Ford Ranger 44"

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá MattiH » 11.feb 2012, 21:23

poulsen er að selja bilstein


Best að tala við Erling hjá þeim. Hann er demparamaðurinn.


Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Freyr » 11.feb 2012, 23:49

Ég talaði við Poulsen í haust í sambandi við að kaupa gegnum þá eitthvað spennandi frá bilstein. Fékk samband við þann sem var sagður vera sérfræðingurinn og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég sagðist vera reiðubúinn til að borga nokkrum x það sem venjulegir demparar kosta og vildi fá ráðleggingar með það í huga að panta í kjölfarið dót í gegnum Poulsen. Í stuttu máli sagt þá hafði maðurinn ekkert um málið að segja og hafði greinilega ekki hundsvit á hvað væri framleitt og hvað væri í boði annað en standard monotube demparar sem þeir eiga á lager í venjulega bíla. Mun ekki aftur hafa samband við Poulsen út af bilstein dempurum, lærir meira um bilstein fjöðrun með því að eyða nokkrum mínútum á netinu.

Kv. Freyr


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá risinn » 12.feb 2012, 01:14

Einfalt er ALLTAF best. Eingar tölvur, gírstöng sem menn geta ráðið hvort og hvenær þeir vilja nota 1 - 5 gír eða allt þar á milli, einga skynjara sem að segja þér að fara í næstu tölvu sem að segjir þér að það séu margir mögulekar að.
Mitt matt er að þeim um einfaldara sem dótið er, þey mun betra er það. þetta er bara mín skoðun.

Kv. Ragnar Páll
14. Jólasveinninn kem alltaf síðastur niður og fer fyrstur upp aftur.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá sukkaturbo » 12.feb 2012, 08:58

Sammála Ragnari kveðja Guðni

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 14.nóv 2012, 23:20

ég braut hjá mér vacum lásin að aftan. hvað er best að fá sér í staðin sem er eithvað sterkara?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


oliexplorer
Innlegg: 63
Skráður: 21.mar 2010, 21:58
Fullt nafn: Ólafur Kjartansson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá oliexplorer » 20.nóv 2012, 23:57

svo að við förum nú aftur útí vélarumræðuna þá er 4.6 eða 5.4 ford vélarnar engan vegin að fara detta ofan í vélarsalinn í svona ranger, það er allt of gleitt V á þessum mótorum, fyrir mitt leiti þá ertu að fá mest fyrir peninginn að fara í GM mótorana hvort sem það er 4.8 5.3 5.7 6.0 eða 7.0
þetta eru vélar sem taka mjög lítið pláss og eru fisléttar og henta vel í svona conversion.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 21.nóv 2012, 23:40

já ég er sammála með það. ekkert alltof mikið pláss í húddinu hehe. enn núna er ég að pæla í að skella bara túrbó á sexuna. það hljómar spennandi. ég ætla bara að blása 6 til 8 psi og sjá til hvað það gerir
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


oliexplorer
Innlegg: 63
Skráður: 21.mar 2010, 21:58
Fullt nafn: Ólafur Kjartansson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá oliexplorer » 23.nóv 2012, 20:18

það er ekki slæm hugmynd, þá er bara að setja stóran kæli og mæli fyrir skiptinguna því hún er mjög fljót að hitna og misnota lága drifið.
ertu með eithvað ákveðið turbo kit í huga.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Freyr » 23.nóv 2012, 20:43

Ég hef nú hugleitt það að setja túrbínu á minn 4.0 ltr. cherokee en er eiginlega alveg hættur að hugsa um það. Það sem ég er svo smeykur við er að ná réttu "fuel mappi" til að eiga ekki á hættu brunagöt á stimplum vegna of veikrar blöndu án þess að hann eyði svakalega (ætlast ekki til að hann sé sparigrís en er ekki til í að auka eyðsluna um marga lítra á hundraði þar sem þetta er ferðabíll). Hvaða leið ertu að spá í Andri til að ná "mappinu" góðu???

