Suzuki SJ410 LWB

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 03.feb 2010, 12:01

Jæja ég ætla aðeins að kynna minn eðalvagn sem er í grunninn 1986 árgerð af Suzuki SJ410 LWB en hefur tekið töluverðum breytingum í genum tíðina. Vél og gírkassi er úr Volvo og er þetta B230 vélin með 5 gíra kassa, millikassinn er orginal Súkkukassinn og hásingar voru til skamms tíma undan Willys en eru nú óðum að víkja fyrir Toyota LC70 hásingum með NoSpin bæði framan og aftan. Hann var á Rússafjörðum að framan en er nú kominn á gorma og að aftan er fourlink og loftpúðar. Vökvastýrið er úr Mazda 929, stólarnir úr Ford Escort, 150 lítra eldsneytistankur og það er búið að lengja hann milli hjóla, sennileg eitthvað í kringum 20 cm núna því ég færði framhásinguna örlítið núna við hásingaskiptin. Ég breytti gripnum ekki fyrir löngu í pickup og svo stendur alltaf til að útbúa sér lok á pallinn. Hann rúllar um á 38“ Mödder á 14“ breiðum felgum og með loftdælu í húddinu fyrir loftpúðana og til að dæla í dekk, VHF,CB (GPS alltaf á leiðinni) slatti af kösturum og svoleiðis dóti.
Image


Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá jeepson » 03.feb 2010, 13:10

Þetta er klárlega flottasta súkkan :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá nobrks » 04.feb 2010, 19:22

Flottur, og hvað þyngdist gripurinn mikið við nýju hásingarnar?

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 04.feb 2010, 22:50

Ég er nú ekki alveg með það á hreinu en ég er að giska á eitthvað rétt rúmleg 100kg og vonandi ekki einu sinni það.
Dana 44 aftur hásingin er ekki mikið léttari en 70 Krúser hásingin, en framhásingin er eitthvað dálítið þyngri en gamla Dana27
sem var að framan. Þetta kemur vonandi allt í ljós í enda mánaðarins en þá er stefnan að vera búinn að þessu og þá vigtar maður
dótið og þá kemur þetta í ljós
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Polarbear » 04.feb 2010, 22:59

setja bara helíum í dekkin fyrir viktun.. sparar nokkur kíló þannig :)

reffileg súkka annars! pallurinn gefur henni alveg sérlega skemmtilegt útlit...

ég á svo heilan skóg af 70 krúser aftur-öxlum fyrir þig, bæði löngum og stuttum svona ef ske kynni að þær hrykkju í sundur hjá þér eins og mér áður en ég skipti út...

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 10.feb 2010, 19:50

Ekki segja mér að þetta sé eitthvað ónýtt dót þessar 70 Krúser hásingar, mér var sagt að þetta væri heldur sterkari en Dana 44.
Áttu þá nokkuð eftir af heilum öxlum, ertu ekki búinn að brjóta þá alla :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ellisnorra » 10.feb 2010, 21:28

Iss, Lalli er helvítis böðull, fótþungur og með 4.2 turbo :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Polarbear » 10.feb 2010, 22:02

:) fótþungur or not, þá þoldu þær illa 4.0 túrbódísel... en annars eru þær fínar. þær hafa samt þann leiða galla eins og allar aðrar semi-floating hásingar að ef öxullinn brotnar þá er talsverð hætta á að dekkið detti undan með tilheyrandi brettakantaskemmdum ofl.

ég skipti yfir í 60 krúser hásingar sem eru full floating (s.s. legur og hjólnöf eins og að framan) og erlítið sterkari drif, 9.5" í stað 8" í 70 krús.

hugsa að 70 rörið sé yfirdrifið nógu sterkt í það sem þú ert að nota það..... en þegar ég var búinn að brjóta undan hjá mér báðum megin að aftan og stúta brettaköntum með stuttu millibili þá nennti ég ekki meir, og fór í full floating :)

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 11.feb 2010, 09:39

Já ég skil hvað þú meinar en ég hef nú ekki trú á að ég brjóti mikið með gömlu Volvo B230 en það er þó aldrei að vita.
Þarf kannski að huga að þessu ef maður fer út í vélarskipti, draumurinn er auðvitað V8 Róver álmótor en skynsemin segir manni kannski að skoða heldur létta dísilvél eins og t.d. Mitshubishi 2,5 túrbomótorinn sem er tiltölulega lítil og létt af dísilvél að vera.
Vandræði þegar þessi skynsemi er að þvælast fyrir manni.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá gislisveri » 11.feb 2010, 10:52

Björn Ingi, þú tímir aldrei að selja bílinn héðan af, svo þegar betur árar geturðu bara hent V8 í húddið og spólað framúr okkur hinum án samviskubits. En í bili hlýtur það vera dísel og svo bara nota tröllið.
Súkkukveðja,
Gísli


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Þorri » 11.feb 2010, 11:28

Lc 70 hásingarnar eru nú ekki sterkari en dana 44. Drifið í Toyota er aðeins minna en öxlar og legur eru svipað að styrk er mér sagt.
Hinsvegar er mun þægilegra að eiga við drifið í Toyota hásingunni og svo er auðveldara að sjóða í rörið og drifkúlan er ekki steypt.
Toyotan er líka með lokuð liðhús að framan en ekkert sérlega sterka ytri öxla sem skiptir engu máli á svona léttum bíl. Þeir hafa aðallega verið að brotna í
lc 60 sem er með stærri hásingu en sömu öxla þær eru líka helmingi þyngri.
Kv. Þorri.

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 11.feb 2010, 11:30

Mikið rétt hjá þér Gísli, þetta er spurning um að haga seglum eftir vindi. Það munar ekki nema 345 krónum á hvort ég fylli með bensín eða dísil
svo að það er ekki kannski aðal málið heldur það að maður fer töluvert lengra á dísil lítranum heldur en bensíninu eins og þú sjálfsagt veist.
Er töluvert að pæla í þessu sem Ólafur Helgi er að gera með 2.5 Mitsubishi dísilrelluna og væri alveg til í svoleiðis en langar að vita nákvæma
vigt á kvikindinu áður en lengra er haldið.
Image
Lítur út fyrir að vera létt og fyrirferðarlítil.
Mynd fengin af síðunni http://www.freewebs.com/gurlznjeeps/jeeppowerbox.htm
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 11.feb 2010, 11:37

Þorri wrote:Lc 70 hásingarnar eru nú ekki sterkari en dana 44. Drifið í Toyota er aðeins minna en öxlar og legur eru svipað að styrk er mér sagt.
Hinsvegar er mun þægilegra að eiga við drifið í Toyota hásingunni og svo er auðveldara að sjóða í rörið og drifkúlan er ekki steypt.
Toyotan er líka með lokuð liðhús að framan en ekkert sérlega sterka ytri öxla sem skiptir engu máli á svona léttum bíl. Þeir hafa aðallega verið að brotna í
lc 60 sem er með stærri hásingu en sömu öxla þær eru líka helmingi þyngri.
Kv. Þorri.

Ég hef engar áhyggjur af þessum hásingum undir 1300-1400kg bíl, en eins og þú segir þá eru nokkuð margir plúsar við þær og þá
kannski einna helst að það er lítið mál að nálgast varahluti í þær bæði notaða og nýja alveg öfugt við gömlu Dana 27, eins og t.d.
þegar það brotnuðu hjá mér pinnboltarnir á liðhúsinu fyrir stýrisarminn þá var ekki nokkur leið að fá bolta í þetta hér og endaði ég á
að láta smíða þá hjá renniverkstæði Ægis.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Þorri » 11.feb 2010, 13:43

þessar hásingar hjá þér eru meira en nógu sterkar undir þetta léttan bíl.
þú ættir að geta stækkað mótorinn talsvert áður en þær fara að pirrast eitthvað.
En með þennan diesel mótor að þá verður bíllinn aldrei sama leiktækið og með ferskri bensínrellu
en hinsvegar verður kostnaður við hverja ferð mikið lægri. Þetta eru að mér skilst fínir mótorar
ekkert sérlega sprækir en ef þú ert að spá í að geta farið í sem flestar ferðir og fara hægar yfir
þá er hann eflaust fínn en ef þú villt leika þá skaltu spá í stærra. Hvernig er að setja v6 Toyota
ofan í svona örugglega nóg afl fyrir þennan þyngdarflokk og enn hægt að fá helling af þessu og
talsvert til af drasli til að auka afl. Hann þyrfti ekki að eyða miklu í svona bíl.
Bara hugmynd.
KV. Þorri.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Haffi » 11.feb 2010, 14:06

Þekki einn sem setti nýverið Toyota disel vél ofaní súkku fox pickup á 36" eða 38", ekki alveg viss.
Sá mótor er ekkert þyngri en gamli B20 sem var fyrir og mér skilst að hann sé bara nokkuð sprækur. (gamli Vollinn var orðinn slitinn)

En ég get komist að því hvaða mótor þetta er fyrir þig.. en hann er úr sendibíl..
Gírkassinn er held ég alveg örugglega Toyota líka, þori samt ekki að fullyrða það, það var allavega ekki kassinn úr sama bíl og vélin kom.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Stebbi » 11.feb 2010, 19:00

ofursuzuki wrote:draumurinn er auðvitað V8 Róver álmótor en skynsemin segir manni kannski að skoða heldur létta dísilvél eins og t.d. Mitshubishi 2,5 túrbomótorinn sem er tiltölulega lítil og létt af dísilvél að vera.


Ef þú vilt snúa þér að svartagaldri og öðrum myrkraverkum þá á ég kram úr '96 pajero, 2.5 turbo intercooler, gírkassi og superselect millikassi. Þetta væri hægt að selja þér á kreppuverði þegar ég ríf æxlið uppúr.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 11.feb 2010, 19:17

Já strákar þetta togast á hjá manni, skynsemin annarsvegar og hins vegar að hafa ógeðslega gaman og leika sér (þó það væri bara stutt) með V áttu í húddinu. Ég nefnilega veit það að þessi bíll yrði rosalega skemmtilegur með öflugri vél heldur en er í honum núna því að ef eitthvað háir honum núna þá er það vélarafl. Hafsteinn þú mát endilega komast að því hvaða vél þetta er því ef það er rétt að hún sé ekki þyngri en B20 þá er vert að skoða það. Stebbi það má alveg skoða það ef maður fer út í kuklið og svartagaldurinn, takk fyrir það. Eru þær ekki að mestu lausar við tölvudót þessar vélar, mér er meinilla við svoleiðis dót enda vinn ég við tölvur og veit hver bölvun getur þeim fylgt.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá Stebbi » 11.feb 2010, 19:30

Ekkert tölvudót eða þannig lagað á þeim bara eitthvað releybox fyrir glóðina. Þær eru svo líka margfalt skemmtilegri en toyota vélarnar þó svo að þær séu turbo líka, 4D56 Mitsan snýst léttar og er mun viljugri en 2L og 2L-T.
Annars er skynsemi eitthvað sem á ekki heima í jeppabreytingum, ég ætla að rífa kolatogarann úr til að setja V8 oní.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Suzuki SJ410 LWB

Postfrá ofursuzuki » 11.feb 2010, 19:32

Skjóttu á mig verðhugmynd og hvað hún er mikið ekinn og svoleiðis, bara í PM eða tölvupósti bingio@est.is
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir