Síða 1 af 1

jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 15:50
frá Svenni Devil Racing
jæja hér er jeppin minn en mjög svo ódýr og eins hrár og þetta getur orðið enda fer maður ekkert að væla þó að þetta rispast eða veltur eins og gerðist í prufutúrnum eftir 5 mín :)

en annars er hann með chevy 350 svona þokklega sprækur , 4 gíra trukkakassi, dana 20 millikassi og er á dana 44 hásingum er samt að fara að setja 9 tommu undir að aftan er komin með nóg að brjóta alltaf þetta drifið af aftan :)

Svo lengdi ég hann um 15cm og setti willys framstæðu úr plasti á hann
Image
Image

annars þá keyfti ég hann eftir að hann var insní húsnæði sem brann og leit þá svona út
Image

en svo nátturlega velti ég honnum í prufurúntinum og því var reddað í fljótu með peyloder og ný rúða sett í :) allt hægt í sveitini
Image

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 15:59
frá -Hjalti-
Djöfullsins skrímsli Svenni!

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 16:35
frá Stjáni Blái
Sælir.
Hvað er í þessari vél sem er í þessari græju ?

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 17:00
frá Svenni Devil Racing
heh hann er það hjalti :)

en það er chevy 350 í honnum, með flattop stimplum,0,40 bor. er svo með mildan ás og 1,6 rúllurockerarma, edelbrock performer millihedd, 650 edelbrock blöndung, með orginal hedd 76 chamber ,1,94 in , og 1,5 út ventlum

en er að fara skifta um hedd ættla að setja 2 bungu chevy hedd og heitari knástás og setja innspitingu í hann , og er að skoða að setja og smiða í hann twin turbo

hér er smá myndband bara verst að kúplingin þolir illa ösku og hann snúðaði eigilega ef ég ættlaði að spóla í 2 gír
http://www.facebook.com/photo.php?v=101 ... =3&theater

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 17:34
frá sukkaturbo
Þetta er eitthvað sem ég er að fíla eins og krakkarnir segja á svona jeepster ferðaðist ég í gamladaga 44 dekk og 360 amc trukkabox og milligír. Láttu mig vita ef þú selur þennan tek hann í gegn set hann á Valp hásingar kveðja Guðni á Sigló

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 18:05
frá Svenni Devil Racing
hef ekki viktað hann enþá , en ég yrði rosalega ósáttur ef hann væri þyngri en 1800 kg helst að vóna að hann sé um 1650 til 1750 kg

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 18:20
frá jeepson
Þessi er svo sannalega ehrár. Þetta sýnir bara að jeppar eiga ekki að vera eitthvða ofur flottir. Enda drífur maður ekki langt á útlitinu :) Þó svo að það sé vissulega gaman að eiga flottann jeppa. En er hann ekki að virka vel hjá þér Svenni?

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 18:49
frá RunarG
ertu búinn að vera gera eitthvað í honum Svenni síðan síðasta vetur? :)

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 19:06
frá elfar94
geðveikur jeepster hjá þér

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 19:40
frá sukkaturbo
'eg er alveg snar fallinn fyrir þessum hásingum þær eru snilld.Taka vel stór dekk og stórar vélar.Þessi Jeepster er um 1960 til 2100 kg fer eftir bensíni.Þetta voru tölur sem ég fékk á minn jeepster sem var 1967 á léttmálmsfelgum 44" Dic cepek milli gír og smávegis af dóti svo sem Loran C á þeim tíma áður en GPS tækin komu og kortum af landinu í plasthólk og ein Gin Befeter og 5kg af nauta fille og ein kartafla dugaði helgina og 300 lit af bensíni þá var gaman.kveðja guðni

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 18.des 2011, 22:10
frá Svenni30
Vígalegur hjá þér nafni. Ég þarf svo að koma og skoða og fá rúnt í þessum þegar ég kem austur næst.

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 20.des 2011, 03:51
frá Hordursp
sannast enn og aftur að þú ferð ekki lang á útlitinu einu saman! hrikalega groddalegaur!

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 20.jan 2012, 00:40
frá Svenni Devil Racing
Takk allir og já Nafni auðvita færðu að sitja í

En annars var byrjað LOKSINS á þessu í kvöld búin að taka afturhásingu undan og er að fara setja 9 tommuna undir , breyta fjöðrun og taka lostpúðana úr setja gorma í staðin

Svo er að ákveða hvort eigi að setja th400 sjálfskiftingu eða bíða með að það og halda áfram að vera en með þennan seinskifta 4 gíra trukkakassa ???