Kv. Freyr

PS. Vígalegur Ranger


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá olafur f johannsson » 23.nóv 2012, 20:57

best að tala við turbo Baldur um að smíða nýa mótortölvu og mappa hana
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 25.nóv 2012, 21:15

takk fyrir ábendinguna. var einmitt að velta því fyrir mér hvernig ég gæti græjað tölvuna, ég ætla að vera með túrbínuna upp undir pallinu (remout mount) eins og þeir eru farnir að gera í USA, hef bara einfaldlega ekki pláss í húddinu og leysi líka hitavandamálin sem koma upp þegar maður er að troða þessu þar sem er ekki pláss. ætla að finna mér túrbínu sem gæti gefið mér 6-7 punda þrýsting uppúr 2000 snúningum svo er ég búin að stækka olíupönnuna fyrir skiptinguna og setja miklu stærri kælir fyrir hana. svo er bara að passa sig þegar maður er að keyra svo maður grilli hana ekki hehe. svo get ég sett í hann spíssa úr V6 mustang þeir eru aðeins stærri og ætti ég þá að geta fengið nóg bensín inná vélina. orginal kerfið á víst að ráða við stærri spíssa án breytinga.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá firebird400 » 28.nóv 2012, 21:46

Er ekki bara turbo diesel málið?

Gera þetta svolítið notendavænna.

Og èg er bara ekki að sjá að turbo bensínvél geti virkað í jeppa. Að aka í low low í þungu færi á þokkalegri gjöf löngum stundum er bara bókað fail á þannig búnaði.

Þá held ég að þokkalega nýleg v6 eða v8 sé nærri lagi. Já eða eins og ég skrifaði hér ofar, turbo diesel= henntugari jeppa vinnslusvið og lægri eyðsla
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Freyr » 28.nóv 2012, 23:21

Bensín er bara svo mikið skemmtilegra....;-) Þegar horft er til langtíma aksturs frá A til B eru díselvélarnar oft ekkert síðri en bensín. En þegar kemur að leikaraskap á diesel bara ekki séns, þó svo tölur um tog og hp séu svipaðar er snerpan bara ekki sú sama......


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá olei » 29.nóv 2012, 00:52

Ég smíðaði twin turbo á Gm 305 TPI sem ég var með í CJ7.
Ég ætla ekki að lýsa því verkefni nákvæmlega - en gamli 305 er með sömu slaglengd og 350 en minni stimpla. Semsé togari í gerðinni. Á henni var ég með mikið og þungt kasthjól og 12" kúplingu. Túrbínurnar lyftu boostmælinum yfir núllið við tæpa 1000 snúninga og voru komnar í svona 4 psi við 1500 mesta boost var 8 psi.

Þetta togaði ansi hressilega, fyrst datt manni í hug við reynsluakstur að maður hefði sett Scania diesel í græjuna en ekki túrbó bensínvel. Eftir þessa breytingu tók því varla að nota lágadrifið á 38" í sjó og það tók því heldur aldrei að snúa rellunni meira en svona 5000 RPM. Dæmigerð fjallaferð snerist um að dúlla á þessu í svona 1000 snúningum og ef maður datt niður í eitthvað þyngra - eins og krapa- þá pikkaði maður létt á gjöfina leysti málið.

Helsti kosturinn við svona túrbó á móti því að tjúna fyrir hærri snúning er ending á vél. Álag á kjallara og legur er í þriðjaveldi af snúningshraða - sumir kraftar í kjallaranum áttfaldast við að tvöfalda snúninginn - þessvegna endast torfæru-kvartmílurellur jafn illa og raun ber vitni.

Svona túrbórella sem er snúið rólega getur enst von úr viti, jafnvel undir þungu álagi ef snúning er stillt í hóf og samt skilað fleiri hrossum og síðast en ekki síst miklu meira togi en óþrýst rella. Engin þörf á sterkari stimpilstöngum, rúllurusli, spes tímagírum eða slíku dóti. Þrykktir stimplar spilla þó ekki.

