Síða 1 af 1
Ford ranger
Posted: 02.feb 2012, 20:44
frá olafur f johannsson
jæa best að setja smá um jeppan min hérna
keipti mér Ford ranger í des 2010, sem átti að vera hel góður en reindin var önnur og greinilegt að það hafði einhver
vitleisingur komist í að vinna í honum. en skít með það núna er hann að verða algóður enda er ég búinn að gera dálítið
mikið fyrir hann svo sem setja allt nýt í bremsur framan og aftan þar með talin ný bremsu rör + slaungur dælur aftan
diska frama +klossa nýar bremsu skálar aftan + borða, alla hjöruliðskrossa Drisfkafts uppheingju nýa spindla framan og
hjólalegur, laga leka á stýris vél. Nýa miðstöðvar mótstöðu laga rafmagn nýa loftdælu nýt 2/5" púst nýar flækjur taka
skiftingu upp laga millikassa ný flexplötu og núna þega allt var að verða gott kom í ljós al loftlæsingin að aftan er ónýt.
svo það var hringt í Bílabúð Benna í dag og keypt ný :) svo núna er að fara smá vinna í gáng að setja nýu læsinguna í og
allar legur og pakdósir í aftur hásinguna nýar. setja aðrar stífur að framan og síkun á hásingar festingar framan svo að
spindil halli og hjólhalli verði réttur . Setja aukatank í svo vantar mig speigla og vinnuljós og vhf talstöð með loftneti. er
aðeins búinn að nota hann núna í snjó og hann er bara hel duglegur og virðist drífa ágjætlega svona þegar ég klúðra
ekki málunum,var samt að spá í að fá mér annan jeppa með fleiri hurðum og stæri dekkum en það virðist sem eingin
hafi áhuga á að eignast Ranger :) svo núna ættla ég að eiga hann eithvað leingur :)




kem með fleiri myndir síðar. svo er hægt að sjá myndir hérna
http://www.flickr.com/photos/celicagt4/page3/
Re: Ford ranger
Posted: 02.feb 2012, 22:53
frá birgthor
Ertu til í að breyta textanum í byrjun aðeins fyrir mig svo ég geti lesið.
Mér þykir neflilega mjög gaman að svona þráðum þegar fólk skrifar um eigin bíl en ég á ekki gott með að lesa svona saman rekinn texta þ.e. ekkert "enter".
Þá þarf ég neflilega að halda einhverju við skjáinn svo ég lesi ekki alltaf sömu línuna :)
Annar lýst mér vel á þennan bíl af myndunum að dæma og hefði sennilega haft samband við þig þegar þú varst að auglýsa hann ef veskið væri þykkra :)
Re: Ford ranger
Posted: 03.feb 2012, 00:07
frá Einar Kr
Flottur....
Re: Ford ranger
Posted: 03.feb 2012, 00:20
frá jeepson
Þetta eru skemtilegir trukkar. Ég átti svona beinskiptan á 38" með 9" að aftan Dana 44" að framan undan econoline brettakantarnir voru ábyggilega hátt í 50cm breiðir. Sé altaf eftir því að hafa selt hann :(
Re: Ford ranger
Posted: 03.feb 2012, 17:07
frá olafur f johannsson
jæa þá er nýa arb loftlæsingin komin í hús :) svo núna er bara að bíða eftir nýu 5.13 hlutfalinu og legunum :) mig vantar annað 8.8 hásinga rör undan svona ranger með öxlum og bremsu plötunum, þarf ekki drif né bremsuskálar en baulurnar fyrir drifið verða að vera með;

