Síða 1 af 1

Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 16:52
frá sukkaturbo
Sælir félagar fékk vinn minn að sunnan í heimsókn um áramótin og er hann mikill jeppamaður með langan reynslutíma og á 49" bíl Ford 350. Ég bað hann að prufa Valpinn og var það auðsótt mál farið á fjörðinn og í brekkurnar.Hann varð mjög ánægður með drifgetuna og sagði að Valpinn hefi komið sér á óvart. Þegar brekkan var orðinn þannig að ég sat í bakinu á sætinu og hékk í handfangi sem er fyrir ofan hausinn skíthræddur hætti bíllinn að ganga og yfirfylltist af bensíni. Aftar torinn.Vinurinn mælti með góðri léttri diselvél og sjálfskiptingu og milligír og þá er spurningin hvernig vél. Mér datt í hug Mussó bens 5 cyl sjálfskipting og milligír. Bíllinn hjá mér er með 7:10 hlutföll og hámarkshraða á 38 sirka 80 km.Hvernig hafa þessar Mussó vélar verið að duga og hvernig er með sjálfskiptingarnar eru þær sterkar og er vagumdæla á altenator ég þarf slatta af vagumi bæði fyrir bremsur og læsingar og framdrif allt vagumstýrt. Orginal eru tveir stórir vagumkútar eins og fyrir bremsur í bílnum með tengingu inn á soggreinina. Endilega tjáið ykkur um málið. Svo hvað segja menn um að þyngja sexhjóla bíl að aftan er það að virka. Sá sem á sexhjóla raminn hér er búinn að prufa þetta og segir hann að fenginni reynslu að þetta muni engu??

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 18:20
frá ellibenz
Sæll, motorinn úr Benz ML-320 diesel jeppanum er alveg drulllu skemmtilegur og öflugur, rúm 200 hp, það er motor sem ég myndi vilja eiga í mínum jeppa, mikið tog og endalaus kraftur, held hann væri skemmtilegur í þetta ferlíki hjá þér :)

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 19:09
frá jeepson
Guðni þú hefur nú góða reynslu af patrol. Afhverju eki ná sér í 3,3 eða 2,8 og setja í valpinn??

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 19:09
frá jeepson
Guðni þú hefur nú góða reynslu af patrol. Afhverju eki ná sér í 3,3 eða 2,8 og setja í valpinn??

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 19:18
frá birgthor
4lítar cruser mótorinn væri flottur í þetta. Verður að hafa afl til þess að keyra með bílinn lestaðann, þetta er vinnuvél og þarf að geta unnið.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 20:04
frá sukkaturbo
Sælir það sem er að bögga mig er skiptidótið langar stangir og allskyns liðir. Benz vélinn úr Musso er inni hjá mér vegna þess að hægt er að fá hana sjálfskipta það eru held ég barkar sem tengja skiptirinn við skiptistögina það eru til milligírar og hún er nokkuð nett og létt þetta er mér sagt en vildi leita álits hjá ykkur snillingunum. Það getur verið eitthvað sem ég veit ekki um Musso sem gott væri að vita kveðja guðni

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 20:09
frá sukkaturbo
Svo er það Pajero 2,8 sjálfskipt ég þarf ekki mörg hestöfl með 7:10 drifhlutföll heldur yfirgír og milligír og tog og sjálfskiptingu

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 20:21
frá sukkaturbo
jeepson wrote:Guðni þú hefur nú góða reynslu af patrol. Afhverju eki ná sér í 3,3 eða 2,8 og setja í valpinn??

Sæll Gísli og gleðilegt ár og allt það rugl.Verð að vera með sjálfskiptingu í Valpinum sparar mikið vesen vegna lögunar bílsins sem er smíðaður fyrir litla menn með ekki stærra skó númer en 40 ég nota 47. Mittismál má ekki vera meira en 150cm og varð ég að færa stýrið fram og stólinn aftur því ég var alltaf með rauða sportrönd á six packinu.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 20:27
frá jeepcj7
Mjög margir beinskiptir mussoar eru með barkaskiptingu þannig að það er líka hægt að nota það,pajero kemur eðlilega sterkur inn bara 4cyl 2.8 L og líklega léttasti mótorinn af þessum sem fram eru komnir og minnsta málið að koma honum fyrir.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 20:28
frá Grímur Gísla
Vakum dælan á Musso/Bensvélinni er ábyggð vélinni, þannig ef það dugar ekki geturðu sett altanor/vakumdælu í viðbót.
Sumar árgerðir af Mússó komu með barkarskiftum gírkassa og allir eru með rafmagns skiftum milikassa, en drifskaftið er vinstrameginn.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 02.jan 2012, 21:54
frá sukkaturbo
sælir já pajero eða 2,5 galopper spurning um að hafa þetta ódýrt er sterkur inni spurning um að leysa málið með skiptistöngina á sjálfskiptingunni ökumaður er framan við vél. Með milligír er hægt að ráða stöðu að ég held hvorumegin kúlan er