Gallinn við túrbó er aftur að maður er svolítið smeykur við háa þjöppu og veika blöndu. Og þar sem túrbó bensínvél keyrir megnið af líftíma sínum á vakúmi rétt eins og engin væri túrbínan þá situr maður uppi með lélegri nýtni vegna lægra þjöppuhlutfalls og þar með meiri eyðslu. Ég gekk líklega of langt á sínum tíma í að lækka þjöppuna og var óspar á bensínið, sennilega má lifa með því að hafa þjöppuna í hærri kantinum og takmarka blásturinn í staðinn.

Það er verst hvað bensínverðið er leiðinlegt, metið hjá mér voru að mig minnir 120L á klst á sprauti yfir Langjökul í bullandi púðri.

-Punkturinn er; að slatti af rúmtaki + túrbó bensín er alveg yndisleg samsetning í jeppa. Þróunin í Diesel s.l ár er síðan að skila svipaðri niðurstöðu.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá firebird400 » 29.nóv 2012, 07:24

Ég er með 474 kúbika V8 hérna inn í skúr hjá mér. Vél sem skilar 600 hp og yfir 800 NM af togi. Vél sem gengur lausaganginn á 600 RPM og vinnur lang leiðina í 7000 RPM.

Jú það væri rosalega gaman að blasta yfir jökul með hana í húddinu en ég mundi aldrei setja svona mótor í jeppann minn.

Sem dæmi: seinustu helgi fórum við á nokkrum bílum upp á Langjökul. Þar á meðal var félagi minn með TD5 í húddinu. Sú vél er mun aflmeiri en TDi300 vélin sem ég er með í mínum bíl. Það sem honum vantaði hins vegar var afl niðri á lága snúningnum. Fyrir vikið á átti ég auðveldara með að komast áfram, mér dugði að sleppa bara kúplingunni og hann skreið áfram.

Hann mundi nú samt vinna mig í spyrnu, en ég á annan bíl í það. Jeppann minn vil ég getað notað sem jeppa. Þ.a.s. án þess að þurfa eldsneyti fyrir hálfan heiminn.


Það sem skiptir nú samt bara öllu máli er að finna einhvað sem ÞIG langar til að keyra með. Það er hægt að koma flest öllu fyrir, og fá flest allt til að virka, svo framanlega sem það er að virka fyrir þig.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Stebbi » 29.nóv 2012, 08:21

firebird400 wrote:Og èg er bara ekki að sjá að turbo bensínvél geti virkað í jeppa. Að aka í low low í þungu færi á þokkalegri gjöf löngum stundum er bara bókað fail á þannig búnaði.


Tæplega 2 tonna Ranger á 44" dekkjum með fullt af túrbo hefur ekkert við eitthvað low low að gera.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 29.nóv 2012, 09:03

Ef ég ætlaði að fá mér diesel sem eyðir litlu og fer ekkert alltof hratt yfir þá væri ég á hi-lux eða einhverju sambærilegu hehe. Enn þar sem mér fynnst nú gaman að vera öðruvísi og fara aðra leið að hlutunum þá er þetta leiðin fyrir mig. Fyrir utan það þá nota ég bílinn bara á fjöll og þá vil ég líka hafa gaman. Ekki bara komast á milli A og B. Svo er það nú bara þannig að helmingurinn af jeppamenskunni hjá mér er að breyta bílnum og endurbæta og þetta er ágætis áskorun að setja túrbínu á pallinn og láta það virka hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 29.nóv 2012, 09:06

Stebbi wrote:
firebird400 wrote:Og èg er bara ekki að sjá að turbo bensínvél geti virkað í jeppa. Að aka í low low í þungu færi á þokkalegri gjöf löngum stundum er bara bókað fail á þannig búnaði.


Tæplega 2 tonna Ranger á 44" dekkjum með fullt af túrbo hefur ekkert við eitthvað low low að gera.

