn.Gangi þér vel með þinn bíl.Kv.Bjarni
Já pabbi á líka 1954 árgerð sem hann er að gera upp :)

Re: Landrover 1967

Posted: 04.apr 2012, 00:30
frá Hrannar Ingi
Jæja ekki mikið gerst en fór í bsa um daginn að vesla hurðpakninigar, rúðuþurkublöð, og gúmí utan um gístöngina Image
Og svo fékk ég sendingu með tvem nyjum miðstöðum, fjögur framljós, fótstig , stefnuljós , festingu fyrir varadekk, orginal Landrover rær og allt nytt og ekkert notað fékk þetta sent frá kalli í Reykjavík alveg frítt. Þessi kall er algjör snillingur. Og svo gaf vinur pabba mér gúmmí í A stífuna á Range Rover grindina sem fer á hann !!! :) Image
Ein teyja á fjöðronum hehe :) Image
Image

Re: Landrover 1967

Posted: 04.apr 2012, 06:15
frá Offari
mér vantar svona miðstöð..

Re: Landrover 1967

Posted: 04.apr 2012, 06:20
frá lc80cruiser1
Sæll vinur

ég vann á svona bíl á gamla daga í Húnavatnssýslunni, ódrepandi bílar. Flottar myndir hjá þér.

Re: Landrover 1967

Posted: 09.apr 2012, 18:47
frá eggerth
þrusu flottur bíll hjá þér, það væri ekki leiðinlegt að kíkja í skúrinn hjá þér á þetta, bara snild ;)

Re: Landrover 1967 , Gryndin stitt.

Posted: 22.jún 2012, 17:13
frá Hrannar Ingi
Jæja ég og pabbi fórum með grindina í stittyngu til Arngrims á Granastöðum þeir feðgar sáu um verkið og styttu hana 21 cm svo hún passi á landrover boddyið. En annars setti ég kaggann á bílasyninguna og tók af honum þakið svona til gamans :) :)ImageImageImageImageImageImage

Re: Landrover 1967

Posted: 22.jún 2012, 19:02
frá Haffi
Hann var flottur á sýningunni fyrir norðan, virkilega flottur bíll!

Re: Landrover 1967

Posted: 23.jún 2012, 09:47
frá sukkaturbo
Sæll ungi maður og velkominn hér og til hamingju með flottan bíl og sniðuga hugmynd að breittri fjöðrun kveðja Sukkaturbo

Re: Landrover 1967

Posted: 23.jún 2012, 11:50
frá Sævar Örn
flottur bíll og sniðugar breytingar, oftast reynir maður þó að hafa skurðinn í grindina sem lengsta þ.e. að taka hana skáhallt eða í ör en þetta á ábyggilega eftir að virka prýðilega samt sem áður ;)