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 09:52
frá jonas honda
350 chevy power

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 12:50
frá sukkaturbo
það er líka inni spurning hvernig hann væri með 350 og svona lágt gíraður

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 13:47
frá Offari
Sæll Guðni ég mæli ekki með sjálfskitingum í þunga diselbíla. Ég ætlaði að mæla með perkings vél sem virkaði drullu vel í Chevrolet double cap hjá mér á 3.07:1 drifhlutföllum og 35" dekkjum. En þegar ég sá hlutföllin hjá þér sá ég að það var vonlaust. Ég hefði helst viljað sjá togmikla vél í þessum bíl því litlar vélar endast skemur í stórum bílum þótt hlutföllin séu lág. Gallinn við það er hinsvegar að stærri vélarnar snúast yfirleitt hægar. Hefurðu kannað 6.2 eða 6,5 þær eru fáanlegar með sjálfskiptingu.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 16:35
frá sukkaturbo
Sælir já það er svo margt að pæla í þegar maður er með svona lággírað dót.Það eru til Volvo B-30 vélar eins og ég er með með beinni innspýtingu og jafnvel turbo og elictroniskri kveikju spurning hvort þær kveikjur þessar platínulausu fáist fyrir 24 volt.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 18:45
frá jeepson
Spurning um að turbo væða B30 vélina. Ég veit um síðu í noregi þar sem að maður fær fullt af nammi í volvo vélar. Ég ætla að kíkja á hana á eftir og sjá hvort að ég finni eitthvað fyrir þig.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 18:58
frá sukkaturbo
takk gamli

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 19:06
frá jeepson
Ég var að renna aðeins yfir síðuna og það virðist lítið vera hægt að fá í þessar vélar. þegar ég skoðaði síðuna fyrir nokrum árum síðan þá fékk maður fullt í þessar gömlu vélar. ég ætla að googlast eitthvað og sjá hvort að ég finni ekki eitthvað.

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 19:16
frá jeepson
Kíktu á þessa síðu Guðni. Ef þú ert eitthvað í vandræðum með sænsku þá hendiru bara á mig spurningu.
Ég fann þarna knastás sem á að gefa 25-40 hestafla aukningu. Og þarna geturu fengið wber blöndunga sem ættu að ná aflinu upp. Þú átt ekki að vera í neinu veseni með að fullt af hrossum og togi útúr þessari vél.
http://www.kgtrimning.com/

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 20:20
frá Izan
Sæll Guðni

Ég hef oftar en ekki skipt mér af hlutum sem ég hef ekki nógu mikið vit á hérna en Mussovélin er væntanlega bara gamla 3.l benz vélin eða næstum því. Við erum með svoleiðis vél í Hegglund, sem er fjarskyldur frændi volvo (svíi) og hún er að mörgu leyti ágæt, ekki nógu kraftmikil og við erum að glíma við hitavandamál á henni, s.s. að mínu mati engin töfravél.

Ég myndi athuga þyngd á LC 60 mótornum því að ég veit um mann sem hætti snarlega við að nota svoleiðis þegar hún dró gálgafestingu úr loftinu hjá honum. Sá setti 6.2 chevy og ég skildi hann þannig að hún væri mun léttari.

Ég sé fyrir mér annaðhvort 6.2 og bæta túrbínu við hana eða 6.5. Við þessar vélar er auðvelt að setja stórar og sterkar sjálfskiptingar og þær toga alveg bærilega.

Ég hefði samt haldið að þegar mótorinn er farinn að takast á við svona mikinn halla gæti hún farið að missa smurþrýsting, nokk sama hvur vélin er.

Aðrar vélar sem mér dettur í hug gæti verið 2,8 toy/rocky, 3.l 4runner/90 cruiser eða jafnvel 2,7 terrano. Held samt að 6,2 eða 5,9 cummins séu vænlegri kandítatar.

Kv Jón Garðar

Re: Vél í Valpinn

Posted: 03.jan 2012, 21:42
frá sukkaturbo
Sælir já Jón þetta er athugandi með rocky turbo eða 3,4 toyota sterkar vélar. Gísli það er spurning að tjúna b-30 vélina en það ver gert í þeim gula 6x6 sjá you tube

Re: Vél í Valpinn

Posted: 04.jan 2012, 09:14
frá Grímur Gísla
Rocky turbó eftir 92 er að skila 102 hp og 245 Nm
toyota 3,4 turbó 13B-T 120 hp 217 Nm og 3B vélin túrbó 9o hp 217 Nm
Bens vél 2,9 tdi úr W 210 fólksbílnum 95- 02 OM 602.982 er að skila 130 hp og 300 Nm
Mussóinn 2,9 tdi er að skila 120 129 hp og 250- 275 Nm eftir árgerðum og svo var Bílabúð Benna að tjúnna þær upp í 155 hö og mig minnir 315 Nm. frekar en 345 Nm.