Valp sögur meira fjör


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 22.feb 2012, 17:05

Sælir félagar það er komið í ljós að Valpinn er bæði með hraðakstursvörn og endursöluvörn og geri aðrir bílar betur. Hvorki hægt að fara yfir hámarkshraða eða selja þetta dót og er ég tilneyddur til að eiga kvikindið.Svo ég ákvað bara að halda veislu og slá þessu upp í kæruleysi .Vettvangur er eldhúsið heima og ný búið að mála og setja flott strigabetrekk sem nú er að verða tíska á einn vegginn í eldhúsinu og var þetta ljós strigi. Elda átti svartfuglsbringur í bláberja sósu algjör villibráð. Þar sem þetta var um helgi og verið að vígja nýja eldhúsið fékk ég mér Koníak og fór í sparifötin hvíta skyrtu og bindi og ber að neðan og var bara helvíti flottur þar sem ég stóð á þremur jafnlöngum við eldavélina eða eins menn segja gekk bara á þremu. Svartfuglinn var snöggsteiktur og sett vatn á pönnuna og hellingur af bláberjumog þetta látið malla og búinn til berjasósa.Kötturinn Mjallhvít sat á eldhúsbekknum og horfið á mig elda og sleikti útum og malaði eins og úrbræddur volvomótor. Þetta var fallegur hvítur köttur með annað augað blátt ( ekki glóðarauga og hitt grænt)Kallinn var kominn í smá stuð og nú skyldi sýna viðstöddum hvernig ætti að flammera réttinn á pönnunni. Sett var smá koníak út á réttinn og settur eldur að en ekkert gerðist. Þá var sett enn meira af koníaki og reynt að fá loga í koníakið en ekkert gekk. Þá sótti ég kveikjara og setti meira koníak og bar eld að réttinum sem allt í einu skíðlogaði og sprakk í loft upp framan í mig upp í loft og yfir köttinn sem varð allt í einu dökkblár og risu á honum öll hár og hentist hann niður á gólf og klifrað síðan upp nýja strigavegginn alveg upp undir loft og hékk þar og urraði og var ekki í góðu skapi. Hann reyndi að þrífa sig með því að sleika sig en þá datt hann niður á gólf og flúði undir rúm og sást ekki í tvo daga.Ég sjálfur var eins og blár svertingi og sást bara hvítan í augunum og hvítar tennur. Fyrir aftan mig var mín eigin mynd á veggnum hvít og fín eins og pottrétt málverk en annað var blátt og svart af sósunni sem hafði þurkast yfir mig og upp í loft og bókstaflega út um allt. Við tók viku vinna viða að mála og þrífa mig og köttinn og eldhúsið. Ekki náðist að þrífa köttinn sem var svo mikið um að hann framdi sjálfsmorð. Varúð svona á ekki að elda Svartfugl kveðja




juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá juddi » 22.feb 2012, 18:00

Hvaða lit valdirðu svo á sjálfan þig eftir þrifinn
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 22.feb 2012, 18:20

Nú er ég eins og formaður Framsóknarflokksins með bauga kringum augun og skjannahvítur með bláum röndum eins og Solla í grænum kosti.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 22.feb 2012, 19:39

Hahaha. Hvernig er það. Er ekkert að koma eigin dálkur hérna á spjallið sem heitir Guðna húmor eða Guðna sögur?? Þú ert alveg magnaður Guðni minn. Það vantar ekki húmorinn í þig.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 22.feb 2012, 20:20