ættla svo að setja innspýtingu á hann og sennilega að skifta um hedd setja gömul og góð 2 bungu chevy hedd og 1,6 rúllu rockerarma með þeim og sennilega knastás líka og ditta að hinu og þessu , allavegana stefnt á ferð í enda febrúar , verður bara gaman

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 20.jan 2012, 07:17
frá Ofsi
Djöfull langt síðan maður hefur séð svona flottann jeppa :-)

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 20.jan 2012, 07:19
frá andrib85
flottur bíll. virkilega rough í útliti

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 15.feb 2012, 16:10
frá kári þorleifss
Jæja Svenni, nú er stutt í þorraferð. Hvernig gengur? Vonandi kemstu lengra en í fyrra ;)

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 15.feb 2012, 16:53
frá Svenni Devil Racing
það gengur eitthvað í þessu er búin að breyta aftur um val á heddum er að breyta LT1 ál heddum á blockina , eiga efitr að virka vel held ég og fyrir utan þá léttist hann um rúm 20-25 kg :)

En annars er stefnt á ferðina en spurning um hvört það takist tímalega séð en vönandi að það takist :) mundi verða alveg ótrulega gaman að komast í þessa ferð einu sinni

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 15.feb 2012, 18:51
frá RunarG
Svenni ekkert rugl.. það er bara drulla þetta af og leggja af stað! ;)

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 16.feb 2012, 19:24
frá Svenni Devil Racing
Já er að vinna í þessu :)

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 16.feb 2012, 20:52
frá LFS
hann er svo rudda svalur það er svo töff hvað hann er ruff !!!!

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 22.mar 2012, 01:41
frá Svenni Devil Racing
þakka hrósin frá öllum :) en þetta smá mjakast að skrúfra þetta saman, aftur hásing er að verða klár er að smiða alvöru 4 link undir hann að aftan með engri skástýfu, enda skil ég ekki til hvers menn eru að setja hana ef maður getur sloppið við hana

hefði samt verið rosalega til í að geta splæst mér í fox dempara til að klára dæmið en það er víst ekki í boði en kemur 1 daginn

og svo ættla ég að setja vatnskassan aftur á "pallin" og geymir líka og lækka framstæðuna svoldið og skera framan af grindinni við gorma að framan og setja bara rör í staðin til að létta þetta meir :)

mótor fer líka einnig að skríða saman á næstu dögum þannig að þetta kemur allt með kalda vatninu

fara alveg að koma myndir af þessu öllu saman ,læt samt eina gamla fylgja með
Image

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 22.mar 2012, 08:51
frá RangerTRT
Mikið er langt síðan að maður hefur séð svona fallegan jeepster helvíti töff græja... enn er ekki betra að hafa hann þyngri að framan, voru ekki allir willys kallarnir að hamast við að setja bensínið spotann og skófluna á frammstuðaran til að þeir drifu betur upp brekkur svo öll þyngtin færi ekki bara á aftur hásinguna og mistu allt grip á framm hásingunni...

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 22.mar 2012, 12:46
frá Svenni Devil Racing
RangerTRT wrote:Mikið er langt síðan að maður hefur séð svona fallegan jeepster helvíti töff græja... enn er ekki betra að hafa hann þyngri að framan, voru ekki allir willys kallarnir að hamast við að setja bensínið spotann og skófluna á frammstuðaran til að þeir drifu betur upp brekkur svo öll þyngtin færi ekki bara á aftur hásinguna og mistu allt grip á framm hásingunni...


Takk fyrir það ,

en mitt álit er að það er minna mál að bæta við þyngd en að taka hana í burtu þannig að ég fer þessa leið , alltaf hægt að bæta við drasli framan á hann og þyngja hann þannig ef hann verður leiðinlegur

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 28.jún 2012, 12:31
frá Svenni Devil Racing
jæja þá er búið að prófa motor og afturhásingu aðeins , mótor lofa allvegana ótrulega góðu :) fínt power og helling tog

Image

Svo er það bara th 400 kassi í og byrja að breyta meira og betrum bæta aðeins meir og létta meira

Re: jeepster árg 1967 44"

Posted: 13.sep 2012, 01:26
frá Svenni Devil Racing
jæja þá fer að koma aðeins tími fyrir þennan svona á næstu vikum , frekar mikið að vera að skrúfa í 2 til 3 bílum fyrir utan þetta verkefni og að vera gera alltaf við fyrir aðra , en þarf samt að kíkja aðeins á motor því að það fór stangarlega en því verður reddað fyrir einhverja ferðinna í vetur :) enda er þetta verkefni sem maður getur skrúfa endalaust í :)