Síða 1 af 2
Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 13:39
frá juddi
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 13:42
frá gaz69m
flottur bíll hjá þér
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 15:55
frá Lada
Gaman fyrir okkur sem erum ekki alltof klárir í breytingaframkvæmdum þegar menn taka myndir og útskýra það sem þeir eru að bardúsa. Það verður gaman að fylgjast með þessu í vinnslu. Hvað munar miklu að dekkin standi framfyrir og afturfyrir ?
Kv.
Ásgeir
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 16:35
frá Fetzer
Flott project
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 16:45
frá stebbiþ
Skemmtilegt verkefni. Er viss um að 35" dekkin verða meira en nóg, með læsingum að framan og aftan. Þá á hann eftir að skilja alla eftir.
Hvað heldurðu að krílið eigi eftir að vigta þegar allt er klárt ?
Kv, Stebbi Þ.
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 17:02
frá otterpoo
Þegar það er talað um spindilhalla hvað er þá átt við og hvaða áhrif hefur það á akstur að breita honum?
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 18:06
frá juddi
Er að gæla við 1100kg, afturdekkin standa allavega aftur fyrir stuðara, já spindihalli hefur mikið með akstureiginleika að gera
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 18:27
frá Sævar Örn
Varðandi spindilhalla, næst þegar þú ferð í bónus skaltu velta fyrir þér hönnuninni á hjólunum undir kerrunni, og ímyndaðu þér svo hvernig kerran myndi hegða sér ef hjólin væru fest með einum bolta beint ofan á hjólið,
Þetta hafði Leó M Jónsson um spindilhalla að segja,
Stýrisvalarhalli fram- eða afturávið (Caster)
Með því að halla stýrisveli þannig að neðri spindilkúla sé framar en sú efri (jákvæður halli) eykst stefnufesta bíls á ferð. Stýrisvalarhallinn fram á við að neðan gerir það að verkum að hjólmiðjan lendir aftar en miðlína stýrisvalarins. Verkuninni má líkja við snúningshjól á skrifstofustól. Þegar stóllinn er færður í ákveðna átt snýst hjólið og ,,eltir" vegna þess að hjólmiðjan er aftar en stólfóturinn. Of lítill halli fram á við veldur því að bíll rásar; er laus á miðjunni, eltir rákir í malbiki, leitar til hliðar í halla o.s.frv.

Hér hefur stýrisveli verið hallað aftur að ofanverðu um 30° (Hallinn er ýktur, myndarinnar vegna, en hann er sjaldan hafður meiri en 6° í algengum breyttum jeppum). ,,Caster-hallinn" er hér jákvæður um 30°. Hallaði stýrisvölurinn fram að ofanverðu væri ,,caster-hallinn" neikvæður. Lóðrétt miðlína stýrisvalarins lendir framar en lóðrétt miðlína hjólsins. Jákvæður ,,caster-halli" gerir það að verkum að hjólið leitast við að fylgja stefnu bílsins (eltir): Stýrið verður ívið þyngra og stöðugra; rásfesta bílsins meiri. Myndin til hægri er sígild samlíking sem sýnir áhrif jákvæðs ,,caster-halla". Snerilhjól skrifstofustóls: Lóðrétt miðlína hjólsins er aftan við lóðrétta miðlínu fótleggjarins - hjólið fylgir (eltir) akstursstefnu.
,,Caster"- hallinn er gefinn upp í gráðum. Hann breytist ekki á keyrslu, sé allt með felldu, en er er oftast stillanlegur. Hins vegar breytist ,,caster" sé bíll hækkaður þannig að lóðrétt fjarlægð á milli spindilkúlna aukist, - eukist hún t.d. með milliklossum eða breyttum klöfum, minnkar ,,caster" hallinn. Sé efri spindilkúlunni t.d. vent 180° þannig að hún snúi niður í stað upp eykst hins vegar ,,caster" hallinn. Jákvæður ,,caster" halli hefur áhrif á stýrið vegna þess að þegar lagt er á lækkar bíllinn örlítið þeim megin sem snýr út úr beygjunni. Of mikill jákvæður ,,caster" halli kemur fram á tvennan hátt: Í fyrsta lagi hefur hjól, sem er utar í beygju, tilhneigingu til að leggjast inn undir sig (beygja of mikið) þegar bíllinn leggst á það horn í beygju á talsverðri ferð. Í öðru lagi getur stýrið orðið óþægilega þungt á miðjunni - beinstefnu-tregða bílsins í venjulegum akstri verður beinlínis óþægileg.
Eftir því sem ég veit best mun 6° jákvæður ,,caster" vera talinn hæfilegur (ef ekki hámark) fyrir 36-38" dekk á Dana 44 hásingu. Þó getur ,,caster-hallinn" farið eftir ýmsum öðrum þáttum. Sem dæmi nefni ég að ,,caster" er mest um 3° í óbreyttum GM-jeppum á blaðfjöðrum en þó breytilegur eftir því hve hátt er undir bílinn. Í öðrum tilvikum getur ,,caster-hallinn" verið mun meiri - margir minnast t.d. stóra Bronco (árgerð 1978 og '79) sem er með ,,caster-halla upp á allt að 9,5°.
Þegar hásing, sem á að breyta, hefur verið tekin úr bíl, hefur reynst vera öryggi í því fólgið að stilla upp fyrir ,,caster" og ,,camber", t.d. með skabaloni, og sjóða spindilkúlufótinn öðru megin - setja síðan hásinguna í bílinn, festa henni og stilla þá fyrst upp hinum spindilkúlufætinum og sjóða. Mín reynsla er sú að með þessu móti séu meiri líkur á að ,,caster/camber" náist jafnir fyrir bæði hjólin. En þetta kann nú einnig að ráðast af þeim tækjabúnaði sem menn hafa yfir að ráða. (Hér má skjóta því inn í að í óvandaðri jeppum, t.d. frá S-Kóreu, eru afturhásingar iðulega skakkar - skakkt soðnar saman þannig að vísun, millibil og halli afturhjóla er rangur - stundum munar meira en tug gráða. Þetta getur valdið skertum aksturseiginleikum, óeðlilegri þvingun á hjól- og driflegum sem endast því skemur).
Stærðarmerking dekkja
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 18:46
frá otterpoo
takk Sævar
Re: Kreppu project
Posted: 01.feb 2012, 22:03
frá juddi
Re: Kreppu project
Posted: 03.feb 2012, 00:26
frá Kölski
Hann verður virkilega flottur hjá þér.
Frændi minn var að fá sé svona jimny á 35" Ég fór á honum með honum að leika okkur á þessu og það er bara ekki hægt að festa þetta þótt beinn brotavilji sé fyrir hendi hehe. Geggjaðar græjur.
Re: Kreppu project
Posted: 03.feb 2012, 16:06
frá juddi
Jæja þá er búið að skera meira og setja afturgorma úr Grand vitöru að framan og Jimny fr gorma að aftan


búið að skera neðan af bitanum


þarf að skera betur úr að aftan

þarf að lyfta honum um ca 40-50mm í viðbót að aftan

Þetta er ca endanleg hæð að aftan
Re: Kreppu project
Posted: 04.feb 2012, 00:02
frá MIJ
þetta verður helvíti líklegt
Re: Kreppu project
Posted: 13.feb 2012, 13:22
frá juddi
Re: Kreppu project
Posted: 13.feb 2012, 19:40
frá Turboboy
Verður að skipta um hýsingu fyrir myndirnar, þú er víst of vinsæll.
Re: Kreppu project
Posted: 14.feb 2012, 08:37
frá juddi
Skil ekkert í þessu ekki lent í þessu áður ljóta draslið
Re: Kreppu project
Posted: 14.feb 2012, 09:16
frá gislisveri
Hýsing mynda á Jeppaspjallinu er að sjálfsögðu ókeypis!
Re: Kreppu project
Posted: 04.mar 2012, 11:23
frá juddi
Jæja myndirnar loksins komnar í lag
Re: Kreppu project
Posted: 08.sep 2012, 11:51
frá juddi
Jæja loksins farin að huga að þessum aftur , komin nýr líffæragjafi nota hásingarnar undan þessum, loftlás að fr en óþektur lás að aftan 4,56eða 4.88 hlutföll kemur í ljós, auk þess komin NP242 millikassi í hús, svo er komin ný hugmynd í kollin sem er að lengja grindina í sömu mál og í löngum sj 413 og skrá hann sem slíkan

Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 00:54
frá Magnús Þór
og bæta inní boddýið líka þá?
Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 09:15
frá juddi
Já er búinn að ná mér í myndir af grindunum og það er ca 30cm lenging milli hjóla en svo er langa súkkan lýka með lengingu aftan við hjól sem ég mundi sleppa er reyndar komin með aðra jimny grind til að auðvelda þennan gjörning , já ég lengi þá afturgluggan um ca 30 cm best væri að fá aftur hluta af skemdu jimny boddyi til að splæsa inni annars bara að láta beygja fyrir sig lengingu í einhverri blikksmiðju mæli þið með einhjerjum í þetta projekt og ef einhver hérna væri til í að gera photoshop mynd af svona lengingu væri það vel þegið
Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 18:32
frá Hólmar H
Ég er nú búinn að fikta eitthvað við lenginar í tölvunni..... :)


Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 19:16
frá Stebbi
Ég held að 6 hjóla Jimny sé það eina rétta og rökrétta í stöðuni. Allt annað væri bara tímasóun. :)
Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 20:32
frá jeepson
Stebbi wrote:Ég held að 6 hjóla Jimny sé það eina rétta og rökrétta í stöðuni. Allt annað væri bara tímasóun. :)
Held að það sé klárlega málið að einhver taki á skarið smíði 6hjóla jimny :)
Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 21:03
frá StefánDal
Tók eina mynd frá Hólmari og gerði það sem að ég held að sé ca. 30cm. lenging:)
Að vísu bara í Paint á svona 30 sek. Gefur allavegana smá hugmynd.

Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 22:14
frá kjellin
Eg segi 6 hjola klarlega hann er þrusu lûkker þanning
Re: Kreppu project
Posted: 09.sep 2012, 23:18
frá juddi
Takk fyrir þetta strákar neðsta myndin er það sem ég var að spá í, en 6 hjóla jimny mundi það ekki vera álýka og renna sér á vörubílaslöngu
Re: Kreppu project
Posted: 10.sep 2012, 01:08
frá Krúsi
juddi wrote:Takk fyrir þetta strákar , en 6 hjóla jimny mundi það ekki vera álýka og renna sér á vörubílaslöngu

Afhverju ekki að vera sá fyrsti til að prufa?
Allavega fannst það geðveikt þegar við renndum okkur niður Bláfjöllin á einnri slíkri :)
en við komumst ekki upp aftur af sjálfstáðum, en Súkkan gæti það örugglega ;)
Skora á þig að láta á það reyna, skal meira að segja hjálpa til ef þig vantar aðstoð!!!
kv.
Markús
Re: Kreppu project
Posted: 10.sep 2012, 08:39
frá juddi
Svona súkka hefur held ég ekkert með það að gera og missir við það lipurð sem leiktæki verður of þvingaður og ef það verður ekki nóg flot í 38,5 MT baja claw sem fer undir hann þá fær maður sér sleða
Re: Kreppu project
Posted: 14.okt 2012, 20:07
frá juddi
Jæja kíkti aðeins á gripin um dagin og fann út afhverju bensíndælan virkaði ekki og viti menn big block hrökk í gang svo maður fékk smá spark í rassin að fara gera eithvað við að heyra malið í relluni
Re: Kreppu project
Posted: 15.okt 2012, 15:05
frá juddi
Þá er það staðfest 4:56 hlutföll og diskalás að aftan
Re: Kreppu project
Posted: 06.des 2012, 17:15
frá juddi
Jæja komin loftlás í afturhásinguna og arb dæla í hús svo nú vantar tíma og nennir til að klára Krepplingin
Re: Kreppu project
Posted: 08.des 2012, 00:50
frá juddi
Eins og bíllin stendur núna er hann 2,5m milli hjóla svo ef ég bæti 30cm við grindina er spurning að minka aðeins færluna að aftan um 5-10cm svo heildar lenging sé 45-50cm svo hann samsvari sér betur, svo hef ég verið að velta fyrir mér hentugum gormum, uppástungur vel þegnar
Re: Kreppu project
Posted: 13.des 2012, 11:57
frá juddi
Jæja smá vandamál komið upp ARB lásin er ekki fyrir dana 35C sem sagt ekki gert ráð fyrir að splitta öxlana inní drifi svo ef einhver hefur lausn á þessu væri það vel þegið td ef hægt er að nota venjulega hjólalegu úr öðrum bíl og krumphólk eða lát renna sæti fyrir splitti innan við legu eins og í sumum bílum og smíða svo platta framan við legu
Re: Kreppu project
Posted: 13.des 2012, 12:25
frá Dodge
Færð þér öxla úr eldri d35 hásingu, þeir eru ekki c splittaðir, ég veit ekki annað en þeir passi beint á milli.
Re: Kreppu project
Posted: 13.des 2012, 12:58
frá Doror
Ég er einmitt með D35 árg 89 undir hjá mér og loftlæsingu. Er ekki viss um að hjólalegan sé eins á 35c hásingunni.
Re: Kreppu project
Posted: 13.des 2012, 13:58
frá juddi
Var að googla þetta og mér sýnist einfaldast að fá rör og öxla úr eldri bíl 89 og eldra hjólalegan og sætið fyrir hana er að mér skilst ekki það sama
Re: Kreppu project
Posted: 21.des 2012, 11:33
frá juddi
Jæja þá er það áhveðið lenging um 400mm búin að versla boddystál og klippa í lengdir, næ svo í grindarbútinn á eftir svo geðveikin geti hafist að nýju
Re: Kreppu project
Posted: 22.jan 2013, 13:03
frá juddi
Jæja allt átti að gerast milli jóla og nýars en syni mínum datt það snjallræði í hug að fæðast á þorláksmessu í stað 5 feb svo ekkert gerðist í skúrnum þó allt hefði verið klárt í lengingu
Re: Kreppu project
Posted: 22.jan 2013, 13:21
frá Valdi B
innilega til hamingju með strákinn :) vonandi gerirðu jeppakall úr honum :)