Sæll Gísli maður verður að halda uppi einhverju afþreyingar efni hér á vefnum ekki seljast bílarnir þessa dagana meira að segja 80 Cruser bílarnir safnast upp og seljast ekki og þá er nú langt gengið. Menn komnir á Facebook búnir að stofna Pattaklúbb og senda myndir af Patrolunum því það er ódýrara en að aka þeim. Ég held að ríkisstjórnin sé að ganga af okkur jeppamönum dauðum. Nú er ég búinn að fækka jeppaferðunum í kringum verkstæði hjá mér úr þremur á mánuði í eina. Nýji formaðurinn í jeppaklúbbnum Séstheim til Mömmu hér á Sigló hann Andrés læknir hefur ekki séð sér fært að koma á fundi vegna mikils eldsneytiskostnaðar í innanbæjar snattinu svo það er aldrei fundað á verkstæðinu. Svo við fundum bara þegar við meiðum okkur eða verðum veikur þá förum við til hans í skoðun. Hann er jafn vígur á viðgerðir á bílum og fólki algjör snilli sá karl og ætti að stoppa hann upp og geyma hann þar til kreppan er búinn ásamt jeppanum hans sem er Wyllis 46 með B-21 turbo og fjórum hjólum eða þannig.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Grímur Gísla » 22.feb 2012, 21:11

Guðni, ég var á Sigló á laugardaginn í heimsókn hjá slökkvistjóranum, er ég yfirgaf pleisið um 18.00 ók ég framhjá dótakassanum og sá Valpinn hnípinn undir vegg og Patrol Hjalta stutt frá. Þar sem ég var með stjórnandann með mér var ekki bankað upp á í það skiptið.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 22.feb 2012, 21:46

Sæll þú ert nú meiri +65+%&$#( en skil þig menn verða að spara eldsneytið verkstæðið er svo lítið langt frá götunni kveðja guðni

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 22.feb 2012, 22:25

HAHAHAHAHA:D Ég er nú að pæla í að kíkja á verkstæðið hjá þér í sumar Guðni. sama þótt að eldsneytið sé dýrt. En maður fer auðvitað á litlu púdduni. Sá stóri verður bara notaður sem spari í sumar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Grímur Gísla » 22.feb 2012, 22:51

Guðni, konan hló mikið að eldamenskunni hjá þér og þegar hún kom upp orði þá fór hún að tala um flugelda og stásstofu????
ég fékk ekki að vita meira.


siggibjarni
Innlegg: 110
Skráður: 07.apr 2011, 21:47
Fullt nafn: Sigurður Bjarni Gilbertsson
Bíltegund: Land Cruiser 80
Staðsetning: Búðardalur

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá siggibjarni » 22.feb 2012, 23:21

Gull af manni.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 22.feb 2012, 23:36

Já einmitt það er efni í góða sögu þegar ég fékk flugskeytið frá grannanum inn um stofugluggan á miðnætti á gamlárskvöld kemur síðar og svo á ég nokkrar kúka á sig sögur í erfiðum fjallaferðum þori varla að setja þær á prent gæti vakið óhug og sært blygðunarkend einhverra.Það er alveg ótrúlegt hvernig ég er alltaf að lenda í svona hamförum

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá gislisveri » 23.feb 2012, 09:50

Pant skrifa ævisöguna hans Guðna.


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Lada » 23.feb 2012, 12:24

Ég myndi klárlega lesa hana :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 23.feb 2012, 12:48

Sæli já strákar það væri vel þegið ef einhver legði í það að skrifa ævisöguna mína hann yrði að vera á róandi og í bleyju. Held stundum að ég sé fæðingarhálfviti en það væri líka gott ef einhver nennti að halda þessu rugli saman sem kemur upp í hausnum á manni ég týni þessu öllu jafn óðum eða gleymi hverju ég laug síðast í ykkur en allar þessar sögur eru svo til sannar eða þannig væri gott efni í jólabók jeppamannsins og gott að fletta upp í henni þegar manni langar að tanka jeppan eða fara í fjallaferð eða kaupa sér 46" dekk og sér fram að að ekki er til fé í það kveðja

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 23.feb 2012, 17:03

Guðni. Þú ættir að reyna fyrir þér sem uppistandari. Ég held að þú eigir bara góða framtíð fyrir þér í því.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Úlfur
Innlegg: 39
Skráður: 27.okt 2011, 13:27
Fullt nafn: Haukur Eggertsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Úlfur » 23.feb 2012, 17:51

Ætli mórallinn í sögunni sé sá að læknirnn hafði rétt fyrir sér, það er bezt að spara eldsneytið, bæði í snattinu sem og á svartfuglsbringurnar? Þá er meira eftir af hvortveggja eldsneytinu til fjallaferða!


