Síða 1 af 2

Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.des 2011, 22:22
frá patrol87
Sælir Bjarki heiti ég og var að kaupa minn fyrsta bíl í sumar.
bíllinn er að gerðinni nissan patrol og er 1987árgerð hann er með 3.3 turbo diesel og er að svínvirka :) hann er 38" breyttur en er á 35" dekkjum, hann er á fjaðurblöðum allan hringin en með fjöðrun í framsætunum :P
ég byrjaði á því að taka mælana í mælaborðinu í gegn því engir mælar virkuðu, svo þegar ég tek plastið af mælaborðinu sé ég að á alltof mörgum stöðum er búið að klippa víra í sundur og teipa við 2-3 aðra víra svo ég og bróðir minn eyddum 3 dögum í að klóra okkur í hausnum og koma öllu eins og það á að vera og núna virka allir mælar í mælaborðinu :)
svo stóð bíllinn frekar lengi á planinu og ekkert unnið í greyinu, svo fékk ég lánaða rafgeyma hjá pabba og bíllinn fór inní skúr í gærkvöldi og ég og bróðir minn rifum hann allan tókum húddið, allar hurðar frambrettin og kanntana og svo í morgun fór ég og reif sætin og teppin úr bílnum, gólfið var á flesstum stöðum eins og hann hafði bara verið að renna úr verksmiðjunni en bílstjóra megin var komið gat og boddýfestingin komin uppúr gólfinu.
patrol87 uppgerð 001.jpg
svona var hann þegar ég kaupi hann og myndin er tekin uppá reykjafelli ef ég man rétt

patrol87 uppgerð 002.jpg
búið að rífa allt utan af

patrol87 uppgerð 003.jpg

patrol87 uppgerð 004.jpg
yndislegt camo munstur...

patrol87 uppgerð 005.jpg

patrol87 uppgerð 006.jpg
hér er svo mynd af gatinu bílstjóra megin

patrol87 uppgerð 008.jpg
búinn að taka sætin úr

patrol87 uppgerð 009.jpg
svona er svo allt gólfið fyrir utan þetta eina gat frammí


svo er bara að fara sjóða, pússa og sparsla eftir áramót og gera hann tilbúinn fyrir sprautun (massey ferguson rauður) svo langar mig til að kaupa hásingar undan y60patrol með læsingum og setja gorma.
bæti svo við fleirri myndum á morgun :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.des 2011, 23:02
frá jeepson
Bara þetta fína cammo munstur. En til lukku með bílinn og megi hann gagnast þér vel og lengi :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.des 2011, 23:17
frá patrol87
jeepson wrote:Bara þetta fína cammo munstur. En til lukku með bílinn og megi hann gagnast þér vel og lengi :)

það var töff fyrst hehe en takk :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.des 2011, 23:19
frá gaz69m
flottur bíll hjá þér , verður gaman að fylgjast með yfirhalninguni hjá þér

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.des 2011, 23:52
frá JonHrafn
Snilldar bílar.

Þeir verða rosalega flottir komnir með y60 hásingar og gorma, lægri og mun breiðari.

Það segir allt sem segja þarf um fjöðrunkerfið í þessum bílum að það þurfti að setja gorma undir framsætin.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 11:49
frá patrol87
JonHrafn wrote:Snilldar bílar.

Þeir verða rosalega flottir komnir með y60 hásingar og gorma, lægri og mun breiðari.

Það segir allt sem segja þarf um fjöðrunkerfið í þessum bílum að það þurfti að setja gorma undir framsætin.

það er líka stór kostur að hafa hann háþekju þegar hann er með þessa fjöðrun, lítil hætta á að reka hausin í loftið

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 11:56
frá gaz69m
háþekja fyrir hávaxna

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 12:20
frá JonHrafn
Snilldar bílar í veiði , hægt að stafla tálfuglum á margar hæðir í skottinu :þ

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 12:24
frá patrol87
haha nákvæmlega :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 13:17
frá jeepcj7
Helflottur patti og með vél sem ekki þarf að vera í veseni með,líst vel á hásingaskiptin akkúrat það sem vantar í þessi model.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 29.des 2011, 18:03
frá LFS
vertu duglegur að taka myndir og pósta alltaf gaman að fylgjast með svona brasi !

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 00:28
frá patrol87
náði ekki að kíkja í skúrin í dag sendi inn myndir vonandi á morgun

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 08:51
frá patrol87
fleirri myndir
patrol87 uppgerð 012.jpg

patrol87 uppgerð 013.jpg
smá rið undir húddinu

patrol87 uppgerð 014.jpg
teppið farið

patrol87 uppgerð 015.jpg

patrol87 uppgerð 016.jpg
nóg af plássi :)

patrol87 uppgerð 017.jpg
orginal tjakkur frá 1987 merktur nissan

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 09:00
frá LFS
hvernig kanntu við 3.3l velina hefurðu einhvað mælt eyðsluna á honum er þettað turbo ?

