Síða 1 af 1

Daihatsu Rocky

Posted: 26.feb 2012, 15:09
frá Valdi 27
Jæja strákar, mér áskotnaðist þessi fyrir um mánuði síðan og hefur hann að mestu staðið út á kannti við verkstæðið síðan þá, gerði hann að vísu fokheldan fyrst svo hægt væri að geyma hann yfir vetrarmánuðina úti. En allavegana ég læt myndirnar helst tala sínu máli.
Það kannast kanski einhverjir frá Snæfellsnesinu við bifreiðina, og endilega ef svo er þá má helda inn skemmtilegum sögum og eða myndum af honum síðan í denn.


Daihatsu Rocky árg 1991
2.8 diesel turbo ef mér skjátlast ekki
36 tommu breyttur á slöppum Super Swamper

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Og svo er loka spurningin til ykkar fróðu mann. Hvernig hásingar eru undir dollunni og úr hvaða farartæki koma þær

Kv. Valdi

Re: Daihatsu Rocky

Posted: 26.feb 2012, 15:50
frá StefánDal
Ég þekki bæði bíl og fyrrverandi eiganda. Bjóst reyndar ekki við því að hann myndi selja hann.
Ég hef ferðast aðeins í þessum bíl. Yfir kjöl árið 2000 og yfir Langjökul 2002. Hann virkaði alltaf vel og var virkilega flottur.
Það var alveg ótrúlegt hvað hann kom þessum bíl áfram.

Re: Daihatsu Rocky

Posted: 26.feb 2012, 16:17
frá jeepcj7
Mér sýnist þetta bara vera orginal hásingarnar sem eru undir,svona bíll er fínn á toyota eða patrol hásingum bara spurning hvað þú vilt hafa hann breiðan.

Re: Daihatsu Rocky

Posted: 26.feb 2012, 19:28
frá Valdi 27
Ja þetta er allt saman spurning hvað maður gerir við hann, hvort maður parti hann niður og eða geri hann góðan og komi honum í ófærur.

Kv Valdi