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá tommi3520 » 23.feb 2012, 18:32

Bara snilld!!


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá JLS » 24.feb 2012, 20:06

Þetta tengist ekki efni þráðsins beint en ég rakst á þetta myndband með Gamla Bronco og 4 hjóla Valp á svipuðum dekkjum í snjó, og það er áhugavert sökum hásinganna hve Valpinn er mun duglegri.
http://www.youtube.com/watch?v=Hlkb66efNq4

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepcj7 » 24.feb 2012, 21:07

Reyndar eru þessi "svipuðu" dekk að mér sýnist 39" undir bronco og 46" undir lappanum en þau eru öll svört og hringlótt að vísu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 24.feb 2012, 22:40

Sælir félagar er búinn að upplifa þetta með Valpinn hann er á 38 svörtum kringlóttum hjólum af öllum gerðum með ekkert munstur og hafa bílar allt að 44 átt erfitt í djúpum snjó á eftir honum. Ég hef getað keyrt viðstöðulaust áfram þar sem 38 og 44 bílar hiluxar og patrol og cherokee hafa verið mikið lengur að fara bara slóðina og alls ekki fyrir utan hana og þá er ég að tala um bíla sem ekki eru með skriðgíra hef ekki prufað á móti skriðgírs bílum.En svo hefur valpinn drullað upp á pall í mörgum öðrum færum og sérstaklega löngum brekkum þar sem þarf snerpu og kraft.Ég er að hugsa um að setja mold á pallinn á honum til að þyngja hann og í sumar ætla ég að setja kartöflur í moldina og rækta þær á pallinum þannig að einhver not verða fyrir trukkinn í sumar. Hugsanlega verður þetta fyrsti færanlegi kartöflugarðurinn í heim sem er með drif á sex hjólum og hægt að læsa öllu. Svo verður eitt afturhjólið tekið undan þarf ekki einu sinni tjakk og grillið tengt og heilt lamb sett á teininn og þá er allt við hendina og síðan bjór á rúðupissið því það tekur 10 lítra alveg risa kútur svona eins og á Santi Bernhardshundunum kveðja guðni

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá HaffiTopp » 24.feb 2012, 23:09

Og áfram heldur vitleysan. Guðni þú ert snillingur hahaha.
Guðna sem forseta "þrælskakka líðveldisins sem er að fara aftur á hausinn"!!! það gengur ekkert annað sko.
Hehehe þvílíkt hugmyndarflug, setja bjór á rúðupissið ;)
Kv. Haffi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 25.feb 2012, 00:03

Hahahaha. Ég er en að bíða eftir að þú fáir eigin dálk hérna inná spjallinu Guðni :) Þú ert alveg þræl magnaður og greinilegt að hugmyndaflugið vantar ekki.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Elís H » 25.feb 2012, 12:27

