Síða 1 af 1
Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 13:45
frá jongunnar
Sælir hvar eru menn að versla teygju spotta í dag? Mér finnst heldur til mikið verð á þeim hjá Arctic trucks. Ég kann að splæsa svo að mig vantar bara beran spotta.
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 13:47
frá armannd
framrás
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 13:55
frá Polarbear
www.isfell.iskeypti minn spotta þarna og er masssaánægður með hann.
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 16:37
frá Gulli J
Ísfell í Hafnarfirði, ég er svo með sér 10m ca. 16mm spotta ef ég þarf að draga bíla langar leiðir.
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 17:12
frá jongunnar
svopni wrote: En þessar Toyotur eru svo þungar að maður þyrfti helst að vera með teigjukaðal líka.
Heheh
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 17:38
frá Freyr
Ég hef verslað við ísfell,þeir eru oft um 20-30% ódýrari en hampiðjan. Ég mæli með 28 mm spotta og hafa hann í lengra lagi, lágmark 15 m þegar búið er að splæsa hann til að teygjan sé næg. Ef þú ætlar í styttri kaðal væri betra að taka 24 mm svo að teygjan sé næg.
Ég myndi alls ekki nota dynex eitt og sér til að draga upp fastan bíl, teygjan í því er lítil (1% kemur upp í hugann) svo það virkar mikið verr heldur en teygjuspotti.
Sjálfur er ég með 23 metra langann 28mm spotta splæstan í báða enda (hann er helst til langur, er svolítið óþjáll fyrir vikið og ég hef spáð í að stytta hann aðeins). Svo er ég með 5 metra langt 10 mm dynex splæst í báða enda til að búa til hanafót ef það þarf að hnýta að framan í jeppann hjá mér (er með sterkt prófílbeisli en þar sem það er tunna í prófíltenginu sjálfu er mér illa við að rykkja fast í annað frammhorn bílsins þar sem hann er grindarlaus). Síðan ætla ég að fá mér 12 mm dynex sem verður splæst í báða enda, lengdin verður 20-30 metrar (fer eftir hverju ég tími, metrinn kostar um 1.300 kr.), það er eingöngu hugsað sem framlenging á teygjuspotta en verður aldrei notað eitt og sér. Svo er ég með einn D-lás sem er stimplaður 5 tonn (þá er brotálagið 25 tonn því allt sem tengist hífingum og er vottað er með öryggisstuðul 5) til að nota í neyð ef ekkert annað dugar til að festa spotta. Viðurkenni samt að mér er illa við að nota hann enda hef ég ekki ennþá gert það þó ég hafi átt hann í 4-5 ár eða svo. Að lokum er ég að spá í að búa til 1-2 öryggisspotta sem eru bara örfáir metrar að lengd og er hægt að festa rétt við endann á köðlunum með prússik hnút og þaðan í góðan stað í bílnum, svoleiðis myndi stöðva eða a.m.k. draga verulega úr kraftinum ef eitthvað gefur sig.
Freyr
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 17:53
frá Svenni30
Ég er að spá í þessu líka. Fann hjá
http://kemi.is Sendi þeim mail um daginn að spurja um verð.
28 /15/ 16 tonn kr.16.743
24/15/11 tonn kr. 11.924
Verðin eru með vsk.
Ég ætla að kaupa 28 mm spotta 15m (28 /15/ 16 tonn kr.16.743)
Þetta er fínt verð hjá þeim.
Re: Spotti til að draga aðra bíla ekki minn
Posted: 25.des 2011, 20:46
frá Óttin