Sammála. Er ekki með lowlow. Það var planið að setja það í enn ég held að það sé miklu skemmtilegra að eiða peningnum í meira afl enn milligír hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá firebird400 » 29.nóv 2012, 23:33

Er þá ekki bara màlið að fá sér strókaða small block eða einhvað svona http://m.summitracing.com/parts/nal-89060519 300 hp fyrir 4000 $
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


reyktour
Innlegg: 183
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá reyktour » 29.nóv 2012, 23:45

andrib85 wrote:Ef ég ætlaði að fá mér diesel sem eyðir litlu og fer ekkert alltof hratt yfir þá væri ég á hi-lux eða einhverju sambærilegu hehe. Enn þar sem mér fynnst nú gaman að vera öðruvísi og fara aðra leið að hlutunum þá er þetta leiðin fyrir mig. Fyrir utan það þá nota ég bílinn bara á fjöll og þá vil ég líka hafa gaman. Ekki bara komast á milli A og B. Svo er það nú bara þannig að helmingurinn af jeppamenskunni hjá mér er að breyta bílnum og endurbæta og þetta er ágætis áskorun að setja túrbínu á pallinn og láta það virka hehe


Þetta lýst mér vel á. Gera það sem þér langar að gera.

En djöfull langar mér í low gír eftir helgina.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá dabbigj » 30.nóv 2012, 03:20

Svona með fullri virðingu fyrir þeim sem langar að setja 2.4 dísel túrbólaust í svona grip til að spara olíu að þá væri það móðgun við þessa smíði.


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá kolatogari » 30.nóv 2012, 06:11

Svona ef peningar ekki rosa mikið atriði. Þá myndi ég skoða 5 & 6 cyl vélarnar úr Benz Sprinter. þá ertu kominn með litla eyðslu og mun meira afl en Bensínrellurnar eru með.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Stebbi » 30.nóv 2012, 08:00

kolatogari wrote:Svona ef peningar ekki rosa mikið atriði. Þá myndi ég skoða 5 & 6 cyl vélarnar úr Benz Sprinter. þá ertu kominn með litla eyðslu og mun meira afl en Bensínrellurnar eru með.


5cyl vélin úr sprinter er sú sama og í Musso og er ekki beint til að hrópa húrra fyrir aflinu. V6 180 hestafla vélin er eitthvað sem gæti verið spennandi kostur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá kjartanbj » 30.nóv 2012, 08:24

dabbigj wrote:Svona með fullri virðingu fyrir þeim sem langar að setja 2.4 dísel túrbólaust í svona grip til að spara olíu að þá væri það móðgun við þessa smíði.


hah, var einhver að tala um 2.4 túrbólaust í þessum þræði? það væri nátturulega bjánalegt
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá kjartanbj » 30.nóv 2012, 08:26

Stebbi wrote:
kolatogari wrote:Svona ef peningar ekki rosa mikið atriði. Þá myndi ég skoða 5 & 6 cyl vélarnar úr Benz Sprinter. þá ertu kominn með litla eyðslu og mun meira afl en Bensínrellurnar eru með.


5cyl vélin úr sprinter er sú sama og í Musso og er ekki beint til að hrópa húrra fyrir aflinu. V6 180 hestafla vélin er eitthvað sem gæti verið spennandi kostur.


5cyl vélin í Sprinter er reyndar ekki alveg sú sama og í musso, þær eru að skila töluvert meira afli í sprinter heldur en í Musso,
þær eru að skila tæpum 160hestöflum í Sprinter en einhverjum 120 hestöflum í Musso, þar munar töluvert

hinsvegar myndi ég tæpast setja svoleiðis vél í þennan bíl
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá firebird400 » 30.nóv 2012, 16:09

Það setur auðvitað ekki nokkur heill maður 2.4 non turbo í bílinn sinn hehe
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Lindemann » 30.nóv 2012, 20:20

Musso vélin er heldur ekki eins og 160hp sprinter vélin, sitthvor kynslóðin.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


LC-fíkill
Innlegg: 3
Skráður: 25.okt 2012, 21:32
Fullt nafn: Vilhjálmur h vilhjálmsson
Bíltegund: LC-90

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá LC-fíkill » 30.nóv 2012, 20:40

hvenar ferðu að gramsa í þessu turbó dæmi ertu búinn að panta þetta


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá olei » 30.nóv 2012, 21:58

Stebbi wrote:Tæplega 2 tonna Ranger á 44" dekkjum með fullt af túrbo hefur ekkert við eitthvað low low að gera.