sukkaturbo wrote:Sæll Gísli maður verður að halda uppi einhverju afþreyingar efni hér á vefnum ekki seljast bílarnir þessa dagana meira að segja 80 Cruser bílarnir safnast upp og seljast ekki og þá er nú langt gengið. Menn komnir á Facebook búnir að stofna Pattaklúbb og senda myndir af Patrolunum því það er ódýrara en að aka þeim. Ég held að ríkisstjórnin sé að ganga af okkur jeppamönum dauðum. Nú er ég búinn að fækka jeppaferðunum í kringum verkstæði hjá mér úr þremur á mánuði í eina. Nýji formaðurinn í jeppaklúbbnum Séstheim til Mömmu hér á Sigló hann Andrés læknir hefur ekki séð sér fært að koma á fundi vegna mikils eldsneytiskostnaðar í innanbæjar snattinu svo það er aldrei fundað á verkstæðinu. Svo við fundum bara þegar við meiðum okkur eða verðum veikur þá förum við til hans í skoðun. Hann er jafn vígur á viðgerðir á bílum og fólki algjör snilli sá karl og ætti að stoppa hann upp og geyma hann þar til kreppan er búinn ásamt jeppanum hans sem er Wyllis 46 með B-21 turbo og fjórum hjólum eða þannig.




''s'est heim til mömmu '' hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha!
konan mín sagðist kannast við þetta munstur á sínu heimili. það væri gaman að sjá mynd af willysnum, er nefnilega sjálfur að gera upp einn svona.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 25.feb 2012, 14:47

Sælir félagar já maður er alltaf að lenda í hremmingum. Vara ð lyfta Valpinum að aftan og tognaði eitthvað í bakinu. Samkvæmt læknisráði var ég látinn kaupa eitthvað krem í Apótekinu sem heitir Voltare og er það mjög bólgu eyðandi. Fór með það niður á verkstæði og reyndi að bera það á bakið á mér en þar sem ég er frekar feitlaginn og um 185cm um mittið og handleggir mislangir þá náði ég ekki aftur fyrir bak. Var kominn með buxurnar á hælana og var eitthvað fetta mig og bretta og bisa við áburðinn.En Þá þurfti ég skyndilega að pissa og greip um Íranan og kláraði að pissa. Ég tók þá eftir því að ég var með fulla lúkuna af Voltare kremi og hafði óvart borðið það á Íranan sem varð frekar óbeisinn og neitar nú algjörlega að lyftahöfði og þó ég sé búinn að sýna honum hina ýmsu örvandi hluti og þar á meðal rjómabollur og nautasteik og aðra kynæsandi hluti. Ég verð að setja inn aðvörun til annara karla að varast ber að nota kremið á Íranan. En fyrir eiginkonur sem eru orðnar þreittar á ofvöxnum Írönum er ágæt að bjóða elskunni "karlinum" upp á Erótískt nudd og lauma smá kremi á ræfilinn og fæst þá nokkurra daga friður.kveðja
Síðast breytt af sukkaturbo þann 10.jún 2015, 07:34, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 25.feb 2012, 15:18

HAHAHAHAHAHAHA. Guðni þú átt eftir að drepa okkur hehe.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


SiggiEK
Innlegg: 16
Skráður: 13.okt 2011, 21:04
Fullt nafn: Sigurður E. Kristjánsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá SiggiEK » 28.feb 2012, 22:22

Hahah þetta er nú meira snildin að lesa þetta :)
Ford Ranger 91 33"
Toyota Landcruiser 90 33" seldur


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá birgthor » 28.feb 2012, 23:01

Hvort ertu að kalla vininn Íra eða Írana :)
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 29.feb 2012, 07:25

Sæll í mínu tilfelli er vinurinn eins og rani á fílsunga sem er að koma út úr mömmu sinni við fæðingu.Ég var í sakleysi mínu í sturtu í sundlauginni þega lítill strákur sagði pabbi pabbi maðurinn er að fara að eiga barn eins og fílamamman í snjónvarpinu hann er með svo stóra kúlu á maganum og raninn er kominn út. Ég er með orginal stóran kúlulaga maga eða eitt stórt sex pakk.En áfram með Íranan.Svo setur maður ranan í konun og þá er þetta írani og svo þegar þú ert einmanna og átt ekki konu þá grípur þú um íranan og djöflast á honum og reynir að hengja hann og snúa hann úr hálsliðnum og hættir ekki fyrr en hann ælir. Þetta lærði ég í náttúrufræði tíma um getnaðarvarnir, eða skildi þetta svona í tíma um kynfræðslu þegar ég var 6 ára kanski hef ég miskilið kennaran sem var 80 ára að mig minnir kveðja Valpurinn
Síðast breytt af sukkaturbo þann 29.feb 2012, 16:41, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá jeepson » 29.feb 2012, 15:14