Re: Ford ranger
Posted: 03.feb 2012, 21:07
frá birgthor
Hvernig situr maður í þessum bílum, þá samanborið við japönsku pickupana.
Siturðu hærra í þessum?
Re: Ford ranger
Posted: 03.feb 2012, 23:31
frá olafur f johannsson
birgthor wrote:Hvernig situr maður í þessum bílum, þá samanborið við japönsku pickupana.
Siturðu hærra í þessum?
já allavega ef miðað er við hilux :) það er mjög þæilegt að sitja í þessu en ég þarf að laga loftbúnaðin í bílstjóra sætinu hann lekur þarf að finna útúr því eða skipta um sæti veit um eit sem er að ég held í lagi
Re: Ford ranger
Posted: 04.feb 2012, 12:30
frá Turboboy
Er búið að langa svo í þennan bíl, enn fjármálin hafa ekki leyft það :( Flottur bíll hjá þér Ólafur :)
Enn er hann ekki á skærum að framan ?
Re: Ford ranger
Posted: 04.feb 2012, 20:51
frá olafur f johannsson
himmijr wrote:Er búið að langa svo í þennan bíl, enn fjármálin hafa ekki leyft það :( Flottur bíll hjá þér Ólafur :)
Enn er hann ekki á skærum að framan ?
sæll jú hann er á dana 35 ttb að framan. sem hefur komið mér verulega á óvart ég hafði bara heirt slæma hluti um þenanbúnað en þetta er bara himneskur búnaður ef það eru allar afstöður rétta og fóðringar í lagi
Re: Ford ranger
Posted: 07.feb 2012, 14:23
frá Turboboy
olafur f johannsson wrote:himmijr wrote:Er búið að langa svo í þennan bíl, enn fjármálin hafa ekki leyft það :( Flottur bíll hjá þér Ólafur :)
Enn er hann ekki á skærum að framan ?
sæll jú hann er á dana 35 ttb að framan. sem hefur komið mér verulega á óvart ég hafði bara heirt slæma hluti um þenanbúnað en þetta er bara himneskur búnaður ef það eru allar afstöður rétta og fóðringar í lagi
hef einmitt aldrei heyrt neitt gott nema núna um þennan búnað, að þetta sé algerlega frá af viðhaldi og kostnaði.
Re: Ford ranger
Posted: 07.feb 2012, 18:59
frá RangerTRT
Flottur ranger hjá þér , eins og allir aðrir rangerar snildar bílar... enn ttb frammhásingarnar eru alveg snildar búnaður er buin að nota þetta mikið og skil ekkert í mönnum sem eru að bölva þessu.. þetta fjarðar skemmtilega og virkar bara helvíti vel, enn svo eru bara 4 fóðringar í þessu sem mér finnst bara soldið lítið miðað við annan sjálfstæðan búnað og er bara nokkuð viðhaldslítið...
Re: Ford ranger
Posted: 07.feb 2012, 19:11
frá olafur f johannsson
RangerTRT wrote:Flottur ranger hjá þér , eins og allir aðrir rangerar snildar bílar... enn ttb frammhásingarnar eru alveg snildar búnaður er buin að nota þetta mikið og skil ekkert í mönnum sem eru að bölva þessu.. þetta fjarðar skemmtilega og virkar bara helvíti vel, enn svo eru bara 4 fóðringar í þessu sem mér finnst bara soldið lítið miðað við annan sjálfstæðan búnað og er bara nokkuð viðhaldslítið...
já ég er mjög ánægður með fjöðrunina í þessum búnaði. en anað veit eingin um svona bíl til sölu má kosta allt að 250þús
Re: Ford ranger
Posted: 09.feb 2012, 20:49
frá olafur f johannsson
jæa þá er að fara af stað smá pöntun í þenna. nýtt 5/13 hlutfall að aftan + allar legur og pakdósir í aftur hásingu nýir spíssar ný bensín dæla nýr loftflæðiskinjari nýr sveifaráskinjari ný háspenukefli nýr dempara hringin + stýrisdempara
Re: Ford ranger
Posted: 10.feb 2012, 14:50
frá Turboboy
olafur f johannsson wrote:jæa þá er að fara af stað smá pöntun í þenna. nýtt 5/13 hlutfall að aftan + allar legur og pakdósir í aftur hásingu nýir spíssar ný bensín dæla nýr loftflæðiskinjari nýr sveifaráskinjari ný háspenukefli nýr dempara hringin + stýrisdempara
Var ekki nýtt hlutfall að aftan ? eða er ég að rugla því að framan. ann lýst vel á þetta ! Verður góður !
Re: Ford ranger
Posted: 10.feb 2012, 19:57
frá olafur f johannsson
himmijr wrote:olafur f johannsson wrote:jæa þá er að fara af stað smá pöntun í þenna. nýtt 5/13 hlutfall að aftan + allar legur og pakdósir í aftur hásingu nýir spíssar ný bensín dæla nýr loftflæðiskinjari nýr sveifaráskinjari ný háspenukefli nýr dempara hringin + stýrisdempara
Var ekki nýtt hlutfall að aftan ? eða er ég að rugla því að framan. ann lýst vel á þetta ! Verður góður !
það er nýtt að framan og átti að vera nýtt að aftan en það var bara lýgi hjá fyrri eiganda einsog að aftur hásing átti að vera ný græjuð
Re: Ford ranger
Posted: 26.feb 2012, 14:38
frá olafur f johannsson
jæa þá eru hlutirnir að tínast til landsins er búinn að fá spíssan og komu þeir heim fyrir innan við 20þús 6stk svo er von á pakka í næstu viku þar eru háspenukeflin og bensín dælan og platínukerti. svo verður farið í að skoða nýtt hlutfall og allar legur í aftur hásingu mér sínist að það borgi sig að fá það hjá lónstöðum verður einhver staðar á verð bili 80-100þús
Re: Ford ranger
Posted: 10.mar 2012, 19:43
frá olafur f johannsson
búinn að vera sveitur að vinna í ranger.fösdudagskvöld og laugadag búið að skifta um bensíndælu spíssa háspenukefli kerti laga orginal vatnshitamælin, næst er að græja nýa aftur hásingu og skifta um stífur að framan,núna er hann hel góður og ég er farinn að trúa því að þessi 4l vél sé 160hö svo er spurning hvað hann verður góður leingi 7,9,13.
mynd af gamla háspenukeflinu ofan á kassanum af því nýa og kassin af nýu kertunum motorcraft platínu kerti eins og eiga að vera í þessum vélum

mynd af gömmlu bensín dæluni og gömmlu spíssunum

og kassin af nýu bensín dæluni

ættlaði reindar að taka myndir af ísetninguni en gleimdi að taka myndavélina með svo ég tók þessar myndir bara á síman
Re: Ford ranger
Posted: 15.apr 2012, 21:01
frá olafur f johannsson