Síða 1 af 1
Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 18:32
frá sukkaturbo
Fórum á Lágheiði mikill snjór þungt færi að sögn ferðafélagan sem voru á 38" Toy Dobulcab disel Patrol á 46" með skriðgír Cherokee 35" Landcruser 80 á 35" Patrol á 38" og Valpinn á hálf slitnum 38 grand hawk bara gaman.Furða hvað 35" bílarnir gátu jaglað
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 19:24
frá sukkaturbo
Sæll hann kom mér verulega á óvart hvað hann er öflugur og snerti sjaldan með kúlurnar var með Toyota Dobulcab á 38" á eftir mér og var hann með hrygginn upp á stuðara stundum en hann kom alltaf á eftir mér og ofur sukkan mín gamla hefði þurft að þyggja slóðina.En allir komust við jafn langt og snérum sáttir við mikill og erfiður snjór á Lágheiðinni og bara gaman vorum að leik í 5 tíma og fór ég með 30 lítra á þeim tíma sem er allt í lagi
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 19:37
frá jeepson
Já 6 lítrar á klukkutím hlýtur bara að vera ansi góð eyðsla á svona trukk.
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 19:57
frá sukkaturbo
Setti 400kg á pallinn mætti vera 1000kg þess vegna en hann drífur vel lestaður
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 20:16
frá olei
Flottur!!
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 20:26
frá jeepson
Um að gera að vera duglegur að setja inn myndir Guðni.
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 20:41
frá sukkaturbo
Þessar hásingar eru alveg snilld í þungu djúpu færi venjulegir jeppar eru að ryðja með kúlunum í hjólförunum þó allir séu á sömu dekkastærð.Það sást glögglega í dag.
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 21:12
frá Grímur Gísla
Helvíti flottur á þessum trukk, Þú verður á þessum í vetur og malar stóru og dýru jálkana.
Hvernig kom vélin út, nægur kraftur og tork??
Var Hjalti með á Patrol?
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 21:31
frá sukkaturbo
Já Hjalti var að prufa sinn á 46" með milligír 1:5 og 5:42 hlutföll og loftlás að framan virkar ruddalega vel með toyota vélinni
Re: Valpinn prufaður
Posted: 17.des 2011, 21:34
frá sukkaturbo
Grímur hann er í lagi í lágadrifinu valpinn. En gæti orðið flottur á 44" með 350 cc milligír og sjálfskiptingu. Ætli maður selji hann ekki eins og alla hina bílana fyrir jól hef mest gaman af að smíða og grúska í þessu dóti og keyra í kringum verkstæðið fjallaferðir eru bara fyrir útrásarvíkinga í dag. kveðja guðni
Re: Valpinn prufaður
Posted: 09.jan 2012, 13:28
frá Grímur Gísla
Guðni, það er ekkert að marka þessa eyðslu í túrnum, þú alltaf í kaffipásum að bíða eftir hinum. Hehehehehehe
Þú verður að koma með eyðslu í venjulegri snjókeyrslu.
Re: Valpinn prufaður
Posted: 09.jan 2012, 17:32
frá sukkaturbo
Sæll Grímur 5 til 6 lit per klukkutíma í erfiðu færi að mati reyndra jeppamanna og bíllinn alltaf í gangi