Góður hlátur lengir lífið er sagt. Ég held að við verðum 200ára með þessum sögum þínum Guðni :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 02.mar 2012, 17:53

Sælir en eitt óhappið hjá mér ég veit ekki hvernig þetta endar.Hjalti félagi minn er að smíða utanáliggjandi úrhleypibúnað og var kominn með alveg meiriháttar flottan loftmæli sem er með tvöföldum glugga þannig að hægt er að sjá loftþrýstinginn í fram og afturhásingu. Þetta er mælir af standard stærð eða fyrir 52mm gat. Þetta er digitalskjár á honum og hægt að stilla inn aðvörun þannig að hann bípar þegar komið er í eitt pund kostar 52000 með vask. En hvað með það þá vildi Hjalti sýna mér hversu nákvæmur nýji loftmælirinn og blés í hann með munninum og náði 2,2 pund loftþrýsting og taldi það met.Prufa þú sagði hann.Hann þurfti ekki að segja mér það tvisar.Ég dró djúpt andan og blés af öllum kröftum og mælirinn sýndi 3,8 pund og var ég orðinn svart rauður í framan og Íraninn var kominn í fulla reysn og allt í einu rak ég alveg hrikalega við og skeit á mig í leiðinn og þar sem ég er eineygður með glerauga spíttist það úr hausun á mér og í ennið á snilla vini með þeim afleiðingum að hann fékk smá kúlu á ennið.Síðan tók við mikil verkleg vinna eða þannig.kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá sukkaturbo » 10.jún 2015, 07:31

Sælir félagar fínt að safna saman vitleysunni í mér hér. Á slatta og ef ég má þá ætla ég að koma því hér á einn stað.kveðja Guðni.