Það fer eftir því hvað menn eru að gera og hvernig þeir ferðast.

Oft er það þannig að aðstæður bjóða ekki upp á að nýta aflið - jafnvel þó svo að mundi hugsanlega virka í viðkomand færi, sem það gerir raunar ekki alltaf. Stórgrýti, ekkert skyggni, klikkað veður, lækir og skorningar og klungur... og allt hitt sem maður finnur á hálendinu haust og vetur.

Mikið eða lítið afl, finnst mér ekki aðalatriði þegar kemur að því að ákveða hvort að maður vill milligír eða ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 01.des 2012, 18:39

ég er komin með garrett túrbínu m27 held ég að hún heyti. ég á samt eftir að ath almennilega hvort ég geti notað hana. annars fer ég ekki í þetta að fullum krafti fyrr en eftir áramót. enn ég ætla að reyna vera komin með allt sem ég þarf áður enn ég fer að stað
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


RangerTRT
Innlegg: 44
Skráður: 06.mar 2011, 23:45
Fullt nafn: Tryggvi Þór Aðalsteinsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá RangerTRT » 05.des 2012, 05:53

lýst helvíti vel á þessar turbo pælingar hjá þér og er eina viðið "MORE POWER MORE FUN" og var einmitt að fjárfesta í turbo kitti í Rangerinn hjá mér og er að sánka restinni að mér.. enn eina sem ég er ekki að ná að fynna út er að seinka kveikjunni í þessu svo það er hægt að boosta meira enn 4-6 psi mér langar djöfulega að fara uppi 10-15 psi


atlifr
Innlegg: 180
Skráður: 01.feb 2010, 09:13
Fullt nafn: Atli F Unnarsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá atlifr » 05.des 2012, 10:10

Tryggvi, ég veit ekki hvaða tölvu þú ert með en ef það er OBD-II þá fær þessi góða dóma á explorer spjöllunum. Ég hafði samband við hann fyrir e-u síðan og þá var tölvan og 3 forrit til að skipta á milli að kosta e-n 50 kall minnir mig.

http://www.hensonperformance.com/Pictures1.html

Gæti svosem gagnast Andra og öðrum í túrbópælingum.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Freyr » 05.des 2012, 10:11

Man ég ekki rétt að sveifarásskynjarinn er við trissuna framaná vélinni? Er möguleiki að breyta honum sjálfum eða festingum hans til að færa hann til um einhverjar gráður? Eða e.t.v. færa til (snúa) hringnum sem skynjarinn fær merkið frá?

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 05.des 2012, 14:10

RangerTRT wrote:lýst helvíti vel á þessar turbo pælingar hjá þér og er eina viðið "MORE POWER MORE FUN" og var einmitt að fjárfesta í turbo kitti í Rangerinn hjá mér og er að sánka restinni að mér.. enn eina sem ég er ekki að ná að fynna út er að seinka kveikjunni í þessu svo það er hægt að boosta meira enn 4-6 psi mér langar djöfulega að fara uppi 10-15 psi

já sæll. 10 til 15psi þolir vélin það? og hvar fékkstu túrbokit? P.s helvíti flottur hjá þér bíllinn
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Hfsd037 » 05.des 2012, 14:35

Svaðalegur Ranger!

