Síða 1 af 1

Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 20:53
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú er að duga eða drepast ég verð að létta Valpinn að framan og eina aðferðin er að ég fari að stunda líkamsrækt til að afturhjólinn ná niður og bíllinn fari að virka að aftan.Ákvað að fara á líkamsræktarstöð og gera eitthvað í mínum málum og fara svo að keppa í Fattnes og fá pening eins og stúlkan sem var að vinna í útlöndum.Það kom fljótt í ljós að ég á engin föt til að vera í á svona stað. Svo farið var í stóra skápinn.Fann fljótlega gamla prjónabrók og klippti af henni teygjuna og var þá komið flott svitaband.Síðan fann ég gúmískó þessa svörtu með hvítu sólunum alveg nýja frekar of stóra eða númer 47 ég nota 42. Fann gamla ullarsokka tvenn pör og fór í þá og þá pössuðu skórnir.Fann hvítan hlýrabol sem náði niður undir naflan og var hann frekar stuttur en ég lét hann duga fæ mér stærri seinna þegar ég verð ríkur svo fann ég gamlar sokkabuxur eða viðhaldsbuxur og tróð mér í þær.Skundaði svo á stöðina og bað um leiðbeinanda.Tekið var vel á móti mér af ungum manni og vildi hann endilega vigta mig og fitumæla svona í byrjun til að geta metið árangurinn seinna.Fyrst var ég vigtaður og kom ég vel þar út vigtin í botn og sýndi hún 150kg max. Þannig að ég slapp vel hann setti 150kg í bókina síðan var ég fitumældur og var það ekki eins flott. Niðurstaðan var ekki til á kvarðanum en hann notaði orðið ofsalega akfeitur síðan kom upp error og ignor sem er eitthvað bull og var lausleg þýðing á enska orðinu á mælinum.Mittismál 185cm og hæð 180cm þannig ég er hærri þegar ég ligg á bakinu. Þá loksins fékk ég að fara á hlaupabrettið þjálfarinn sagði mér að ganga bara rólega og hann mundi svo auka hraðan og passa upp á mig.Þetta gekk vel fyrstu sekúntunar og svo fór hann að auka hraðan.Allt í einu kom svartur reykur undan mér og hélt ég að kviknað væri í brókunum mínum. En þá var það hlaupabrettið sem brann yfir og þolir það ekki nema 120kg.Ég varð dauð feginn enda hundleiðinlegt að leika hamstur maður með mína hæfileika.Þá vildi hann setja mig á stigvélina og átti ég að stíga hana. Hún var sett á stífasta og átti ég að halda mér á floti einhvernvegin en það endað með að önnur stífan brotnaði af.Ég sagði við strákinn er ekki til einhver lytingastöng og lóð því ég er duglegur að lyfta þungu þar sem ég pissa oft á dag. Hann sýndi mér stöng og lóð og sagði mér að bjarga mér og nota rauðu plöturnar því hann þyrfti að gera við hlaupabrettið og stigvélina.Ég setti allar rauðu plöturnar á og stóð 50kg á hverri plötu ákvað að fara varlega því líkamsræktarstöðin er á annari hæð og trégólf og setti ég bara 300kg á stöngina og byrjað að pumpa það og átti þetta vel við mig.Allt í einu kom maður hlaupandi inn og sagði að ljósin væru farinn að detta úr loftinu niðri og hver djöfullinn gengi á og hvaða náttúruhamfarir væru eiginlega í gangi.Ég var ég þá látinn hætta og beðinn um að fara í heita pottinn.Ég var dauðfegin að fá að fara í heita pottinn fór í bað og í sundskýluna og út í heita pottinn. Þar sá ég fullorðnar konur sem voru að spjalla. Auðvitað varð ég að gera eins og Gilsenagger dró in magan og blés út brjóstkassan og virkaði alveg hrikalegur þar sem ég gekk í átta að pottinum.En þar sem brjóstkassinn var kominn upp á enni og ég sé ekki vel datt ég í tröppunni sem lá niður í pottinn og á milli kvennana með þeim afleiðingu að það myndaðist stór flóðalda og þær flutu upp á bakkan og sprikluðu þar eins og grásleppur á þurru landi og litu illilega á mig svo ég sá mig tilneiddan að hörfa og er hættur að reyna að létta Valpinn og hættur að æfa og sel hann bara kveðja Fattnes skrímslið á sigló

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 21:07
frá Óskar - Einfari
Guðni, þú ert meiriháttar :)

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 21:09
frá jeepson
Hahahahahaha :D Það vantar alveg sér dálk sem heitir Guðna húmor hérna inni á spjallinu. Þú ættir að skella saman í eina góða bók Guðni minn.

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 21:47
frá flækingur
snilld og ekkert annað..
þetta léttir geðið hjá manni að lesa pistlana frá þér :-)

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 21:51
frá Baldur Pálsson
Fékk strengi í magan af hlátri þvílík snild :0)

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 21:57
frá HaffiTopp
Hahahahaha djöfullsins snilld hjá þér Guðni. Ég las titil þráðarins og hélt að maður fengi að lesa smiðatengd verkefni er miðuðu að létta Sænska 6hjóla Tröllið. Gerist ekki betra og léttir í manni lundina :)
Kv. Haffi

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 11.feb 2012, 22:01
frá gislisveri
Óborganlegt

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 12.feb 2012, 01:53
frá olafur f johannsson
bara snildin eina :)

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 12.feb 2012, 10:59
frá elfar94
jeepson wrote:Hahahahahaha :D Það vantar alveg sér dálk sem heitir Guðna húmor hérna inni á spjallinu. Þú ættir að skella saman í eina góða bók Guðni minn.


hahahaha ég er alveg sammála, það vantar dálk hérna fyrir Guðna. xD

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 12.feb 2012, 11:50
frá joisnaer
þú ert meistari guðni!

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 12.feb 2012, 16:08
frá StefánDal
.Ég sagði við strákinn er ekki til einhver lytingastöng og lóð því ég er duglegur að lyfta þungu þar sem ég pissa oft á dag.


Shit hvað ég hló!

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 14.feb 2012, 00:56
frá Eli
hahahah þvílíkur snillingur !! besti pistill fyrr og síðar

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 29.feb 2012, 00:30
frá hjotti
haha.. frábær saga.. og flott grill

Re: Valpinn í megrun of þungur

Posted: 02.mar 2012, 14:35
frá Atlasinn
eitt orð = SNILLINGUR ! :)