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 09:51
frá patrol87
ég kann mjög vel við þessa vél vinnur mjög vel, hun er að eyða sirka 10-11 svo lengi sem hann fer ekki yfir 85kmh hef reyndar voða lítið fengið að keyra hann þar sem ég er ekki kominn með bílpróf en bróðir minn hefur keyrt hann frekar oft og það kom honum mikið á óvart hvað hann er seigur

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 09:54
frá patrol87
og já hun er með turbo

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 12:02
frá jeepson
Þessar vélar eru víst sagðar eyða litlu. Ég hef oft pælt í því að fá mér 3.3 í minn bíl.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 12:06
frá JonHrafn
Ótrúlega eyðslugrannar vélar. En það verður að svera pústið svo hún sé ekki korter að ná upp boosti.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 12:09
frá patrol87
já ég ætla setja 3" púst. svaka trillu fýlingur með þetta 2" púst haha

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 30.des 2011, 12:30
frá jeepson
patrol87 wrote:já ég ætla setja 3" púst. svaka trillu fýlingur með þetta 2" púst haha


hehe þeir sounda vel með 3" pústinu. Björgunarsveitar bíllinn hérna heima er með 3L vél og 3" opið púst eins og ég. Og það er miklu groddalegra hljóð í mínum. Hinn er eitthvað voða ketlingalegur. enda ekki nema 4cyl :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 31.des 2011, 15:53
frá elfar94
flottur hjá þér, það verður stuð að ferðast með þér þegar hann er kominn á göturnar aftur ;)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 31.des 2011, 16:23
frá patrol87
það verður ekki leiðinlegt :) fæ bílprófið 30.nóv 2012

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 02.jan 2012, 20:07
frá patrol87
núna styttist í að eithvað verður gert í kagganum

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 14.jan 2012, 11:07
frá LFS
einhvað að gerast ?

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 14.jan 2012, 12:23
frá patrol87
49cm wrote:einhvað að gerast ?

nei ekkert að gerast pattinn hjá bróðir mínum þurfti að kíkja aðeins í skúrinn

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 17:42
frá patrol87
núna er eithvað að gerast, byrjaði að pússa og náði að klára farþegahurðina frammí og hálfnaður með annað frambrettið en svo kláraðist pappírinn..
myndir koma fljótlega:)
...eruði nokkuð með eithvað leynitrikk við að ná lími eftir límmiða á boddýhlutum?

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 18:55
frá jeepson
patrol87 wrote:núna er eithvað að gerast, byrjaði að pússa og náði að klára farþegahurðina frammí og hálfnaður með annað frambrettið en svo kláraðist pappírinn..
myndir koma fljótlega:)
...eruði nokkuð með eithvað leynitrikk við að ná lími eftir límmiða á boddýhlutum?


Ég hef reynt með hitabyssu og sellulósaþynnir á límmiða sem eru á skoda pickup sem að ég var byrjaður á að taka í gegn og næ svo ekki að klára. Ég veit ekki hvaða ofur lím er á límmiðunum hjá mér. En hitabyssa og skafa virkuðu ekkert altof vel. Og ekki heldur sellulósaþynnirinn.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 18:56
frá StefánDal
Hreinsað bensín nær þessu af.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 19:40
frá patrol87
hvar fær maður hreinsað bensín? og veistu hvort að asington virki?

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 21:21
frá hobo
Naglalakkaleysir(aceton) er alltaf til í mínum hillum. Gamalt húsráð til að hreinsa lím, svínvirkar.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 21:29
frá patrol87
takk fyrir þetta :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 21:43
frá JonHrafn
Hitabyssa og flugbeitt dúkahnífsblað , en hreinsað bensín hentar betur fyrst það virkar líka.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 21:55
frá patrol87
er búinn að nota hitabyssu og gluggasköfu en var bara svo mikið lím undan límmiðunum eftir

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 22:02
frá kjellin
geturu ekki farið í n1 eða poulsen eða einhverja álíka búð og fengið strokleður fyrir borvél, það er snild í þettað

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 22:06
frá patrol87
ég á góðan lager af BOXY strokleðrum :P en á til slatta af asingtoni og ætla prófa það :) en takk fyrir góða hugmynd prófa það ef hitt virkar ekki :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 28.jan 2012, 22:21
frá biggi72
Hef notað oliuhreinsir til að ná líminu með góðum árangri.

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 08.feb 2012, 21:14
frá birgthor

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 08.feb 2012, 21:47
frá patrol87
birgthor wrote:Datt í hug að þér vantaði að losna við þetta :)

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=26&t=30946

getur fengið fjaðrinar ef þú átt til gorma system eð a loftpúða í skiptum :)

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 11.feb 2012, 22:00
frá patrol87
Nú fer eithvað að gerast, ætla mér að klára að pússa og svo kemur félagi andra bróðir og sýður fyrir mig það sem þarf að sjóða :) myndir koma fljótlega
kv bjarki

Re: Patrol 87 3.3TD uppgerð

Posted: 11.feb 2012, 22:59
frá JonHrafn
Kunningi minn setti y60 hásingar og gorma undir svona bíl og þeir verða mjög verklegir þannig, breiðari og lægri, með alvöru fjöðrun.