Ef þú ert að pæla í að mappa þá myndi ég fylgjast með hvenær Hr. X kemur næst til landsins, veit ekki hvort hann serhæfir sig eingöngu í BMW en það er aldrei að vita, vel þess virði :) http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=55935
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


RangerTRT
Innlegg: 44
Skráður: 06.mar 2011, 23:45
Fullt nafn: Tryggvi Þór Aðalsteinsson

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá RangerTRT » 06.des 2012, 08:29

já ég hugsa að hún eigi að þola það eftir smá breytingar, var að hugsa um að fjárfesta í stroker kitti og þá fer 4.0 6cyl Big block sleggjan í alveg 4.3!!!
enn það eru þryktir stimplar og sterkari I beam stangir full balencerað stálsveifarás og eitthvað rosa fínar legur og hringir og er custom made fyrir kallinn og kostar litlar 2600 USD!!!

enn annas keypti ég turbo kitt fyrir 3.8v6 mustang og er T70 turbina wastegate helvíti sexy intercooler flangsar boostcontroler og allar þessar helstu leiðslur og fleira og svo let ég Comp Cam smíða custom grind turbo knastás fyrir mig og fjárfesti í trickflow 36 lps spíssa og svo lika aeromotive adjustable fuel pressure regulator til að geta ruglað eitthvað í bensíninu og centerforce Dual Friction kúplingu til að halda þessu ótakmarkaða afli sem 4.0 mótorinn er að skila...

enn eina sem ég á eftir að fynna út er þetta með kveykjuna.. enn já það væri kanski eina vitið að fá tíma hjá þesssum X enn annas segja gárungar að það er eitthvað voða takmarkað að rugla í þessu stock Ford tölvum.. og ja takk fyrir það og verð að segja að þinn Ranger er alveg helvíti ljúfur

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá andrib85 » 07.des 2012, 11:38

Þetta verður rosalegur bíll hjá þér. Þetta á örugglega eftir að skila um 400 hestöflum eða svo?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá jongud » 07.des 2012, 12:33

RangerTRT wrote:já ég hugsa að hún eigi að þola það eftir smá breytingar, var að hugsa um að fjárfesta í stroker kitti og þá fer 4.0 6cyl Big block sleggjan í alveg 4.3!!!
enn það eru þryktir stimplar og sterkari I beam stangir full balencerað stálsveifarás og eitthvað rosa fínar legur og hringir og er custom made fyrir kallinn og kostar litlar 2600 USD!!!

enn annas keypti ég turbo kitt fyrir 3.8v6 mustang og er T70 turbina wastegate helvíti sexy intercooler flangsar boostcontroler og allar þessar helstu leiðslur og fleira og svo let ég Comp Cam smíða custom grind turbo knastás fyrir mig og fjárfesti í trickflow 36 lps spíssa og svo lika aeromotive adjustable fuel pressure regulator til að geta ruglað eitthvað í bensíninu og centerforce Dual Friction kúplingu til að halda þessu ótakmarkaða afli sem 4.0 mótorinn er að skila...

enn eina sem ég á eftir að fynna út er þetta með kveykjuna.. enn já það væri kanski eina vitið að fá tíma hjá þesssum X enn annas segja gárungar að það er eitthvað voða takmarkað að rugla í þessu stock Ford tölvum.. og ja takk fyrir það og verð að segja að þinn Ranger er alveg helvíti ljúfur


OK, kannski er þetta brjálæðisleg hugmynd
EN..

Það er hægt að nota Megasquirt stjórntölvuna til að stýra EDIS kveikjum
http://www.diyautotune.com/
Virðast vera endalausir möguleikar, bæði fyrir túrbó og nítró.


Painkiller
Innlegg: 4
Skráður: 11.des 2012, 18:06
Fullt nafn: Sigurður Friðriksson
Bíltegund: Musso

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá Painkiller » 11.des 2012, 18:31

2.9 Musso mótorinn er sama vél og 2.9 Sprinter vélin...enda eru þær báðar um 129 hö....160 hö Sprinter mótorinn er 2.7 og tók við af 2.9 mótornum...rétt eins og 2.7 kom í Rexton og Cherokee dísel... ;)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Ford Ranger 44"

Postfrá StefánDal » 11.des 2012, 18:49

Er ekki nóg komið af dísel þunglyndis spjalli í þennan annars góða þráð? :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir