Síða 1 af 1
LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 00:58
frá Dexter
Eignaðist þennan gæðing um helgina. Hann er breyttur f. 44". LC60 hásingar, Range Rover gormar, Oldsmobile 5.7 diesel. (fer ùr sem fyrst) er á leið inn ì skùr ì einhverjar lýtaaðgerðir og vėlarskipti. Planið er að vera farinn að festa sig fyrir páska. Hendi inn einhverjum myndum þegar maður er kominn eitthvað á veg með þetta.
Hèrna er linkur með myndum af honum:
http://mundipals.123.is/album/default.aspx?aid=219643
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 01:11
frá jeepson
Flottur þessi :)
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 10:34
frá Gutti
Virkilega snotur þessi, til hamingju með hann!
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 10:39
frá LFS
hrikalega flottur alltaf þótt þettað boddy flott en hvernig er með þessa vél er hun sú hörmung sem hun er sögð vera ?
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 10:41
frá StefánDal
Var þetta ekki með fyrstu vélum með vökva undirlyftum?
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 11:23
frá Dexter
49cm wrote:hrikalega flottur alltaf þótt þettað boddy flott en hvernig er með þessa vél er hun sú hörmung sem hun er sögð vera ?
Takk fyrir það. Hún er nú ekki alveg vonlaus. En hún naut sín bara ekki á þessum tíma þar sem hún var sett í fólksbíla vel á þriðja tonn og með skiptingu sem var ekki að gera sig (350GM) En þetta togar bara eins og enginn sé morgundagurinn, en mig langar að setja ofan í hann stóran bensín rokk þar sem mig langar að gera þennan upp af fyrirmynd sem ég aldist nánast upp með. Fullorðinn frændi minn átti svona bíl 38" breyttur með corvette mótor.
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 11:25
frá Dexter
StefánDal wrote:Var þetta ekki með fyrstu vélum með vökva undirlyftum?
Ég bara þekki það ekki nægilega vel því miður. :)
Re: LC FJ40
Posted: 19.jan 2012, 13:53
frá gaz69m
glæsilegur bíll