Sælir félagar nú er að duga eða drepast ég verð að létta mig eftir jólin og skella mér í líkamsrækt.Ákvað að fara á líkamsræktarstöð og gera eitthvað í mínum málum og fara svo að keppa í Fattnes og fá pening eins og stúlkan sem var að vinna í útlöndum miss Mysti eða hvað hún hét.
Það kom fljótt í ljós að ég á engin föt til að vera í á svona stað. Svo farið var í fatagáminn á öskuhaugunum.
Fann fljótlega gamla prjónabrók og klippti af henni teygjuna og var þá komið flott svitaband.Síðan fann ég gúmískó þessa svörtu með hvítu sólunum alveg nýja frekar of stóra eða númer 47 ég nota 42. Fann gamla ullarsokka tvenn pör og fór í þá og þá pössuðu skórnir.Fann hvítan hlýrabol af einhverjum vannærðum skrifstofumanni sem náði niður undir naflan og var hann frekar stuttur en ég lét hann duga fæ mér stærri seinna, þegar ég verð ríkur. Svo fann ég gamlar sokkabuxur eða viðhaldsbuxur og tróð mér í þær.Skundaði svo á stöðina og bað um leiðbeinanda.Tekið var vel á móti mér af ungum manni og vildi hann endilega vigta mig og fitumæla svona í byrjun til að geta metið árangurinn seinna.
Fyrst var ég vigtaður og kom ég vel þar út vigtin fór straks í botn og sýndi hún 150kg max. Þannig að ég slapp vel hann setti 150kg í bókina síðan var ég fitumældur og var það ekki eins flott. Niðurstaðan var ekki til á kvarðanum en hann notaði orðið ofsalega akfeitur sem skilgreiningu. Síðan kom upp error og ignor á fitumælinn sem er eitthvað bull og var lausleg þýðing á enska orðinu á mælinum ofsalega akfeitur sem passar ekki.
Mittismál 185cm og hæð 180cm þannig ég er hærri þegar ég ligg á bakinu. Þá loksins fékk ég að fara á hlaupabrettið þjálfarinn sagði mér að ganga bara rólega og hann mundi svo auka hraðan og passa upp á mig.
Þetta gekk vel fyrstu sekúntunar og svo fór hann að auka hraðan.Allt í einu kom svartur reykur undan mér og hélt ég að kviknað væri í brókunum mínum. En súkk,þá var það hlaupabrettið sem brann yfir og ástæðan er að það þolir það ekki meira 120kg. Meiri viðvaningarnir þessir einkaþjálfarar hann var nýbúinn að vigta mig. Þessir menn þekkja ekki tækin sem þeir vinna með.
Ég varð dauð feginn enda hundleiðinlegt að leika hamstur maður með mína hæfileika.Þá vildi hann setja mig á stigvélina og átti ég að stíga hana. Hún var sett á stífasta og átti ég að halda mér á floti einhvernvegin en það endað með að önnur stífan brotnaði af og ég féll á gólfið en án skaða nema vélin var ónýt ásamt hlaupabrettinnu. Meira draslið ekki vildi ég fara á þessu dóti á fjöll í dag.
Ég sagði við einkaþjálfarann sem var stráklingur um 70 kg og allur í kúlum og hólum sem hann kallaði vöðva, að mér findist hann vera maður sem þjáðist af næringarskorti og hann væri með líklega með kílasótt. Ég spurði hann er ekki til einhver lyftingastöng og lóð því ég er duglegur að lyfta þungu þar sem ég pissa oft á dag. Hann sýndi mér stöng og lóð og sagði mér að bjarga mér og nota rauðu plöturnar því hann þyrfti að gera við hlaupabrettið og stigvélina.Ég setti allar rauðu plöturnar á stöngina einhver sex stikki og stóð 50kg á hverri plötu. Ég ákvað að fara varlega því líkamsræktarstöðin er á annari hæð og trégólf og byrjað ég að pumpa þetta ósköp varlega og átti þessi æfing vel við mig.
Allt í einu kom maður hlaupandi inn og sagði að ljósin væru farinn að detta úr loftinu niðri og hver djöfullinn gengi á og hvaða náttúruhamfarir væru eiginlega í gangi.Allir horfðu á mig eins og ég væri einhver furðufugl.Ég var ég þá látinn hætta æfingum og beðinn um að fara í heita pottinn.
Ég var auðvitað dauðfegin að fá að fara í heita pottinn og fór í bað og í sundskýluna og út í heita pottinn. Þar sá ég fullorðnar konur sem ég kannaðist við, sem voru að spjalla í rólegheitunum og hlæja og horfðu þær allar á mig ganga að pottinum.
Auðvitað varð ég allur hinn grobbnasti og ákvað að gera eins og Gilsenagger dró in magan og blés út brjóstkassan og virkaði ég alveg hrikalegur þar sem ég gekk í átta að pottinum.En þar sem brjóstkassinn var kominn upp á enni og ég sé ekki vel datt ég í tröppunni sem láu niður í pottinn og á milli kvennana með þeim afleiðingu að það myndaðist stór flóðalda og þær flutu allar upp á bakkan og sprikluðu þar eins og grásleppur á þurru landi og litu illilega á mig svo ég sá mig tilneiddan að hörfa og forðaði ég mér í sturtu og er algjörlega hættur að reyna að létta Cruserinn og hættur að æfa opniberlega kveðja Fattnes skrímslið á sigló
Síðast breytt af sukkaturbo þann 03.aug 2022, 12:30, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá karig » 10.jún 2015, 08:03

Þú ert óborganlegur... kv, kári.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Valp sögur meira fjör

Postfrá Járni » 10.jún 2015, 08:34

Hehe, gott með kaffinu!
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 90 gestir